Vikan

Tölublað

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 43

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 43
um listir, sögu og heimspeki, og hefur verið gizkað á, að Voltaire hafi notfært sér nokkrar af hug- myndum Casanova, sem sínar eigin. (Jirí Spaceh ritar þó í viku- blaðinu „Smér“, að ótrúlegt sé að hugmyndir 35 ára gamals „lukku-riddara" hafi haft mikil áhrif á Voltaire). Það er erfitt að kveða á með það, hvað satt er í þessu máli. En ef til vill má þó fullyrða, að hugmyndir hins unga Casanova hafi ekki látið Voltaire með öllu ósnortinn, og að hann hafi þess vegna haft sín áhrif á hugmynd- ir hinna frönsku byltingarmanna. Þegar á allt er litið, var á þess- um tíma borin margfalt meiri virðing fyrir hugmyndum og skoðunum andans manna, en t.d. á tímunum fyrir seinni heims- styrjöld. En Casanova átti eftir að gjör- breyta skoðunum sínum í flest- um grundvallaratriðum. Hann snérist gegn öllum byltingarhug- myndum, en var þó alla tíð and- snúinn keisurum og kóngum. Casanova er grafinn einhvers staðar í kastalagarðinum í Duch- cov, þar sem áður var kirkju- garður kapellu heilagrar Bar- böru. Og í næsta hluta þessara greina munum við spyrjast fyr- ir og reyna að finna gröf hans þar. Á síðustu æviárum hans lýsir riddarinn de Ligne honum svo: „Hann væri mjög fallegur mað- ur, ef hann væri ekki svo óþægi- legur í viðmóti. Hann er hávax- inn eins og Herkúles, en lita- raftið dökkt. Augun eru snör og leiftrandi, en koma ætíð upp um þá óeirð og reiði, er með honum býr, og gera hann tryllingsleg- ann. Það er auðveldara að gera hann reiðan en glaðværan. Hann hefur ekki aðeins þekkingu á því, sem hann segist hafa þekk- ingu á: samkvæmisdansi, Frakk- landi, góðum smekk, heiminum og lífsháttum, heldur og mörgu öðru. En gleðileikir hans eru ekki skemmtilegir, og heimspeki- rit hans hafa enga heimspeki til að bera, þó öll önnur verk hans séu full af hvoru tveggja. Þar má ætíð finna eitthvað óvenjulegt, eitthvað nýtt, skarplegt og djúp- úðugt. Hann hefur yfir að búa mikilli þekkingu, en vitnar svo oft í Hóras, að það er blátt á- fram andstyggð ... .Hann er við- kvæmur og vinur vina sinna, en ef einhver gerir honum eitthvað á móti, er hann illgjarn, upp- stökkur og andstyggilegur. Og ef einhver vogar sér að hæðast að honum, hlyti sá hinn sami ekki fyrirgefningu hans, þó milljón væri í boði... Hann trúir engu nema því, sem er öfgakennt og ótrúlegt og liggur stundum við, að hann sé hjátrúarfullur. En til allrar hamingju er hann heið- virður og næmur ... Hann er hrifnæmur og nýjungagjarn, en þegar honum hefur hlotnazt það, sem hann þráir, hafnar hann því. Hann getur ekki hætt að hugsa um konur, sérstaklega ungar stúlkur. Þetta egnir hann til reiði, hann er reiður fögrum kon- um, sjálfum sér, himninum, nátt- úrunni... Hann hefnir alls þessa með miklum óhemjuskap í mat og drykk. Hann er sem úlfur við borðhald, og skeytir engum siðum. Hann byrjar það glaðvær, en endar hryggur og það eitt, að geta ekki strax byrjað á nýjan leik, veldur honum örvæntingu ... í ringulreið hinnar storm- sömu æsku sinnar, og á öllum sínum ævintýralega æviferli, sem stundum var fremur vafa- samur, sýndi hann ætíð dreng- skap, næmleik og hugrekki. Nú er hann stoltur af því að vera ekki neitt og eiga ekkert. Það er mjög áríðandi að hafa lesið verk hans og hlusta á hann, því að hégómagirnd hans á sér engin takmörk. Þú skyldir aldrei minn- ast á, að þú hafir heyrt áður einhverja þá sögu, er hann kann að segja þér, heldur láta sem þú hlustir á hana í fyrsta skipti. Þú mátt aldrei gleyma að heilsa hon- um á viðeigandi hátt, því að hin- ir mestu smámunir geta gert hann að ævilöngum óvini þínum. Hið ótrúlega ímyndunarafl hans ... öll sú staðfesta, bæði andleg og líkamleg, er hann hefur til að bera ... allt þetta gerir hann að óvenjulegum manni, sem er dýr- mætt að kynnast. Hann á virð- ingu skilið og einlæga vináttu þeirra fáu manna. sem geta tek- ið honum eins og hann er“. Gleymdu aldrei að heilsa hon- um! Seinustu bréfaviðskipti hans voru við skáldkonuna Elise von der Reche. Hann skrifar henni m.a.: Náttúran hefur refsað mér með þungbærum sjúkdómi, svo að nú bíð ég aðeins dauðans. Ég þakka guði fyrir, að hann er ekki langt undan .. Líf Jacob Casanova, gleðileik- urinn mikli, er nú því nær á enda: „Ég játa hér, fullur auð- mýktar, að ástarævintýri, sem ég átti í London, þegar ég var 38 ára, olli gjörbreytingum í lífi mínu. Það var endir fyrsta þátt- ar. Annar þáttur endaði, þegar ég yfirgaf Feneyjar, þar sem ég nú skemmti mér við að rita end- urminningar mínar. Þar með verður þessi þrigja þátta gleði- leikur á enda, og ef hann verður blístraður niður, sem vel getur skeð, vona ég, að ég muni ekki heyra það ... (Endurminningar Casanova). „Gleðileikurinn" endaði 4. júní, 1798. Sagt er, að vinir hans, Karel Josef de Ligne og Waldstein greifi hafi verið hjá Casanova, er hann dó, og síðustu orð hans voru: Góður guð, og þér, sem nú eruð vitni að dauða mínum. Ég lifði sem heimspekingur, og ég dey sem kristinn maður. ★. Hvað varð um kóngs- dæturnar þrjár? Framhald af bls. 9. Leka nokkurn, sem gerir tilkall til konungdóms í Albaniu. En hvort- tveggja hefur líklega við Iftið að styðjast, enda eru þessir tveir herra- menn varla nein afburða hróefni f þjóðhöfðingja, eins og nú er komið þróun heimsmálanna. Feríal er nú tuttugu og fimm ára að aldri og allra geðslegasta stúlka. Fyrir tveimur árum hafði hún enn ekki stigið fæti sínum á dansgólf. Hún var sögð nokkuð hörð í horn að taka við nemendur sína. Þar eð hún er elzt systkina sinna, hef- ur hún alltaf talið sig að verulegu leyti ábyrga fyrir þeim. Fosía, sú næstelsta, tók fyrir tveimu árum próf f frönsku og VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.