Vikan

Tölublað

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 22

Vikan - 06.05.1965, Blaðsíða 22
um: „Þegar maður athugar fram- ferði ýmissa töffa, þá virðist svo vera að rórnantisk ást sé úrelt. Ég aðhyllist þó rómantisku stefnuna í ástum og vildi gjarna breyta aftur til eldri tíma „kavalera" og hefðarmeyja Strauss-tímans“. En annar jafn gamall úr sama skóla segir aðvarandi: „Róman- tísk ást verður að vera með. Þó er mjög varasamt að lifa algjör- lega uppi í skýjunum og sjá ekk- ert nema „ástina“ sína“. Nítján ára Verzlunarskólapiltur, sem er orðinn vonlaus um rómantík, seg- ir: „Hún er úrelt. Á öld hraða og tækni, virðist ekki vera góð- ur grundvöllur fyrir rómantíska ást. Hún á aðeins heima í skáld- sögum rómantísku skáldanna og er þeirra hugarfóstur“. Skóla- bróðir hans er þó engan veginn sammála þessari kenningu: „Þrátt fyrir hraða nútímans og véltækni, hlýtur flest fólk að bera í brjósti rómantískar tilfinn- ingar. Þeir hljóta að vera fáir, sem líta á maka sinn sem ein- hverja nauðsynlega eða hag- kvæma vél.“ 17 ára Hagaskóla- piltur, sem ekki gengur að óþörfu, segir: „Hún er úrelt. Það eru til dæmis engar aðstæður til þess á vorum tímum að ganga með dömu út á Seltjamames eða upp á Öskjuhlíð". Kennaraskóla- stúlka, sem þó er aðeins 17 ára, vill vera raunsæ: „Rómantísk ást er úrelt. Ást byggist á skyn- semi, en ekki á rómantískum draumórum“. En 19 ára Verzlun- arskólastúlka hefur ekki trú á því: „Við viljum ekki viðurkenna rómantíska ást því okkur finnst það of gamaldags og viðkvæmn- islegt. Ég hef ekki trú á því að ástin breytist gegnum aldirnar". Er hugmyndin um gkírlífi úrelt? Það þykir ekki nema sjálf- sagt að þvi er virðist, að ur skírlífið ekki nærri því eins mikið fylgi og rómantíkin. Það sem er allra merkilegast, að 50% piltanna aðhyllast skírlífi þar til hinn rétti maki sé fundinn og hverjum hefði dottið það í hug? Meðal stúlknanna eru þó enn fleiri fylgjendur fornra dyggða; 77% telja að hugmyndin um skír- lífi sé ekki úrelt, en 23% töldu hana gamaldags og úrelta. Mætti af þessu álykta, að unga kynslóð- in sé þrátt fyrir allt ekki eins spillt og sumir vilja vera láta. Verzlunarskólastúlka segir: „Skírlífið er ekki úrelt, en fylgi þess er sennilega á undanhaldi. Sjálfsagt hefur alltaf verið pott- ur brotinn í þessu efni, en með auknum samskiptum kynjanna og undarlegri hulu, sem fullorðna fólkið dregur yfir þessi mál, hlýtur þetta að vekja forvitni unglinganna." Hagaskólastúlka, 17 ára, hefur ekki trú á skírlífinu, hvað sem sagt er: „Ég held, að það séu fáar stúlkur á aldrinum 18—20 ára, sem ekki hafa verið við karlmann kenndar". Tveim árum eldri Verzlunarskólastúlka ætlar að vera skírlíf: „Ég mundi álíta, að karlmenn almennt, kæri sig tæpast um, að verðandi eigin- konur þeirra hafi mikla reynslu á þessu sviði“ Átján ára Kenn- araskólastúlka tekur í sama streng: „Hafi til dæmis stúlka verið skírlíf þar til hún velur sér maka, sem hún elskar, þá er þetta vissulega mikil eign. Það þarf enginn að skammast sín fyrir skírlífi". En tvítugur Menntaskólapiltur er ekki sam- mála: „Skírlífi fram á brúðkaups- nótt er úrelt fyrirbrigði. Stúlka sem giftist, verður afdráttarlaust að hafa prófað þann karlmann, sem hún ætlar að giftast. Hann gæti ef til vill haft afbrigðileg- ar hvatir“. Annar tvítugur Menntaskólapiltur leggur málið undir dóm almennings: „Almenn- ingsálitið er orðið fráhverft al- vill fá sem mest út úr lífinu og hugsar aðeins um líðandi stund. Það gerir allt, sem það langar til og stundum verður það því að falli.