Vikan

Tölublað

Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 8

Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 8
Það er engin furða þótt börnin í sveitinni séu andstutt þar sem þau standa uppi á hólnum í það morgunsárið sem veitir fjársafninu ofan hlíðar yfir hausthemið og alvera fyllist af kliði þess og skrjáfi í óendanlega marglitu lyngi. Því þetta er mikill dagur þegar lömbin koma af fjöll- unum í fjarlægð á ný, gjörbreytt, vaxin og lagð- prúð með fremd í fullorðinslegum augum. Mað- ur verður feiminn við þau svona forfrömuð. Ein- hvern næstu daga verður þeim slátrað og byrj- að grilla þau út um allan heim. 6, sauðir, mikil eru örlög yðar. EFTI R EYVIND ERLENDSSON TEIKN.: HALLDÓR PÉTURSSON Me-me. Þannig byrjar tilveran frá sjónarhóli sauðkindarinnar. Líf mannanna grundvallast á tilveru sauðkindarinnar. AAikil- leikinn á upphaf sitt í lítillæti. Fræ risafurunnar eru smá. Þetta mannlíf sem á upphaf sitt ( smáum jarmi er nú orðið mjög svo tröllvaxið og skrautlegt að marg- breytileika enda veitist mörgum erfitt að átta sig á rökum þess og enginn lengur fær um að greina lykilhljóð þess í þeim mikla jarmi. Því síður að nokkrum renni blóðið til skyldunnar gagnvart þeim hóglátu verum sem standa undir voru kölnarvatnsborna lífi; með því að leyfa oss að rýja sig og éta. í hita dagsins vilja smáatriðin gjarna drottna yfir hugarheimi vorum og þoka eilífðarsannindunum í skugg- ann, einsog gjálpandi skvettur I duttl- ungafullum uppáfallandi vindi fela undirstrauma vatnsins, enda eru þær hávaðasamari. Je-je. Það er því af öllum öðrum ástæð- um en til þess að hlusta á þennan einfalda grunntón tilveru sinnar að menn hrannast í réttir á haustin. En í öllu því meiningarlausa skvaldri, fylleríi, slagsmálum og dómadags jitterbúggi sem fram fer ! réttum, get- ur glöggur maður þó heyrt þennan örlögmagnaða hljóm sem er bakgrunn- ur einnar réttasinfoníu. Me.-Me-me. Það er engin furða þótt börnin I sveitinni séu andstutt þar sem þau standa uppiá hólnum í það morguns- árið sem veitir fjársafninu ofan hliðar yfir hausthemið og alveran fyllist af kliði þess, og skrjáfi í óendanlega marglitu lyngi. Því þetta er mikill dag- ur þegar lömbin koma af fjöllunum í fjarlægð á ný, gjörbreytt, vaxin og lagðprúð með fremd í fullorðinsleg- um augum. Maður verður feiminn við þau svona forfrömuð. Einhvern næstu daga verður þeim slátrað, og byrjað að grilla þau út um allan heim. Ó sauðir, mikil eru örlög yðar. Fy11ibyttur á drossíum, sem setja þó mestan svip á réttirnar nú orðið, geta ekki skilið hvað þarna er að gerast, né hvað þessi einföldu orð þýða; me- me-me. Þeir vilja heldur ekki heyra neitt sentimentalitet. Þeir eru svo sval- ir. Lifi svartadauðamenningin. Nútíma- maðurinn hefur ekki efni á að gera neitt upp í alvöru. Tími er gull. Enda gæti þá margur uppgötvað að hann er fyrir löngu kominn í andlegt gjald- þrot. Þann grun verður að kæfa. Það liggur lífið á. Hávaði. Skjól frá hugs- un. Og þar má syngja. Það er gott að syngja. Æpa undir rós. Je-je. Það er orðið tiltölulega lítið af sveitamönnum í réttum. Þetta var einu sinni. Tízkan breytist: Sá tími kemur að túristarnir fá auga á réttunum. Þá verða sveitamenn án efa fjarlægðir en hestamannafélagið Fákur fengið til þess að tákna innfædda, ásamt að- keyptum útstillingsdömum sem sitja munu upp ú réttavegg í ýmis konar peysum. Eftir að túristarnir eru svo farnir til hótela sinna að kvöldi, geta sveitamennirnir dregið sundur féð við lukt. Ríkið getur borgað þeim nætur- vinnuuppbót-fjárdráttarstyrk. Það yrðu smámunir hjá gróðanum sem slík aug- g VIKAN 41. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.