Vikan

Tölublað

Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 18

Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 18
ÞARF BYLTINGU Í SKC Ag nú komum við að v þriðja og síðasta þættinum um skóla- mál. Áður höfum við rætt um skólakerfið og námsefnið en nú snú- um við okkur að sjálfri framkvæmd kennsl- unnar, kennsluaðferð- um. Kennarar eru mjög umdeild stétt, enda eV foreldrum að sjálf- sögðu ekki sama, hvernig umönnun börn þeirra fá í skólanum. Það er því álitamál, hvort kennarinn á ekki að hafa meira samband við foreldrana en gert er. Og hversu langt má strangleiki hans ganga? Ekki er heldur sama, hvaða aðferðum er beitt við námið og verklegar aðferðir eru að vinna á. Þá kemur kristnifræðikennsla einnigviðsögu á þessu stigi málsins og ýmis- legt fleira. Eins og í hinum þáttunum eru það fimm manns, sem svara spurningunum, sem eru 6 að tölu. Þau eru: Jónas Pálsson, sál- fræðingur, Helga Magn- úsdóttir, skólastýra, Ingimundur Þorsteins- son, kennari, Reynir Guðnason, kennari og Steinar J. Lúðvíksson, kennari. f ÞESSUM ÞRIÐJA OG SÍÐASTA ÞÆTTI ERU ÞAÐ MESTMEGNIS KENNARAR, SEM SVARA SPURNINGUNUM. ÞAÐ, SEM FLESTIR ÞEIRRA HALDA FRAM VIÐVÍKJANDI KENNSLUNNI ER AÐ AGINN ER FYRIR ÖLLU 3. og síðasti hluti. Kennsluaðferfiir 1. Hvaða aðferð teljið þér, að nota eigi á fyrsta skeiði kennslunnar? Á hún að fara fram í leikformi, söguformi eða hvernig? 2. Hvaða lestraraðferð viljið þér, mæla með við kennslu? Hljóðlestri, stafaaðferð eða orða og setningaaðferðinni? 3. Hvernig finnst yður, að kennarinn eigi að koma fram við nemendur? Á hann að vera strangur, vægur eða mitt á milli? Teljið þér, að hann eigi að hafa samráð við foreldra um til- högun kennslunnar? 4. Teljið þér heppilegt að fara eftir reynslu annarra þjóða í kennsluaðferðum? Hvaða þjóða þá helzt? 5. Á hvaða kennsluformi hafið þér mest álit? Velglegu eða starfrænu námi, þar sem nemend- urnir e*\i virkir, fyrirlestanámi, þar sem kennar- inn talar en nemendurnir hlusta og skrifa niður punkta, viljið þér hafa spurningaform, þar sem kennarinn spyr og nemendurnir svara eða hvern- ig viljið þér haga kennslunni? 6. Viljið þér hafa kristindómsfræðslu frá sögu- legu, trúarlegu eða siðfræðilegu sjónarmiði?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.