Vikan

Tölublað

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 12

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 12
ÞARF BYLTINGU Í SKÓIAMÁLUM GUÐRÍÐUR ÞÓRHALLSDÓTTIR kennslukona 1. Börn eru mjög misi'afnlega þroskuð, þegar þau koma í fyrsta sinn í skóla. Um það bil helming- urinn er þá sennilega tilbúinn að tileinka sér bóklegt nám. Hitt er svo annað, að hendurnar eru ekki nógu þiálfaðar á þessu aldursskeiði. Þau eiga oft í erfiðleikum með að lita eða klippa. Þess vegna er það mik- ilvægt að þjálfa það vel. Þá finnst börnum á þessum aldri ákaflega gaman að fá að móta eitthvað, sjá eitthvað vaxa. 2. Ekki myndi ég telja, að móð- urmólskennslan væri vanrækt. En meira mætti æfa talmálið. Það kemur oft og iðulega fyrir, að 7 ára börn koma í skólann illa tal- andi. Það þarf að segja meira af sögum og láta börnin sjálf segja frá sögum og ævintýrum. Nú hlusta þau ekki lengur á útvarp, nema 3eSfí»f- , • ;i þá helzt barnatímann, en eyða þess í stað timanum yfir siónvarpinu og útkoman verður tæpitunga og er- lendar slettur. 3. Námsefni 9 ára barna er frem- ur lítið. Það mætti þeim alveg að ósekju, veita kerfisbundna undir- stöðu í lesgreinunum í átthagafræði- formi. Annars eru margar þær bæk- ur, sem eru ætlaðar sem kennslu- bækur í lesgreinunum alls ekki við barna hæfi. Þar þyrfti sannarlega úrbóta við. Svo er annað, ef einhver hefur áhuga á að leita sér frekari þekkingar en í kennslubókinni stendur, hvar á hann þá að gera það? Okkur vantar fleiri bækur til hjálpar við áframhaldandi nám og þekkingaröflun. Sumir segja, að til að nema er- lend tungumál þurfi íslenzkukunn- áttan að vera í góðu lagi. Ekki skal ég leggja dóm á það, ég ólít, að hægt sé að kenna börnum tungu- mól, svo að gagn sé að. Til eru á Norðurlöndum miög góðar bækur í lesgreinunum, þannig að börnin ættu að geta leitað þangað til frek- ari fróðleiksöflunar, ef þau kunna eitthvað í Norðurlandamálunum. Eitthvert Norðurlandamálanna þyrfti að kenna þeim, svo og ensku. Meira væri ekki rétt að ráðast ( til að byrja með. 4. Samkvæmt námslögunum skal kennari kenna kristin fræði. Þau fræði eiga að vera hvort tveggja í senn, kristin fræði og siðfræði. Hinn almenni kennari getur mjög vel stuðlað að þessari fræðslu í skól- unum. Hins vegar mættu prestarn- ir koma í skólann stöku sinnum og ræða við börnin. 5. Höfuðáherzla á að vera á móð- urmálskennslunni, bæði sem talmáli og ritmáli. T.d. er ekki nærri nógur lestur í 12 ára bekkjum. Þá finnst mér nóttúrufræði vera mjög van- rækt. Með þeirri lengingu skóla- tímans, sem nú er verið að koma á, mætti nota haustið til kennslu í grasafræði. Við Reykvíkingar eigum gózenland í þeim efnum, það er Heðimörk. Þær plöntur, sem nem- endur mínir söfnuðu þar síðastliðið „Skólar eiga ekki fyrst og fremst að stefna að því að búa menn undir lífsbaráttuna heldur eiga þeir aö auðvelda nemandanum að njóta þeirra gæða, sem lífið hefur uppá að bjóða. Menntunín ætti fyrst og fremst að miða að því að laða fram og rækta það mennska í hverjum einstaklingi." (Sig. A. Magnússon). haust, entust langt fram á vetur til rannsókna. Eðlis- og efnafræðikennslu mætti byrja miklu fyrr á. Þar gætum vlð tekið okkur erlendar þióðir til fyr- irmyndar, bæði hvað snertir kennsl- una sjálfa og áhöld til hennar. Á barnaskólastiginu