Vikan

Tölublað

Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 6

Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 6
AVON VEKUR FEGURÐINA AF DVALA ALLA ÞÁ FEGURÐ, SEM ÞÉR VISSUÐ AÐ ÞÉR ÁTTUÐ. Hulin fegurð, sem þér vissuð að þér áttuð, kemur í ljós við snertingu Avon. Blómstrar við snertingu Avon makeup. Springur út við hlýju hinna nýju varalita og naglalakka.... Og svo að lokum gerir Avon augna makeup fegurð yðar fullkomna. Það geta allir séð. Það þarf Avon töfra til að fegurðin líti dagsins ljós. Avon LONDON cosmetics NEWYORK PARIS DÝRT í BÍÓ. Stykkishólmi. Kæri Póstur! Viltu svara nokkrum spurning- um fyrir fávísan Viku aðdáanda? Það er í sambandi við bíóin. 1. Er hægt að skipta á auglýstri mynd og annarri, (sem maður hefur kannski alls ekki ætlað að sjá) án þess að láta bíógesti vita fyrr en myndin birtist á tjald- inu? Það hefur skeð hér. 2. Er hægt að selja sæti á 35 kr., sem annað hvort er arm- laust, fótalaust, eða bara yfirleitt vonlaust? Það kemur fyrir hér. 3. Þarf fólkið í höfuðstaðnum að hafa afþurrkunarklúta með sér til þess að þurrka af sæti sínu? Það er oft nauðsyn hér. 4. Er leyfilegt að hækka miða- verð vegna þess að íslenzkur texti er inn á, er það bara ekki verðandi þjónusta? 5. Hvað er venjulegt verð í al- menn sæti? Síðustu 3 skipti sem ég hef farið í bíó hérna, kostaði það 35 kr. 6. Er skylda að hafa verð mið- ans prentað á? Slíkt þekkist ekki hér, enda er varla hægt að vita hvað kostar í bíó fyrr en komið er í miðasöluna. 7. Eru virkilega ekki ákveðn- ar reglur um hvenær hækka má miðaverð? Eða er bara farið eft- ir duttlungum eigendanna? Þurfa eigendur að borga skemmtanaskatt af hverjum miða sem selst? Vonast eftir góðu svari. S. R. 1. Hafi auglýsingin komið rétt fram, eins og auglýsandinn ætl- aðist til, er óverjandi að sýna ekki þá mynd, sem gestirnir hafa borg- að sig inn á, og víðast hvajr myndu menn ekki láta bjóða sér það bótalaust. 2. Samkvæmt verðlagsreglum er yfirleitt ekki hægt að selja nein bíósæti fyrir 35 krónur. Bil- aðir stólar teljast ekki til sæta. 3. Kvikmyndahús Reykjavíkur eru það tíðsetin, að á þau fellur ekki ryk, og þrifnaður er hafður þar mjög í hávegum. Það er meira að segja krafa heilbrigðis- eftirlitsins, að húsin séu þrifin milli sýninga, þótt sýnt sé 3, 5, 7 og 9. 4. Sé íslenzkur texti á mynd- inni, má miðaverðið vera 5 krón- um hærra en venjulega. 5. Hámarksverð í almenn sæti, þegar ekki er íslenzkur texti á myndinni og sýningartími er inn- an við 105 mínútur, er 24 krónur í almenn sæti. Sé sýningartími myndarinnar yfir 105 mínútur (1 klst. 45 mín.) er hámarksverð í sæti 34 krónur. Sé íslenzkur texti í myndinni, hækka bæði þessi verð um 5 krónur (verða 29 kr. og 39 kr.). 6. Skilyrðislaus skylda er að prenta verð miðanna á þá. 7. Þessari spumingu hefur þeg- ar verið svarað hér að framan. Miðaverð í kvkmyndahús er al- gerlega háð verðlagseftirliti. Eigendur kvikmyndahúsa þurfa að borga skemmtanaskatt af hverjum seldum miða. Með kærri kveðju og von um góða skemmtun í þægilegum, hreinum stólum, með bæði örm- um og fótum — á réttu verði. FÁVÍS í GÆSALÖPPUM. Háttvirti Póstur! Tilefni þess, að ég sting niður penna, er grein sem birtist í Vik- unni 19. ágúst síðastliðinn og heitir: „Hve langt nær þolinmæði náungans“? Hafði ég út af fyrir sig gaman af að lesa þessa grein, eins og margt annað, sem bæði er fróðlegt og skemmtilegt í Vikunni. En það var eitt sem ég hnaut um í niðurlagi grein- arinnar: ,,En þarna kemur ein- hver fávís sveitamaður, sem ekk- ert veit í sinn haus, og fólk hef- ur ekki brjóst í sér til að vísa honum frá. Svo hefur kannski einhver hugsað, að eitthvað væri athugavert við heilasellurnar í honum þessum, og ekki hefðu allar dyr verið traustlega lokað- ar á Kleppi“. Maður sem svifi á bláókunnugann náungann um hvers kyns upplýsingar. (Svo ég noti ykkar orðalag): Hvað klukk- an væri, hvort hann ætti eld, hvort mætti bjóða honum í bíó eða jafnvel biðja hann um að fara inn í banka og skipta seðl- um og reyna að halda náungan- um á snakki með því t.d. að láta vðurkenningar orð falla um úrið hans, gæti ekki verið heilbrigð- ur Reykvíkingur. Það er því (að- eins) tvennt til, Kleppssjúkling- ur eða sveitamaður. Það er ekki g VIKAN 41. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.