Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 20
Napóleon var einn þeirra, i>
sem slapp undan hinum hefni-
gjörnu Prússum, þótt svo hann
yrði að skilja eftir einkavagn
sinn, sem var ásamt öðru fermd-
ur meS miklum fjársjóði dem-
anta.
WATERLOO
ar yfir Sambre og sópuðu burt þeim
prússnesku framvörðum, er reyndu
að þvælast fyrir þeim. Napóleon
hafði skipt liðinu í tvær meginfylk-
ingar og beindi sókninni í áttina
að Brussel. Um kvöldið, þegar hann
stöðvaði herinn til næturhvíldar,
var hann þegar kominn góðan spöl
framhjá Charleroi. Keisarinnsnæddi
kvöldverð með Ney marskálki og
fór svo að hátta.
Draumspakur hefði hann mátt
vera hefði honum í svefninum boð-
ið í grun, hve langt komnir and-
stæðingarnir voru með að færa hon-
um sigurinn í hendur, annar með
of miklu óðagoti en hinn með ívið
mikilli varúð. Blucher var röskleika
gamalmenni og óður í blóð og bar-
daga. Hann hafði þegar látið meg-
inhluta liðs síns, um áttatíu og þrjú
þúsund manna, sækja langt fram
úr Bretunum. Napóleon hefði ekki
þurft að gera nema eitt myndar-
legt áhlaup til að gera út af við
Prússana áður en bandamenn
þeirra gætu komið þeim til hjálp-
ar. Wellington tók hinsvegar líf-
inu rólega í Brussel og beið nónari
upplýsinga af framsókn Frakka.
Honum var miög [ mun að bægja
öllum ótta fró íbúum hinnar belg-
fsku höfuðborgar, og því skrýdd-
ust hann og aðstoðarforngjar hans
viðhafnarbúningum og maettu f dýr-
legri veizlu, sem hertogaynjan af
Richmond hélt. Um miðnætti frétti
Wellington, að Napóleon stefndi til
Brussel og væri kominn miklu
lengra áleiðis en búizt hafði verið
við. Hertoginn skipaði þá liðsfor-
ingjum sfnum hverjum á sinn stað
og sagði við hertogann af Rich-
mond: „Napóleon hefur leikið á
mig, sá skratti! Hann hefur haft af
mér tuttugu og fjórar klukkustund-
ir". Gestgjafi hans spurði hvað nú
væri til ráða og Wellington svar-
aði: ,,Ég hef skipað hernum að
safnast saman á Quatre Bras. En
við stöðvum hann ekki þar; við
berjumst við hann hér". Hann vék
sér að landabréfi á veggnum og
benti á hæðarhrygg rétt sunnan við
þorpið Waterloo.
Að morgni þess sextánda steig
Napóleon á bak hesti sínum, er
Desirée hét, og þeysti af stað til
að kanna liðssafnað Prússa. Hann
sá að hann hafði lið miklu meira
og ákvað auðvitað að neyta þess.
Ney marskálkur skyldi hertaka hin
mikilvægu gatnamót við Quatre
Bras og ráðast síðan á Prússana
fró hlið. Seinna myndu þeir svo
dusta Wellington til.
Nálægt nóni hóf Napóleon ó-
hlaupið með um þrjótíu og fimm
þúsund manna liði. Barizt var af
mikilli grimmd, enda var ætlunin
að greiða prússneska hernum slfkt
högg, að hann þyrfti ekki fleiri.
Frakkar hröktu Prússa að vísu strax
úr nokkrum framvarðarstöðvum, en
engu að síður dróst orrustan fram
eftir kvöldi. í bænum Ligny var bar-
izt um hvert hús og limgerðin og
trjógarðamir í nágrenninu ötuðust
blóði og reyk.
Á meðan hafði átta þúsund
manna lið niðurlenzkt tekið sér
stöðu á Quatre Bras til að taka á
móti Ney, sem þangað var vænt-
anlegur með nærri þrefalt fleira
lið. Wellington var sjólfur þangað
kominn, en næstu brezku hersveit-
irnar voru hinsvegar nokkurra
klukkustunda göngu í burtu. En
Ney var var um sig. Hann þekkti
vel það bragð Wellingtons, að hafa
meginhluta liðstyrks síns í felum
þangað til á úrslitastund. Frakk-
arnir. sóttu því fram með ftrustu
varúð. Það var ekki fyrr en hálf
þriú síðdegis, að framvörðum Neys
lenti saman við Hollendingana og
Belgana á engjunum og skógunum
utan við þorpið. Orðstír Welling-
tons, en ekki her hans, hafði hald-
ið krossgötunum fyrir Frökkum all-
an fyrrihluta dagsins.
Niðurlendingarnir vörðust Ney af
mikilli hörku, en voru þó að því
komnir að gugna fyrir ofureflinu
er fyrstu brezku hersveitirnar komu
á vettvang. Forustu þeirra hafði á
hendi einn bezti liðsforingi Well-
ingtons, Sir Thomas Picton, sem allt-
af var klæddur gömlum yfirfrakka
og pfpuhatti, hvort heldur var í
borgaralegri tilveru eða á vígvelli,
„mesti ruddi og blótkjaftur, sem
nokkru sinni hefur verið uppi", eftir
því sem Wellington sagði. Þessi
vígfúsi sérvitringur hafði f sinni
fylgd meðal annarra þrautreynda
garpa úr spænska stríðinu og
skozka Hálendinga, sem gengu f
orrustuna við sekkjapípuundirleik.
Þeim tókst um sfðir að stöðva sókn
Neys.
Honum hefði þá ef til vill tekizt
að rétta við bardagann og rjúfa
herlínu Wellingtons, ef hroðalegt
glappaskot af Frakka hálfu hefði
ekki verið gert í þessari svipan.
Tuttugu þúsund manna lið undir
stjórn d'Erlons greifa var á leið til
stuðnings við Ney, þegar einn her-
ráðsforingja Napóleons stöðvaði
það og beindi því óleiðis til Ligny,
en þar var þá orrusta sem hörðust.
Gerði herróðsforinginn þetta án
þess að nokkur skipun frá Napó-
leon kæmi til. D'Erlon ótti skammt
ófarið til Ligny þegar honum var
sagt að snúa aftur til Quatre Bras
— Prússar væru þá þegar sigraðir.
En þegar d'Erlon loks nóði til Quatre
Bras, var viðureigninni þar einnig lok-
ið þann daginn. Hefði liði greifans
verið beitt á öðrum hvorum vígvellin-
um, hefði keisarinn líklega getað hrós-
að fullum sigri þegar þetta kvöld.
Við Ligny gerði Keisaralegi lífvörð-
urinn, sem var einvalalið, úrslitaat-
löguna. „Sá fyrsti, sem færir mér
fanga, verður skotinn", spgði yfirmað-
ur lífvarðarliðanna, Roguet hershöfð-
ingi, áður en lagt var til atlögu, og
miskunnarleysi átakanna varð eftir
því. Prússarnir urðu um síðir að hörfa.
Rigning með þrumuveðri skall á og
gegnbleytti púður hermannanna, en þá
var gripið til byssustingjanna. Prússar
20
VIKAN 40. tW.