“ Tvítugur piltur úr Mennta- skólanum, sem viðurkennir gildi kenningarinnar, sér fram á, að það getur verið erfitt að „prakti- sera“ hana. Hann segir: „Æski- legt væri að sá kvenmaður, er maður fellir hug til, hefði hald- ið þeirri stefnu, að vera sem skólapiltur, sem ratar í skemmti- legri ævintýri með hverju árinu, segir: „Skírlífishugmyndin virð- ist mér alltaf vera að verða úr- elari með hverju úrinu sem líð- ur.“ Það getur líka verið að ung- ur maður eða kona haldi í hrifn- ingu augnabliksins að „hinn eini“ eða „hin eina“ sé fundin: „Ég viðurkenni hugmyndina, en hún stenzt ekki dóm reynslunnar i flestum tilfellum. Þeir sem hrif- UNGA KYNSIPDIN1965 OGr IZFSSKOÐANIR HENNAR Fornar dyggðir eiga enn upp á pallborSiS hjá ungu kynslóSinni. 50% piltanna aShyllast skír- lífi þar til hinn rétti maki sé fundinn og 77% stúlknanna. Langflest telja heppilegra aS velja sér maka af sömu þjóSfélagsstigum. trálofað fólk gisti hvort hjá öðru og taki út forskot á sæl- una eftir þvi sem henta þyk- ir. Það er jafnvel aðgengt að fólk sé búið að búa eitthvað saman, þegar það kemur þvi i verk að gifta sig. Svo það er ekki nema eðlilegt að spurt sé: „Er hugmyndin um skírlífi þar til hinn rétti maki er fundinn, úrelt orðin?“ Það er ef til vill eðlilegt að ákafir fylgjendur róm- antískrar ástar, styðji einnig hugmyndina um skírlífi. Þó hef- gjöru skírlífi, þó það þyki samt ekki ókostur. Að mínum dómi hefur almenningsálitið að miklu leyti rétt fyrir sér.“ Nítján ára Kennaraskólastúlka, sem er fremur fylgjandi skírlífi, skellir skuldinni á síaukin tækifæri til þess að vera saman og gera hvað sem er: „Unglingar sem eru bú- in að „vera saman“ í kannski 2—3 ár, halda nú ekki allan tím- ann bara í höndina hvort á öðru.“ Og Verzlunarskólapiltur, sem veit að skírlífið er bara gamal- dags, segir: „Unga fólkið í dag skírlífust. Þó er ávallt erfitt að fá „nei“ hjá stúlku á þeim for- sendum, að hún sé að bíða eftir hinum eina rétta“. „Ef reynsla væri ekki fengin, yrði lítið úr sælunni á brúðkaupsnóttinni", segir 16 ára verknámspiltur og árinu eldri stúlka úr Kennara- skólanum er honum sammála: „þótt piltur og stúlka haldi að þau hafi hvort um sig fundið hinn rétta maka, þá vill oft slitna upp úr hjá þeim, er til lengri samskipta kemur. Þess- vegna er skírlífi úrelt“. Kennara- næmir eru, halda hverju sinni, að þeir hafi fundið hinn rétta maka“, segir tvítugur Verzlun- arskólapiltur, og bekkjarbróðir hans bendir á, að „oft er ekki hægt að segja um, hvort sá rétti maki hafi verið fundinn, fyrr en kynmök hafa farið fram“. „Getur orðið aS slysi, sem leiðir til óæskilegrar gifting- Samkvæmt því sem hann segir, þessi ungi maður úr Verzlunar- 22 VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.