Vikan

Tölublað

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 13

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 13
5KKAR? ætti slíkt frelsi einungis að taka til ókveðinna nómsgreina, eins og t.d. tungumóla, náttúrufræði og landa- fræði, en alls ekki til móðurmáls- greina eða sögu. Eins og nú er kom- ið, hlýtur það að verða keppikefli hverrar smáþjóðar að leggja megin- áherzlu á það námsefni sem varð- ar sögu hennar, tungu og þjóðerni. Og svo ætti að leggja mun meiri áherzlu á ræktun listasmekks (bæði með lestri úrvalsbókmennta, tónleik- um og heimsóknum í listasöfn) og siálfstæðisviðleitni barna, bæði í vinnubrögðum og skoðanamyndun. 6. Skólar (aðrir en tækniskólar og háskólar) eiga ekki fyrst og fremst að stefna að því að búa menn undir lífsbaráttuna, enda gera þeir það mjög sjaldan, heldur eiga þeir að auðvelda nemendunum að njóta þeirra gæða sem lífið hefur uppá að b]óða. Nytsemdarsjónarmiðin gera alltof marga skóla að verk- smiðium, en ekki menntastofnun- um. Menntunin ætti fyrst og fremst að miða að því að laða fram og rækta það mennska í hverjum ein- staklingi, enda felur upphafleg merking orðsins það í sér. 7. Kennarar ættu sjálfir að ráða, hve mikið námsefni þeir fara yfir með nemendum á hveriu skólaári. Með þeirri tilhögun yrði kennslan bæði lífrænni, frjórri og skemmti- legri. Eins og nú háttar eru flestir kennarar hálfgerðir þrælar náms- skrárinnar. En frelsið felur að sjálf- sögðu í sér aukna ábyrgð kennar- anna. 8. Auðvitað á að vera fræðsla um kynferðismál í skólum. Kyn- ferðislífið er einn gildasti þátturinn í lífi flestra einstaklinga, og það er vægast sagt furðuleg skamm- sýni að ætla ungu fólki að leggja út á lífsbrautina án nokkurrar raun- hæfrar vitneskju um leyndardóma kynferðismálanna. Happa og glapa aðferðin er óvíða afdrifa- ríkari en á þessu sviði. Fræðsla um þessi viðkvæmu mál ætti að sjálf- sögðu að vera í höndum þjálfaðra sérfræðinga, sem hefðu lag á að gera feimnismálin eðlileg og raun- gild viðfangsefni. HANNESJÖNSSON félagsfræðingur 1. Ef við miðum við að skóla- aldurinn færðist fram og yrði í leikskólaformi, segir það sig sjálft, að föndrið yrði aðaluppsitaðan svo og kennsla í leikformi. Siðgæðisleg- ar umgengnisvenjur yrðu kenndar bæði í leik og í sögum. Vísur og kvæði yrðu kennd með söng. Vil ég í því sambandi benda á þá hvim- Þa8 þýðir ekki að ætla börnum mikið bóklegt efni á fyrsta skeiði skóla- göngunnar. Þau verða að fá að leika sér mikið, enda geta leikir og íþróttir verið þroskandi og lærdómsrikt engu síður en bókvitið. leiðu aðferð að kenna kvæði með yfirheyrsluaðferð. Þannig aðferðir eiga algerlega að hverfa, en í stað- inn að nota söng og músík við kennsluna. Ef við lítum á málin við 7 ára aldur eða um það bil sem fræðsluskyldan byrjar, tel ég að börnin ráði alveg við þær kröfur, sem gerðar eru til þeirra og þyrfti því ekki að slaka á bóklegu kennsl- unni. 2. Með samanburð við aðrar þjóðir, t.d. Bretland og Þýzkaland, finnst mér helzt vera lögð of lítil rækt við reikninginn. Hinar grein- arnar tel ég að standi fyrir sínu. 3. Tungumálanám ætti alls ekki að byrja seinna