Vikan

Tölublað

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 21

Vikan - 07.10.1965, Blaðsíða 21
Prússarnir voru lengi á leiðinni fró Wavre, en snomma um kvöldið voru þeir þó farnir að lúta fyrir alvöru að sér kveða í orrustunni. Þeir tóku þorpið Plancenoit og var þá ekki ann- að sýnna en þeim tækist að komast að baki meginhers Frakka. O Ney marskálkur komst einnig til Parísar, en fáum mánuðum síðar létu Búrbónar, sem þá höfðu tekið völd í landinu, taka þennan hjarlaprúo'a dreng af lífi. „Gamli lífvörðurinn deyr en gefst aldrei upp". Og þeir dóu og bættust í val fimmtíu þúsund Frakka, Breta, Prússa og Niðurlend- inga, sem létu líf sitt í þessari siðustu stór- orrustu Napóleonsstyrjaldanna. O voru þá komnir að niðurlotum og Frakkarnir stungu þá niður ( hrönnum. Hestur Bluchers var skotinn undir honum, og hinn vígdjarfi öldung- ur var borinn rotaður af vígvellinum. Formaður prússneska herróðsins, August von Gneisenau, tók þá ókvörðun, sem réði miklu um úrslit styrjaldarinnar. í stað þess að hörfa til stöðva þeirra, sem Prússar höfðu komið sér upp aust- urfrá við Namur og Liége, lét hann herinn halda undan norður eftir til Wavre, skammt fyrir aust- an Waterloo, þar sem skammt var til stöðva Breta. Þangað var Blucher einnig borinn. Eftir að hellt hafði verið ofan í hann gini og heitri kálsúpu, rétti hann við og tók við stjóm liðs slns. Napóleon var nú tekinn að þreytast á öllum hamaganginum og auk þess sannfærður um að sigurinn væri þegar hans, enda elti hann óvin- ina af lítilli ákefð er birti af morgni þann seytjánda júní. Þegar Emmanuel Grouchy hers höfðingi spurðist fyrir um skipanir, hreytti keis- arinn út úr sér: „Ég gef skipanir þegar mér sjálfum sýnist". Og þegar að því kom að Grou- chy fengi skipanir, voru þær meira en lítið vafasamar. Napóleon taldi að Prússar myndu hörfa austureftir til Meuse og sendi Grouchy að elta þó með þrjátíu og þrjú þúsund manna liS. En þar eð Prússarnir höfðu hörfað í allt aðra átt, komu menn Grouchys aS engu haldi í þeim bardögum, sem á eftir fóru. Wellington hafði enn ekkert frétt af ósigri Framhald á bls. 30. ¦¦¦**»>,... ;^*öíi^ &#S$S$F y* fe«s§»,. «s :|;1|

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.