Vikan

Tölublað

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 23

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 23
skólanum, þá kemur að þeirri spurningu, hvort það sé æskilegt, eða ef til vill mikilvægt, að kær- ustupar hafi lifað saman eins og hjón áður en til giftingarinnar kemur, en einmitt þannig hljóð- aðj spurningin. Meðal piltanna taldi 21 af 33 þetta æskilegt, en 6 töldu það beinlínis mikilvægt, eða samtals voru það 82% piltanna, sem voru þessu fylgjandi. Hinsvegar var einn, sem taldi það „undir fólk- inu komið“, 2, sem töldu það hafa „litla þýðingu“, 4, sem töldu það „óæskilegt" og 1, sem taldi það „fráleitt". Meðal stúlknanna voru miklu skiptari skoðanir um þetta. Þó hefur sú skoðun greinilegan meirihluta, að samlíf fyrir gift- ingu sé æskilegt. Af 25 stúlkum, sem greinilegt svar gáfu við spurningunni, töldu 8 að það væri „æskilegt", 4 töldu það „mikil- vægt“ og 2 töldu það „ekki verra“ eða samtals voru það 56% stúlknanna, sem gátu talizt fylgj- andi nánu samlífi trúlofaðs fólks. 9 stúlkur eða 36% töldu þetta hinsvegar óæskilegt, 1 taldi það „undir fólkinu komið“, 1 taldi það hafa „enga þýðingu", en engin stúlknanna tók undir með piltinum, sem taldi það fráleitt. Algengasta mótbáran var, að slíkt samlíf gæti orðið að slysi, sem leiddi til óæskilegrar gift- ingar. En það var líka nokkuð algengt, að þetta unga fólk átt- aði sig ekki á því, hvað það er að lifa saman eins og hjón og beinlínis misskildi spurninguna. Tvítugur Verzlunarskólapiltur, sem eftir ýmsu að dæma gæti orðið býsna íhaldssamur í skoð- unum um sextugsaldurinn, segir: „Ég tel þessa trúlofunarvitleysu unglinga hér á landi hlægilegt tízkufyrirbrigði, sem foreldrar ættu að taka fyrir áður en lengra heldur“. Tvítugur Menntaskóla- piltur telur ekkert mæla á móti þessu, en bætir þó við: „En þar sem „sex“ er ekki undirstaða hjónabands, sé ég ekki ástæðu til að svo þurfi endilega að vera“. Stúlka úr Verzlunarskólanum, sem vill láta trúlofað fólk gera sig ánægt með að haldast í hend- ur, segir: „Ef kærustupar í raun og sannleika hyggst ganga í hjónaband og þau bera kærleika hvort til annars, þá liggur í hlut- arins eðli, að þau bíða hvort eft- ir öðru. Enda, ef slitnar uppúr trúlofuninni og viðkomandi að- ilar hafa sleppt fram af sér taumnum, þá er það stúlkan, sem hefur beðið „skipbrot“. En skólabróðir hennar sér bara kost- ina við þetta: „Það er þó alltaf tækifæri til að hætta við hjóna- bandið, ef vonbrigði verða mikil.“ f stórum dráttum eru yngri stúlkurnar mótfallnar, en þær sem orðnar eru 18 og 19 ára, telja það flestar æskilegt. Ein 17 ára úr Hagaskólanum segir: „Mér finnst það alveg óþarfi og kjánalegt“. En önnur, sem er orðin 19 ára og er í Verzlunar- skólanum, segir: „Ég tel mikil- vægt, að kærustupar hafi lifað eins og hjón fyrir giftinguna. Alltaf hefur verið rætt um samlíf eins og feimnismál, en það er einn mikilvægasti þátturinn í farsælu hjónabandi." En tvítugur piltur í sama skóla, hefur óvenju púrítaniskar og einstrengingsleg- ar skoðanir. Hann segir: „Allt tal um nauðsyn þess, að fólk „reyni“ hvort annað á undan vígslu, er hégilja ein og þekk- ingarleysi. Þau tilfelli, þar sem fólk á ekki saman, eru færri en svo, að taka beri tillit til þeirra“. Annar jafn gamall úr Mennta- skólanum er dálítið hikandi að taka út forskot á sæluna: „Kann- ske tel ég ekki æskilegt, að þau lifa alveg saman eins og hjón. Einhver breyting verður að vera á högum hjónaleysanna, þegar þau ganga í það heilaga." Og Verzlunarskólastúlka, sem ekki telur þetta mikilvægt, bætir við: „en eftir að ég er gift, skal ég segja ykkur, hvort það er ef til vill æskilegt". „Lík börn Ieíka