Vikan

Tölublað

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 37

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 37
Hel'mingurmn neytir alls ekki víns. Sökum Þjórsárdals- og Hreðavatnsferða unga fólks- ins um hvítasunnuna síðast- liðin ár, hafa margir fengið þá hugmynd, að drykkjuskap- ur unglinga sé talsvert al- mennur. En það er eins og jafnan áður, að mest ber á þeim sem láta verst og á- standið er ekki eins alvarlegt og ýmsir halda. Af 60 ungl- ingum, sem svöruðu spurn- ingu okkar um áfengisneyzlu, sögðust 30 alls ekki neyta á- fengis. En af þeim 30, sem eitthvað gera af vínneyzlu, eru 3, sem gera það upp á sport, 5, sem hafa það sem meðai til að' auka kjarkinn, 10, sem neyta þess til þess að geta verið með í félags- skap, 10, sem gera það vegna sjálfra áhrifanna af víninu og 2 gera það til þess að öðl- ast reynslu. Af þessum 30 eru 8, sem segjast aðeins neyta víns örsjaldan. Verzlunarskólapiltur, 20 ára, segir drykkjusögu sína þannig: ,,í fyrsta skiptið var það sport, síð- an í nokkurn tíma var það meðal til að auka kjarkinn, þ.e. gagn- vart kvenfólkinu. En að lokum var það vegna sjálfra áhrifanna af víninu. Þetta er mín reynsla, þó ég sé mikið til hættur að drekka“. Annar úr Menntaskól- anum, sem drekkur eitthvað „uppá sport“, segir að „þótt und- arlegt megi virðast, skemmti ég mér aldrei betur en blá ,,edrú“ innan um aðra, hvernig svo sem þeir eru“. „Ég er ekki óreglu- manneskja", segir 18 ára stúlka úr Kennaraskólanum, „en ég er vön því, að fólk fái sér til dæmis eitt glas á kvöldin og þá ég líka. Hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta". Þriðjungurinn, sem neytti vín, gerði það til þess að „vera með“ Nítján ára Kenn- araskólastúlka segir um það: „ég neyti áfengis takmarkað, en aðal- lega til þess að vera með í félags- skap, því „fanatíkerar" eru ávallt illa liðnir og eitt glas sakar ekki“. „Maður dreost á endanum“. Það er alls ekki hægt að segja, að reykingar séu almennar með- al þessara 60 ungmenna, sem svöruðu spurningu Vikunnar um reykíngar. 27 af 60 kváðust alls ekki reykja, en 33 reykja; sumir að staðaldri og aðrir einstöku sinnum. Stúlkurnar sögðust flest- ar, að það væri „til þess að hafa eitthvað á milli handanna“, „for- vitni og fikt“ eða „til þess að róa taugarnar". Annars eru 5, sem reykja uppá sport, aðrir 5, sem hafa reykingar fyrir meðal til þess að gera sig stærri í eigin augum og hugsanlega líka í ann- arra, 3 til þess að vera með, 12 vegna sjálfra áhrifanna af tóbak- inu og 2 til að öðlast reynslu. „Ég reyki, ef mér leiðist og ef ég er í ástarsorg“, segir 17 ára stúlka úr Hagaskólanum. „Fyrst fór ég að reykja til þess að sýn- ast stærri og svo hætti ég í ár — líka til þess að vera stærri“, seg- ir tvítugur Menntaskólapiltur. Bekkjarbróðir hans segir: „Það er eitthvað félagslegt við að reykja“. En skarplegast af öllum lítur 16 ára Verknámspiltur á reykingar og skaðsemi þeirra: „Ég reyki ekki vegna þess að það er óholt og maður verður veikbyggður með aldrinum og drepst á endanum". Ósammála Dungal. í útvarpsviðtali í vetur gerði próf. Niels Dungal það að um- talsefni, að það mundu einkum vera lélegustu nemendurnir í skólunum, sem reyktu. Við spurðum unglingana, hvort þau væru sammála þeirri kenningu eða ekki. Nákvæmlega 10% stóðu með prófessornum, en 38 af 60 kváðust algerlega ósammála. 10 kváðust sammála honum, ef ein- ungis væri átt við yngstu krakk- ana í gagnfræðaskólunum, en kenningin hinsvegar fjarstæða í aldursflokknum 17—20 ára. „í framhaldsskólum er ekki hægt að flokka nemendur í þennan hátt“, segir tvítugur Verzlunarskóla- piltur. Ein 17 ára úr Hagaskólan- um, sem er Dungal sammála, segir: „Já, ég á auðvelt með að rökstyðja þetta, því við erum í fimm í bekknum, sem reykjum eitthvað að ráði, en sjö sem ekki reykja og það eru dúxarnir í bekknum". „Til að fíjálfa fjármálabrosk- amv“. Skólaæskan er næstum undantekningarlaust i ein- hverskonar vinnu að sumrinu og sumir, sem eru heppnir, hafa jafnvel uppgripatekjur. En það veltur á ýmsu, hversu vel natast að þessum pening- um og afstaða unglinganna til þessara sjálf-öfluðn fjár- muna er talsvert mismun- andi. Spurning okkar hljóðaði þann- ig. ,,Finnst þér eðlilegt og sann- gjarnt að skólanemandi, sem er í vel borgaðri vinnu að sumrinu, fái að hafa þá fjármuni sem vasa- peninga til frjálsrar ráðstöfunar að vetrinum“? Fjórði partur unglinganna taldi sig eiga skilyrðislausa kröfu til frjálsrar ráðstöfunar á sjálf- aflafé án allrar íhlutunar for- eldra. Annar fjórði partur taldi eðlilegt að skólanemandinn hefði þessa fjármuni til eigin ráðstöf- unar, en undir einhverju eftir- liti forráðamanna. 15% töldu þetta algerlega fara eftir ein- staklingnum, sem stundum væri treystandi til að hafa fé undir Danskír kv@ngdtuskór með fóilagi, nýkomnir SKÓTÍZKAN Snorrcibruut 38. — Sími 18517. Daglega umgangist Þér fjölda fólks BÝÐUR FRÍSKAN BÆTIR RÖDDINA VIKAN 18. tbl. gy

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.