Vikan

Tölublað

Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 2

Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 2
Haustfatnaður í miklu úrvali Andersen & Lauth hf. VIIIAN 41. tbl. I FULLRI flLVORU Skírteinafargan Hér á dögunum þurfti ég að fara til læknis, eins og kemur fyrir beztu menn, og hann bað um að fá að sjá sjúkrasamlags- skírteinið. Ég fór í vasa minn og 4 dró upp veskið, og í því fann ég ökuskírteini, nafnskírteini, fjölskyldubótaspjald (sem sumir • kalla verðlaunaskjalið), en ekki sjúkrasamlagsskírteini. Þetta skírteini kom þó síðar í leitirn- ar í skúffu heima, en það vant- aði þarna, þótt ég væri með þrenns konar önnur skírteini. Svo kom að því, að ég þurfti að framvísa sjúkrasamlagskortinu í apóteki, til að fá afslátt á eitur- lyfjunum sem læknirinn gaf res- eft upp á; ég var með fransk- brauð og normalbrauð (innpökk- uð samkvæmt sparnaðarstefnu bakaríanna) undir annarri hend- inni en tvo pakka af treitommu undir hinni (10 kíló) og þrisvar varð ég með erfiðismunum að troða hendinni í vasann, því í fyrstu tilraun kom nafnskírtein- ið, þá verðlaunaskjalið og loks sj úkrasamlagsskírteinið. Væri nú ekki ráð að sameina þetta? Mér fyndist til dæmis laf- hægt að hafa reiti á nafnskír- teininu fyrir sjúkrasamlag og fjölskyldubætur, og þá værimað- ur þó ekki nema með tvö skír- teini, þegar ökuskírteinið er með- talið. Ég er hins vegar ekki viss um, að rétt sé að hafa meira á * ökuskírteininu en ökuréttindin ein, því þeir eiga það til að skrifa ^ alls lags athugasemdir á öku- skírteinin, sem maður kærir sig ekki um að sýna hvar sem er. En að hafa hin þrjú vottorðin á sama blaði; ég er viss um, að því yrði margur feginn. S.H.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.