Vikan

Tölublað

Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 21

Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 21
eiga að sjá um kennsluna í skólanum. Síðar komur samvinna beggia að- ila til greina. En kennarinn verður ætíð að vera ákveðinn í öllum sam- skiptum sínum við foreldrana og ekki að vera bundinn í þeirra tjóð- urband. 4. Kennarinn þarf að vera vel vakandi yfir reynslu annarra þjóða í kennslumálum. Svo er það hans að ákveða, hvort hann notfærir sér þær aðferðir eða lætur þær sig ekki skipta. Islenzkir kennarar hafa sýnt kennslumálum mikinn áhuga. Sést það bezt á því, hve vel þeir hafa, oft af miklum vanefnum, sótt námskeið bæði innanlands og ut- an. En kennarinn þarf ávalltaðvera viðbúinn því að tileinka sér nýjar aðferðir eða þá að sannfærast bet- ur um ágæti sinnar eigin aðferð- ar. Þær þjóðir, sem helzt mætti sækja Framhald á bls. 45. Margir kennarar hafa tekið upp verklegt eða starfrænt nám í sínum bekkjum og telja það gefast vel. Svokölluð flokkavinna er einnig að ryðja sér til rúms, en þar fá 5 eða 6 börn verkefni, sem þau vinna, svo sameiginlega að, svipað og sést hér á myndinni. JONAS PÁLSSON sálfræðingur 1. Allt, sem er skemmtilegt, er börnum leikur. Þessvegna er æski- legt, að verkefni, sem börnum eru fengin veki áhuga þeirra og sjálf- kvæma athafnalöngun. Aðalatriði hér verður því viðhorf barnsins til námsins og hinsvegar kennslutækni og persónuleiki kennarans. Atthaga- fræðileg kennsla er að. þessu leyti mjög heppileg. En varast skyldi að yfirdrífa leikinn í náminu — hann getur orðið að skálkaskjóli fyrir fúsk og innihaldslaust tildur, sem enga merkingu hefur. Börn þurfa og vilja læra að vinna ákveðin störf, markvisst og af vandvirkni. Engin þessara aðferða er ein- hlít. Kennsluaðferð og námsefni markast öðru fremur af þroska barnsins, sem aftur er sprottinn af eðlislægri gerð þess, uppeldi og fræðslu. Finni barnið getu sína við verk- efnið, kemur áhuginn af sjálfu sér, jafnvel þótt kennslan sé ekki með leiksniði. 2. Ég tek enga þessara aðferða einhliða fram yfir aðra. Alþætt kennslutækni kennaraps og skiln- ingur hans á lestrarnáminu og les- þroska barnsins, skiptir miklu meira máli en sjálf lestraraðferðin í þrengstu merkingu. Hljóðaaðferð- in virðist mér heppileg sem hóp- kennsluaðferð og hafa kosti fram yfir stöfunaraðferð. (slenzka er til- tölulega hljóðrétt mál og því ætti hljóðaaðferðin að gefast hér vel. En kennarinn verður þá að hafa fullt vald á henni. Þá má nefna, að börn eru vafalaust mishljóðnæm og aðferðin hentar því sennilega ekki öllum börnum jafnvel. Sumir kennarar staðhæfa líka, að börn- um sem lært hafa eftir hljóðaað- ferð, gangi erfiðar í réttritun, en öðrum. Þetta mun þó ósannað mál og gæti auk þess átt rætur í göll- um í kennslutækni, óskyldum sjálfri aðalaðferðinni. Persónulega er ég hlynntur hljóðaaðferðinni og myndi beita henni við bekkjarkennslu. Hinsvegar vil ég ógjarnan kasta rýrð á stöfunaraðferðina. Ef ég kenndi einu barni lestur, myndi ég nota hana og blanda inn í skýring- um á hljóðmynduninni. En eins og óg sagÖM áðan þg gr það þrœki, leikni og áhugi barnsins og tækni kennarans, sem er aðalatriðð. 3. Agi er aðeins einn þáttur í uppeldis- og kennslustarfi heimila og skóla og á að falla inn í hina þættina og samhæfast heildinni. Þetta er ekki rúm til að rekja. Allir óska eftir að þeim sé auðsýndur hlýleiki, vingjarnleg tillitssemi og kurteisi. Þetta á ekki sízt við um börn, en vill oft gleymast. Kenn- arinn þarf þW að vera vandur að framkomu sinni við nemendur, vera na&rgætinn, en leiðbeina þó og stjórna af festu. Auk öruggrar kunn- áttu á námsefninu, er kennaranum á engu meiri nauðsyn en því þrennu að leiðbeina, veita aðhald og hæfi- lega aðflnnslu eða viðurkenningu eftir því sem við á. Hér veltur allt á persónuleika kennarans eða upp- alandans. Annars er agaspursmál- ið og verður sennilega alltaf óleyst vandamál. Það snertir kjarna mann- legs lífs. Tímarnir breytast stöðugt og með hverri nýrri kynslóð skapast ný viðhorf, sem krefjast persónu- legs endurmats á ýmsum grund- vallaratriðum mannlegra samskipta. Kynslóðaskilin eru misjafnlega skörp. A okkar tímum hafa breyt- ingarnar orðið gífurlegar og rót- tækar. — Hlýðni er vizka barnsins, er haft eftir Morten Hansen. Hér veltur á hvað við er átt með hlýðni. Ekki er rúm til að rekja hér, að hlýðni, sem að meginþræði er sprottin af skilningsvana ótta sé einna verst ódyggða, hvort heldur er skoðað frá y£narmiði siðgæðis eða geih^iisu. Ég vil svo bæta við, að mér finnst börnum hér naumast sýnd nægileg nærgætni og kurteisi. Ytri umhirða þeirra er yfirleitt góð, svo sem klæðaburður, en oft ekki eins hlýlegt persónulegt viðmót og vera ætti. Þá hættir mönnum mjög til að rugla saman frelsi og afskiptaleysi. Þetta tvennt á ekkert skylt hvað við annað. Kennarar eiga að hafa samráð og samstarf við fqreldra miklu meira en nú er gert. Þefta er að vísu erfitt og vandasamt fyrir kenn- arann og raunar báða aðila. Engu að síður eru í þessu samstarfi fólgn- ir miklir möguleikar bæði fyrir kenn- arann sjálfan og barnið, hvað snert- ir kennslu og uppeldi. Foreldrar vita fjölmargt um barnið. Það er því ávinningur fyrir hann að kynn- ast sjónarmiðum heimilisins. En kennarinn veit líka ótal margt um nám og kennslu og barnið sjálft, sem foreldrar átta sig e.t.v. ekki á, en er þörf að kynnast. Hér mætti gjarnan verða á mikil breyting. 4. Það vill fara svo fyrir mörgum að telja allt betra hjá öðrum en sjálfum sér. Og heldur hættir okkur íslendingum til nýungagirni, þótt einnig beri talsvert á barnalegum þjóðernishroka og einangrunar- hneigð. Hvorttveggja er að mínu viti jafn hættulegt. Spurningin snert- ir beint og óbeint þau miklu átök í þróun íslenzkrar menningar — verklegrar og andlegrar — sem orð- ið hefir síðustu ár og áratugi. Hin öra fólksfjölgun er hér eitt megin- Fr-atnbald á bls. 48i VEB&V 41. tbl. 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.