en við 11 ára ald- ur, taka eitt mál fyrir í byrjun, t.d. ensku, og síðan gefa nemandan- um tækifæri til að velja sér annað tungumál. Á þessu tímabili lengist skólatíminn vegna lesgreinanna. Þrátt fyrir það finnst mér hann vera of stuttur. Skólinn á að vera virkari uppeldisstofnun. Það væri ekkert á móti þv( að hafa hann frá kl. 9 árdegis til 4 síðdegis. Auðvitað yrði það ekki allt nám heldur einnig tímar til að leika sér. Með þessu ætti einnig að vera hægt að leggja niður alla heimavinnu. En til þess að þetta geti komizt á, þurfum við mun stærri og fleiri skóla, þannig að fjárhagsins vegna verður sennilega bið á því. 4. Ur því að stjórnarskráin segir, að hin evangelíska lútherska kirkja skuli vera þjóðkirkja, finnst mér sjálfsagt og eðlilegt, að skólarnir kenni meginatriðin í kenningum Jesú Krists. Sú fræðsla þyrfti þó ekki að taka nema einn vetur. Fyrir ferminguna á svo presturinn að taka upp öfluga kristindómsfræðslu, sem fer fram í kirkjunni eins og nú er. Fermingaraldurinn ætti þó að færast aftur til 16 ára. Þó er ein- staklingurinn orðinn sjálfráða og getur sjálfur svarað, hvort hann vill ganga í hið kirkjulega samfélag. Undir það þyrfti skólinn þá að vera búinn að búa hann. Vegna þeirra ákvæða stjórnar- skrárinnar, að trúfrelsi skuli vera á íslandi og fræðsla er fyrirskipuð í skólum í kristnum fræðum, ætti líka að fræða nemendurna um önnur trúarbrögð og megininntak þeirra. Hér á ég þó ekki við, að jafna bæri þeirri fræðslu við kristin fræði, eða rýra þau á nokkurn hátt, heldur aðeins að gefa nemendum innsýn í þann heim, sem framandi trúarbrögð segja um. 5. Undir öllu námi verður að vera viss grundvöllur til að annað nám geti átt sér stað, svo sem reikn- ingur, landafræði mannkynssaga o. fl. Þetta námsefni verða allir að til- einka sér áður en haldið er út í frekara nám. Þegar grundvöllur er kominn undir það, á að gefa nem- endum valfrelsi í greinum með til- liti til áhuga þeirra og hæfileika að sleppa þá öðrum greinum, sem ekki koma áhugasviði þeirra við. 7. Kennarar eru misjafnir eins og aðrar stéttir og tel ég því, að það væri alrangt að gefa þeim vald til að ákveða, hve mikið er farið yfir af námsefni. Þess í stað þyrfti einhvern ákveðinn standard, sem miða mætti við. En frá mínu sjónarmiði er ekki nauðsynlegt, að allir bekkir fari jafnhratt yfir náms- efnið. Lestrarefni, sem taki beztu bekki t.d. tvö ár, væri e.t.v. heppi- legra að lakari bekkir fengju þrjú ár til að glíma við. 8. Vissulega á að kenna um kyn- ferðismál í skólum, en það á alls ekki að hafa sérstaka tíma fyrir þá kennslu. Heilsufræðitímarnir hafa stundum verið teknir í þágu þess- arar fræðslu, en það er ekki heppi- legt. Taka ætti upp í skólum fræðslu um félagsfræði fjölskyldu- mála, og innan þess ramma kæmu kynferðismál sem einn liður. Þessi mál eru sannarlega aðkallandi hér á landi, þar sem annar hver frum- burður, sem fæðist, er óskilgetinn, og 40% allra mæðra óskilgetinna frumburða eru á aldrinum 15—19 ára. Fræðslu í kynferðismálum ætti ekki að taka upp seinna en við 14 ára aldur. VIKAN 40. tbl. Jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.