Vikan

Tölublað

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 14

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 14
FRAMHAIDS SAGAEFTIR IAN FLEMING EINKARÉTTUR Á ÍSLANDB: VIKAN 4. HLUTl Það sem áður er komið: Bond er á leið heim frá Mexíkó eftir að uppræta þar eiturlyfja- hring, sem teygði klær sínar til Englands. A leiðinni rekst hann á bandariskan kaupsýslumann, sem ræður hann til eins dags til þess að koma upp um spilasvik ensks auðkýfings, Auric Goldfinger. Bond gerir svo og lætur Goldfinger kosta þægilegan lestarklefa fyrir Bond frá Miami til New York og tekur til gamans með sér einkaritara Gold- ingers, Jill Masterton. Þegar heim kemur, er Bond settur á næturvakt, þar til M hringir: . . . — Fáðu þér sæti, 007. M var að troða í pípuna sína. Hann var hressilegur og vel til hafður. Mark- að sjómannsandlitið yfir hörðum, hvítum flibbanum og bindinu, sem hann hafði losað lítið eitf í háls- inn, var óþægilega hressilegt og glaðlegt. Bond fann illa fyrir svört- um skeggbroddunum á sinni eigin höku og sjúskuðum vökusvipnum á andlitinu og fötunum. Hann fann á sér að eitthvað var í vændum. — Róleg nótt? M hafði kveikt í pípu sinni. Hörð, heilsuhraust augu hans störðu rannsakandi á Bond. — Fremur svo, sir. H stöðin . . . M lyfti vinstri hönd lítið eitt frá borðplötunni. — Allt í lagi. Ég skal lesa það í dagbókinni. Ég skal taka við henni. Bond rétti honum möppuna sem merkt var Leyndarskjal. M lagði hana til hliðar. Hann brosti einu af þessum sjaldgæfu kuldalegu og fremur fráhrindandi brosum. — Hlutirnir breytast, 007. Ég ætla að taka þig af næturvaktinni um sinn. Bond brosti stífu brosi. Hann fann hjartað slá örar á sama hátt og hann hafði svo oft fundið áður í þessu herbergi. M hafði eitthvað handa honum. Hann sagði: — Ég var einmitt að venjast því, sir. — Einmitt. Þú færð nógan tíma til þess seinna. Það hefur dálítið komið upp. Undarlegt mál. Ekki beinlínis þín sérgrein, nema ein sér- stök hlið, sem — M hnykkti pípunni til, eins og hann væri að kasta einhverju frá sér — getur vel ver- ið að sé alls engin hlið. Bond hall- aði sér aftur á bak. Hann sagði ekkert, aðeins beið. — Ég borðaði með bankastjóranum í gærkveldi. Maður er alltaf að heyra eitthvað nýtt. Að minnsta kosti var þetta nýtt fyrir mér. Gull — það er að segja skuggahliðin á því. Smygl, svik og allt það. Mér hefði ekki dottið í hug, að Englandsbanki vissi svona mikið um svikara. Ég býst við, að það sé hluti af starfi bankans, til að vernda gjaldmiðil okkar. M glennti upp augun. — Veiztu nokkuð um gull? — Nei, sir. — Jæja, þú veizt meira í kvöld. Þú átt stefnumót við mann, sem heitir Smithers offursti, í bankanum klukkan fjögur. Hefurðu tíma til að sofna aðeins? — Já, sir. — Gott. — Mér skilst að þessi Smithers sé yfirmaður rannsóknardeildar bankans. Eftir því sem formaður bankastjórnarinnar sagði mér, er þetta ekkert minna en njósnakerfi. Ég vissi ekki áður, að þeir ættu slíkt. Það sýnir aðeins, hvað allt í þessu landi er stórkostlegt. En hvað um það, Smithers og menn hans hafa augun opin fyrir öllu því, sem kynni að vera loðið í bankaheiminum. Sérstaklega eru þeir á verði gagnvart öllu, sem við- kemur gjaldmiðli okkar, gullfætin- um og þess háttar. Það kom upp þar mál um daginn, þegar Italirn- ir voru að falsa gullkrónur. Þeir gerðu þær úr raunverulegu gulli, réttum karatafjölda og öllu því. En það virðist sem gullkrónan sé meira virði heldur en niðurbrætt jafnvirði hennar í gulli. Spurðu mig ekki hversvegna. Smithers getur sagt þér það, ef þú hefur áhuga. En hvernig sem það var, réðst bank- inn á þessa menn með heilli lög- fræðingaherdeild — tæknilega var þetta ekki glæpur — og eftir að þeir höfðu tapað fyrir ítölskum rétti, negldu þeir þá að lokum í Sviss. Þú hefur sennilega lesið um það. Svo var það dollaramálið í Beirut. Það gerði heilmikinn úlfaþyt í blöð- unum. Ég skildi það nú ekki sjálf- ur. Það var einhver brestur í skjól- veggnum um gjaldmiðil okkar. En drengirnir þarna niður í City fundu lekann. Jæja, það er starf Smithers að finna svona lagaðar smugur. Ástæðan til þess að formaður bankaráðsins sagði mér þetta er sú, að árum saman, að þvi er virðist, síðan í stríðslok, hefur Smithers átt í erfiðleikum með ör- an gullleka út úr Englandi. Aðal- lega verður hann var við gullrýrn- unina, en svo hefur hann einnig einhverja dulskynjun. Hann viður- VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.