eru börnin alls ekki nógu þroskuð til að geta notið valfrelsis í greinavali. En í gagnfræðaskólunum væri það mjög heppilegt. Það er eitt sem ég vil láta fella algerlega niður, og það er heima- nám. Kennari getur alls ekki sagt nemanda sínum að lesa svo og svo mikið heima og krafizt þess svo af honum að hann kunni það nætsa dag. Heimilisástæður geta verið svo erfiðar, að það geri nem- andanum illa kleift að sinna heima- námi að gagni. En heimalesturinn verður ekki hægt að leggja niður, fyrr en skólinn fær aðstöðu til að hi'álpa nemendunum með það, sem þeir þurfa með. 7. I nómsskránni er ætlazt til lág- marksþekkingar af nemendum. Það er só standard, sem þjóðfélagið æskir eftir að allir hafi Síðan er hægt að bæta við eftir greind og getu nemenda. Ef bekkurinn vill staldra við eitthvað ókveðið efni, ó kennarinn að lóta það eftir. Það er hver bekkur, sem mótar kennsluna, þótt kennarinn ætli sér að halda sínu striki. Bekkurinn segir sjálfur til um, hve hratt skuli haldið. Námsskráin er að vissu leyti þarfaþing, en hún er þó ekki ann- að en beinagrind, sem kennarinn klæðir holdi og blóði. Og enginn kennari ætti að binda sig algerlega við hana. 8. Fræðsla um kynferðismál er lítillega gefin út í 12 ára bekkjum. Bezt er að hafa hana í heilsufræði- tímunum, og væri miög æskilegt að hafa lækni og hjúkrunarkonu með í ráðum. Þessi mál hafa verið alger feimnismál fram til þessa, jafnvel þótt allir sjái, hve nauðsynlegt er að veita fræðslu um þau. Mörg heimili veita alls enga fræðslu um þau en ætla skólanum að sjá um hana. í heild myndi þjóðfélagið græða mikið á því, ef þessi fræðsla væri aukin og henni gefinn meiri gaumur. SIGURÐUR A. MAGNÚSSON rithöfundur 1. Eg held aðföndur sé heppilegra til að vekja og halda áhuga barna í byrjun skólagöngu. Það má kenna börnum æði margt „bóklegt" með föndri einu saman. 2. Mér skilst að móðurmólskennsl- an sé vanrækt í þeim skilningi, að ekki fer fram lifandi kennsla í móð- urmálinu, t.d. með lestri og skýr- ingum úrvalsbókmenntd (sem að sjólfsögðu séu miðaðar við hvert aldursskeið), heldur er ranglega lögð megináherzla á ítroðslu stein- dauðra og ófrjórra mólfræðiatriða. Það getur aldrei orðið of mikið af góSri móðurmólskennslu. Skrift mætti gjarna kenna fyrr og betur en nú er gert, og börn hafa yfir- leitt snemma áhuga á reikningi, svo sjálfsagt er að kenna hann vel og snemma, einkanlega þar sem skóla- ganga hérlendis hefst einu eða iafn- vel tveimur árum síðar en víða annarsstaðar. 3. Ætli sé ekki tímabært að hefja kennslu í lesgreinum á þriðja skóla- ári, eftir að börnin hafa fengið sæmilega munnlega kennslu í því helzta sem þörf er ó, áður en farið er að nota kennslubækur, svo sem í lestri, skrift, reikningi og ýmiskonar föndri. Erlend tungumál eróþarftað kenna í barnaskólum og oft bein- línis skaðlegt, t.d. þegar í hlut eiga tornæm börn sem eiga jafnvel erf- itt með að tileinka sér móðurmóls- kennsluna. 4. Kristindómsfræðslan á hiklaust að fara fram í skólanum, og helzt ætti hún að vera í höndum presta, eða þá trúaðra kennara. Kristin- dómsfræðsla trúlausra kennara er bæði fáránleg og vansæmandi. 5. Ég tel valfrelsi í nómsgrein- um ekki eiga að koma til grena fyrr en í gagnfræðaskóla, og þá 12 VIKAN 40. tW.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.