Vikan

Tölublað

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 50

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 50
Wellaform hárkrem heldur hárinu þétt og vel, og gef- ur því ferskan og mjúkan blæ. Ákjósanlegt fyrir hverskyns hárlagningu. Engin feiti. Klístrar ekki. Mjög drjúgt. Wella fyrir alla fjölskylduna. »el Iak‘oiatiT HALLDÓR JÓNSSON H.F. Heildverzlun Hafnarstraeti 18-Símar 23995 og 12586 Létt rennur Ghe&Oó viðskila við landgönguna, og hann hafði áhyggjur af því, að hann sæi hvorki konu sína né endur framar. Fong var þögull og þungbúinn, og Ahmet þorði ekki að trufla hann, þótt hann langaði margs að spyrja. Tungl- ið var komið upp, ógnandi, rautt tungl, með fölum baug í kring. Þetta var illur fyrirboði og skefldi Ahmet. Fjarlæg fjöllin á bak við hæðirnar voru eins og skugginn af vondum, gömlum manni. Uppi á hæðinni, við portú- galska virkið, hlustuðu Jeff og Anders á niðinn, sem fjaraði út, eftir því sem vörubílarnir fjar- lægðust. — Nú heyrðirðu í gamelan aftur, sagði Anders. Þögn kvölds- ins var djúp, og daufir tónarnir af tónlist innfæddra, sem bárust frá einhverju þorpinu, glitruðu eins og smáir silfurdropar í nótt- inni. — Já, gamelan — fuglinn, hvíslaði Jeff. Þetta var ósýnileg- ur fugl. Hann faldi sig í rósa- runnanum og söngur hans var dapur, ljúfur og hjartnæmur: Ástarsöngur. Þessi fugl virtist ekki eiga í neinum erfiðleikum með að tjá þá hluti, sem Jeff gat ekki sagt, það sem stóð í henni eins og tvíeggja hnífur. — Sjáðu, hvað tunglið er skrýtið, hvíslaði Jeff. — Já, það lítur út fyrir að það ætli að rigna, sagði hann. Það, sem þau meintu, var þetta: Elskarðu mig? Já, ég elska þig. Til þess að gera þögn nætur- innar enn áþreifanlegri, barst nú langdregið, einmanalegt væl úr veiðihomi innan úr virkinu. Ytri hluti virkisins, þar sem þau sátu, var rústir einar, en innri hlut- inn hafði verið endurbyggður og notaður fyrir samastað fótgöngu- liðssveita nýlenduhersins, sem aðsetur hafði í Sebang. — Jseja, þá er klukkan níu, sagði Anders. Það fór hrollur um Jeff, og hann fór úr hvíta jakk- anum sínum og lagði hann um axlir Jeff. Jakkinn var hlýr. Þetta var eins og leynileg atlot. og Jeff vafði jakkanum að sér. — Pabbi hlýtur að vera að koma, sagði hún. — Já. Þetta er síðasta skipti, sem við erum ein. Lítil ljós færðust upp hæðina og nálguðust þau. Nokkrar inn- fæddar konur stönzuðu í litla rjóðrinu fyrir neðan, þar sem gömlu fallbyssurnar tvær stóðu; minjar um veldi Portúgala, þakt- ar af spanskgrænu og mosa, hálf- sokknar í mjúkan jarðveginn. Konurnar lutu fallbyssunum i flöktandi ljósi kyndlanna, eins og þær væru heiðin goð. Konurnar krupu í bæn og spenntu greipar um ennið. Síðan risu þær á fæt- ur og hurfu eins hægt og kyrrt og þær komu, en skildu jörðina fyrir framan fallbyssurnar eftir þakta af blómum. — Þetta er eitt þeirra andar- taka, sem maður gleymir aldrei, sagði Jeff, þegar síðasta konan var horfin. Anders hló við. — Þær báðu um fleiri börn, sagði hann. — Þessar gömlu fallbyssur eru orðnar að frjósemisgoðum. Ég býst við, að prófessorinn myndi kalla þær pallic tákn. — Hvaða prófessor? — Faðír þinn. — Hvernig dettur þér það í hug? Pabbi er enginn prófessor. — Jæja? En allir um borð kalla hann prófessor. Hann virð- ist svo lærður —- og svo utan við sig. — Uss, vinur, þú þarft ekki að tala, hvíslaði Jeff og leit í augu hans, spyrjandi, bíðandi og krefjandi. Hann vafði hana örm- um og laut niður að henni. Jeff stundi eins og barn í draumi, þegar varir þeirra mættust. Lít- ill skýhnoðri, forboði annarra stærri, barst fyrir tunglið og huldi það. Nokkur andartök var niðamyrkur, síðan var landið aft- ur baðað í ljósi tunglsins, með djúpum, svörtum skuggum, silf- urbrún á hverju pálmablaði og speglaðist í augum Jeff. — Jeff, ástin mín, eina, eina, eina..... — Já, vinur minn .... Bíll Mynheer van Halden til- kynnti komu sína við rætur fjallsins með röð af kurteisisleg- um hljóðum: Hemlaískri, flauti og skipunarhrópum á malajísku til þess að þeim ynnist tími til að skilja. Jeff horfði á föður sinn, lágan og grannvaxinn, koma upp gangstíginn, sem inn- fæddu konurnar gengu skömmu áður. Hann stanzaði við fallbyss- urnar og snerti þær varlega, eins og þær væru sofandi óargadýr. Þegar hann komst loksins upp á pallinn undir virkisveggnum, sat Jeff á steini og Anders stóð spottakorn frá henni og lét sem að hann væri að dást að útsýn- inu. Bæði reyktu, Anders pípu sína en Jeff sígarettu, og aðeins reykjarstrókarnir komu upp um ólguna í hjörtum þeirra. — Mér þykir leitt, að ég skyldi vera aðeins og seinn, sagði Hald- en kurteislega. — Ég varð að bjarga lífi ungfrú Vagner. Framhald í næsta blaði. KG VERÐ ALLTAF SVONA MEÐ FULLU TUNGLI..., 5Q VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.