bezt“, Á íslandi er minni stéttaskipt- ing en víðast hvar annarsstaðar í heiminum og flestir fagna því. Hér geta synir verkamanna, bænda eða sjómanna gifzt dætr- um háskólakennara, sýslumanna eða ráðherra. Samt er það og verður ævinlega spurning, hvort það sé ef til vill æskilegt, að hjónaefni, séu af sömu þjóðfé- lagsstigum, með svipað uppeldi og lífsskoðanir, ef vel á að fara. Við spurðum unglingana, hvort þau mnudu fremur velja sér maka eftir þeirri formúlu eða öfugt. Yfirgnæfandi meirihluti, eða 67%, taldi miklu vænlegra, að hjónaefni væru af sömu þjóðfél- agsstigum, með svipað uppeldi og skoðanir. 22% töldu þetta ekki skipta neinu máli, en 11% voru hinsvegar á þeirri skoðun, að betra væri að velja sér maka af ólíkum stigum. Helzta röksemd þeirra var: „Ástin spyr ekki um slíkt“, en hin sögðu gjarna: „Lík börn leika bezt“. Það er greini- legt, að stúlkurnar vilja yfirleitt að mennirnir hafi yfirburði í menntun, en enginn mælir með því, að konurnar hafi meiri menntun. Miklu fleiri styðja það, að hjón hafi líkt uppeldi og lík- ar skoðanir fremur en líka menntun. Tvítug stúlka úr Verzl- unarskólanum segir: „Ég tel æskilegt, að eiginmaðurinn sé meira menntaður en eiginkonan. Sé konan menntaðri en hann, veldur það í flestum tilfellum minnimáttarkennd hj á honum. Það er einnig gott, ef hjón hafa haft svipað uppeldi og hafa svip- aðar skoðanir. Það er betra en að allt stangist á“. Skólabróðir hennar segir aftur á móti: „Að velja sér maka er ekki það sama og fletta upp í spjaldskrá. Mað- urinn kynnist konunni, verður ástfanginn og þar með gifting ef vel fellur á með þeim. Þá er ekki spurt um menntun né stétt. Það er engin stéttaskipting á fs- landi“. Og annar: „Hvað mennt- un víðvíkur, þá álít ég að hún þurfi ekkert frekar að vera svip- uð, þótt það sé ef til vill ágætt, en ég tel helzta atriðið, að gáfna- far sé svipað“. Skólasystir hans hefur þegar valið sér maka af sömu þjóðfélagsstigum. Hún seg- ir: „Fyrir löngu þótti einungis æskilegt, að gáfaðir menn gift- ust heimskum konum, en það er áreiðanlega ekki blessunarríkt til lengdar, enda þótt karlmenn eigi að vísu að hafa nokkra yfirburði. En hjónaband þar sem annar að- ilinn er miklu menntaðri en hinn, ég tala nú ekki um ef það er konan, held ég að hætti mjög til að bresta“. Kennaraskólastúlka, sem byggir á reynslu, segir: „Ég mundi velja mér maka af sömu þjóðfélagsstigum og með svipaða menntun vegna þess að ég hef sorglegt dæmi um minnimáttar- kennd annars makans gagnvart hinum, sem er menntaðri. Einn- ig er þetta æskilegt vegna þroska og sameiginlegra áhugamála, sem eru líkri menntun oft sam- fara“. En tvítugur piltur úr Menntaskólanum mælir fremur á móti því: „Ég hef engan áhuga á því að makinn verði algjör- lega samloka af mér“. Einn 16 ára úr verknáminu ætlar að hafa vaðið fyrir neðan sig: „það væri ekki gott ef hún væri gáfuð og maður alltaf að heyra, að mað- ur vissi ekki neitt“. 17 ára stúlka, einnig úr Verknáminu, ætlar að kæra sig kollóttan um uppruna hans, menntun og uppeldi, „að- eins ef hann er tillitssamur, á- hugasamur og réttlátur". Og að lokum tvítugur Verzlunarskóla- piltur: „Það er augljóst, að til þess að gangast undir fórnir, sem hjónaband óhjákvæmilega hefur í för með sér — sér í lagi eftir ár rómantíkur og munaðar, — þá fer betur á því, að hjón standi á svipuðu stigi menntun- ar, skoðana og uppeldis". Ætla að beita svipuðum upp- eldisaðferðum viS sín eigin börn. Það hefur þegar verið sagt frá því, að unga kynslóðin er svo til alveg sátt við þá eldri; hún telur fullorðið fólk alls ekki gam- Framhald á bls. 34. VIKAN 18. tbl. 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.