Vikan

Tölublað

Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 49

Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 49
Ég held ég sleppi því að nafn- greina einhverjar þjóðir I þessu sam- bandi. Það er sama hvaðan gott kemur. 5. Allt á þetta rétt ó sér og hent- ar mismunandi vel eftir því, hve langt kennslan er ó veg komin og hve mikil námshæfnin er. Kennsl- an þarf að vera sveigjanlegri og fjölbreytilegri en tíðkazt hefur, með því að samræma alla þessa þætti. Starfræn kennsla er mjög æskileg og má útfæra hana á marga vegu. í framhaldsskólum mætti til dæmis byggja kennsluna upp á þann hátt, að fyrst væri haldinn fyrirlestur, sið- an yrðu spurningar og svör úr efn- inu og loks skiptu nemendur sér í hópa og ynnu áfram að verkefninu eða að einstaklingar störfuðu að því einir sér. Á þessu eru þó ýms- ir vankantar enn sem komið er, bæði vegna skorts á kennslubókum og húsnæði. 6. Hvað hlutverki skólans við- kemur myndi ég telja að kristin- dómsfræðslan hlyti að mestu að verða frá siðferðislegu og sögu- legu sjónarmiði. Hið trúarlega yrði frekar verkefni heimila og kirkju. Það væri annars gaman að spjalla um mína persónulegu reynslu af trú, en til þess er ekki staður né stund. Hvernig sem á því stendur fullnægja trúarbrögðin ekki and- legum þörfum manna í dag með neitt svipuðum hætti og virðist hafa verið áður. Þetta á að ég held ekki aðeins við um kristna trú, heldur öll helztu trúarbrögðin. Hvort hér er um stundarfyrirbæri að ræða er erfitt að segja. — Ég verð t.d. að segja, að mér virðist fermingin skipta sáralitlu í andlegum þroska- ferli flestra barna, nú til dags mið- að við það sem ég held að áður hafi verið. Fermingin virðist nú að langmestu leyti ytri veraldleg at- höfn í lífi flestra barna, sem ekki skilji eftir dýpri spor ( andlegum þroska þeirra. Me Me and a Je Je Framhald af bls. 11. — Andskotinn. — Á að taka þetta sem boð? spyr hreppsstjórinn. — Nei en þetta máttu bóka sem boð, fimmtán hundruð. — Þá held ég þú megir eiga hrússa, segir Gvendur og glottir. — O farðu nú grábölvaður. — Híh-híh, hræddur um að þú hafir keypt þennan pésann full- dýrt nafni minn. — Fimmtán hundruð krónur í fyrsta annað og þriðja sinn, segir hreppsstjórinn og potar ( hrútskæk- ilinn með svipuskaftinu. Kaupand- inn dregur hann ( dilk sinn í fússi. Menn brosa í kampinn. Harður axsjónamaður Gvendur. Og sleipur þó. Birtu er tekið að bregða. Niður fljótsins hefur þyngzt. Miður aftann. Hann gengur um dilkinn sinn og skoðar féð. Nemur staðar, setur OMEGA - Constellation OMEGA úrin Constellation og Seamaster eru með dagatali, sjálftrekkt, vatnsþétt, seg- ulvarin og höggþétt. Hvert einstakt úr er ná- kvæmlega rannsakað og fer ekki á markað, nema fyllilega megi treysta því. Þetta er gjöf, sem sérhver karlmaður er stoltur af. hendurnar í buxnavasana, stígur fram á annan fótinn, kiprar augun, — húfan ofan í augum, — japlar hægt í sölnuðu strái og horfir á'ðað. Það er vænt, alveg er'ða rígvænt. Þær eru ásetningslegar gimbrarn- ar. Féð lætur hann ekki styggja sig. Það þjappar sig upp að veggj- unum og jótrar. Jarmur þess er hljóðnaður. Hann tekur það í hend- urnar, kind eftir kind, eltist ekki við það heldur grípur það einsog af tilviljun á gangi sínum; leggur vinstri hendina á bóginn framan- verðan og stýrir því að hné sér, — gefur því ekki tilefni til að sprikla neitt, — það varla veit að því er haldið. Svo fer hann með hægri hendna ofaní hrygginn á því, lyft- ir kannski undir kviðinn, kíkir kannski undir efri góminn, kannski einsog strýkur af handarbakinu á ullinni. Sleppir. Horfir á eftir því. Asskoti er'ða vænt. — Sæll ver'ann Jón. Hann skýtur augunum á komu- mann upp undan húfuderinu, geng- ur til,skref hans eru þétt og hljóðlaus, — tekur höndina uppúr vasanum og réttir hana útundan sér yfr milligerðina. Horfir á féð. Hummar í kveðjuskyni. — Það er verið að skoða'ða? — Ojú, víst er maður að lít'á'ða sosum. — Það er vænt hjá þér. — Ojæja, ætli það sé nú sosum nokkuð nema sem á að sér að vera. — Jú það er vænt. Alveg ríg. Þeir þegja báðir stundarkorn. Horfa á fínlega goluna leika í ull fjárins. — Hann er góður, svalinn. — Ojá, víst er það. — Bjartur til fjallanna núna. — Fjallanna? Já hann er það. — Hann reif af sér ólundina upp- úr hádeginu. Það er löng þögn. Það er söng- ur, svali, bláfjöll, jarmur, hlátrar og niður af streymandi jökulvatni. Þeir standa uppvið milligerðina og horfa niður, annar til hægri, hinn til vinstri. Komumaður fitlar við baukinn sinn. Svo segir hann einsog við baukinn: — Hvenær heldurðu að þú leggir með'ða ( húsið? — O, é'veit það ekki. Svei mér þá ég veit'ða ekki. Það er aftur þögn. Þá segirkomu- maður, aftur við baukinn: — Heldurð'ekki þá létir eitthvað af þessu á fæti ef maður ætti nú peninga? Eitthvað dálítið af'ðí ef maður ætti þá beinharða? — Ætli maður ekki skilji bara hreinlega við'ða, ef maður er að því á annað borð, held ég. — Það mundi verða gert vel við það hjá manni, ekki skaltu ugga um það. — Nei, það veit ég sosum, mað- ur þyrfti ekki að vera hræddur um það í Selárdal. — Nei, það held ég ekki. — Nei, það er víst nokk. Aftur þögn. — Hvað heldurðu þú gerir við þann bleikskjótta? — O, é'veitþakki, ég veit það svei mér ekki. — Ef þú hefðir hugsað þér að koma honum í fóður. .. — O, ætl ekki maður skilji bara hreint við'ða. Það held ég helzt. — Það er náttúrlega alltaf hrein- legast, það er ekki það. VIKAN 41. tbl. ^0

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.