Vikan

Tölublað

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 11

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 11
Casanova á yngri árum stnum. Jacobus Hieronymus Casanova a Sein- gait, Venetus, iuris utriusqus doctor, necn- on gratiis summi pontificis Clementis XIII. pronotarius apostolicuc extra urbem et eques sacri palatii Lateranensis, hon- orem bibliothecarius illustrissimi comitis Joseuhia Waldstein — Wartenberg, dom- ini Duxovii etc. etc. Casanova, riddari ástarinnar, lögfræð- ingurinn, heimspekingurinn, stærðfræð- ingurinn, rithöfundurinn, sem var að síð- ustu bókavörður greifans af Waldstein í Duchcov. Játningar syndara „Ég var í heiminn borinn á páskum, 2. apríl, 1725. Daginn áður en móðir mín ól mig, borðaði hún mikið af fljótakrabba. Og fljótakrabbi er eftirlætisfæða mín. Síðan var ég vatni ausinn, og skírður Jacobus Hier- onymus. Til átta og hálfs árs aldurs var ég mjög vanþroska barn. Þá þjáðist ég um þriggja mánaða skeið mjög af áköfum blóð- missi, og var ég sendur til lækninga til Pad- ova. Þar sigraðist ég á vanþroska mínum, og eftir það helgaði ég mig námi og þroska anda míns. Þegar ég var 16 ára, var ég gerð- ur að doktor, gefin prestskrúði og sendur til Rómaborgar í gæfuleit. í Róm varð dóttir frönskukennarans míns orsök þess, að vernd- ari minn, Acquiviva kardínáli, sleppti af mér hendi sinni. 18 ára gekk ég í herþjón- ustu, og var sendur til Istanbul. Tveimur árum síðar kom ég aftur til Feneyja, sagði skilið við tign mína og beit á jaxlinn og lagð- ist svo lágt að ráða mig í atvinnu sem fiðlu- leikari. Vinir mínir voru mér mjög reiðir, — en ekki mjög lengi. Þegar ég var 21 árs, tók einn af hinum mörgu höfðingjum í Fen- eyjum mig fyrir kjörson, og nú, þegar ég var orðinn nógu ríkur, tók ég að ferðast um ítalíu, Frakkland, Þýzkaland og til Vín- ar, þar sem ég hitti Raggendorf greifa. Ég fór aftur til Feneyja, og tveimur árum síðar dæmdi ríkissaksóknarinn mig, af skilj- anlegum ástæðum, til fangelsunar í blýher- bergið. Úr þessu fangelsi hafði engum tek- izt að flýja. En eftir 15 mánaða dvöl þar tókst mér, með „aðstoð guðs“, að flýja það- an, og fór ég síðan til Parísar. Þar heppnaðist mér allt, sem ég tók mér fyrir hendur, og auðgaðist ég brátt á ný. En að lokum tapaði ég líka þeim auði mínum aftur. Eftir það fór ég í gæfuleit til Hollands, Stuttgart, Sviss og fór síðan í heimsókn til herra Voltaire. En ný ævintýri biðu mín í Marseille, Janov, Flórens og Róm, þar sem Rezzonico páfi útnefndi mig riddara St. Jan Lateran og postullegan nótaríus. Þetta skeði árið 1760. Það sama ár átti ég miklu gengi að fagna meðal kvenna. í Flór- ens hljópst ég á brott með stúlku eina, en næsta ár fór ég til ríkisþings í Augsburg og átti að vera þar fulltrúi konungsins af Portúgal. Það varð ekkert úr ríkisþinginu, og eftir friðaryfirlýsinguna fór ég til Eng- lands, sem ég varð að yfirgefa næsta ár, 1764, vegna mikilla erfiðleika, er ég átti í þar. Ég slapp naumlega frá gálganum, án þess þó að missa æruna. Ég hefði aðeins verið hengdur! Þetta sama ár lagði ég hart að mér við að finna hamingju og auðæfi, bæði í Berlín og Petrograd, en árangurslaust. Ári síðar fann ég hvort tveggja í Varsjá. 9 árum seinna tapaði ég öllu aftur, vegna þess að ég háði einvígi við Branick hers- höfðingja. Ég skaut hann í magann, en þrem- ur mánuðum eftir það, var hann aftur orð- inn heill heilsu. Það gladdi mig, því að hann var reglulegt karlmenni. Ég varð að yfirgefa Pólland, og árið 1767 fór ég til Parísar. Það- an varð ég að flýja í skyndi, því að konung- ur hafði gefið út leynilega handtökuskipun gegn mér. Ég fór til Spánar, þar sem ég varð aftur fyrir rnikili ógæfu. í árslok 1768 var ég lokaður inni í turni í Barcelonakast- alanum. Mér tókst að sleppa þaðan út eftir 66 vikur og var mér þá vísað úr landi. Glæp- ur minn var sá, að ég hafði stundað nætur- heimsóknir til ástmeyjar undirkonungsins, mjög svo alræmdrar konu. Á landamærum Spánar slapp ég naumlega undan leigumorð- ingjum konungsins. Ég fór til Aix í Provencal, til að ná mér aftur eftir veikindin. Ég var að dauða kom- inn, og í ellefu daga spýtti ég blóði. Árið 1769 gaf ég út í Sviss þriggja binda bók til varnar stjórn Feneyja. Var það svar við bók Amelots de la Housaye. Ári síðar sendi enski sendiherrann í Turin mig til Livorno ásamt hinum beztu meðnáæl- um. Ég ætlaði að fara til Istanbul með í’ússn- eska sjóhernum, en Orlov aðmíráll vildi ekki ganga að þeim samningum, sem ég æskti, svo að ég hætti við það. Ég fór' til Rómar, en þar var Ganganelli páfi (Klement XIV.). Þar átti ég í farsælu ást- arævintýri, sem orsakaði það, að ég varð að fara til Napolí. Frá Napolí sneri ég aftur til Rómar þremur mánuðum seinna, vegna ann- ars ástarævintýris, ekki eins farsæls. Framhakl á bls. 39. VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.