Vikan

Tölublað

Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 12

Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 12
• A ta» vm 3 3 9 onu 0 J C3.Cn e <1 ra*n c> rv -n ö e sn » * Q »£.-» V £/■ að rigndi þennan morgun og var mjög dimmt. Þegar ■k drengurinn kom að kaffihúsinu, hafði hann næstum I lokið umferðinni og fór inni til að fá sér kaffibolla. I Þetta var kaffihús, sem var opið alla nóttina, og mað- I urinn, sem átti það, var beiskur og napur og kallaður ■ Leo. í samanburði við auða, drungalega götuna, virtist kaffihúsið vingjarnlegt og bjart: Meðfram barnum voru tveir hermenn, þrír vefarar úr bómullarverksmiðjunni og í horninu sat hnípinn maður með nefið og hálft andlitið ofan í bjórkollu. Drengurinn var með hjálm eins og flug- menn nota. Þegar hann kom inn í kaffihúsið losaði hann höku- ólina og lyfti hægri eyrnahlífinni upp yfir eyrað — oft talaði einhver hlýlega til hans, meðan hann drakk kaffið. En þenn- an morgun leit Leo ekki framan í hann og enginn mannanna talaði. Hann borgaði og var að fara út úr kaffihúsinu þegar hann heyrði rödd kalla: — Sonur! Halló, sonur! Hann sneri sér við og maðurinn í horninu benti á hann með einum fingri, gerði nokkrum sinnum krók úr fingrinum og kinkaði kolli til hans. Hann hafði lyft andlitinu upp úr bjór- krúsinni og virtist allt í einu mjög hamingjusamur. Maðurinn var hár og fölur með stórt nef og upplitað, appelsínugult hár. — Halló, sonur! Drengurinn sneri sér að honum. Þetta var tólf ára drengur, lítill eftir aldri og önnur öxlin var lægri en hin, vegna þess hve blaðataskan var þung. Hann var tekinn í andliti, frekn- óttur, og augu hans voru kringlótt barnsaugu. — Já, herra? Maðurinn lagði aðra höndina á öxl blaðadrengsins. Með hinni greip hann um höku hans og sneri andlitinu hægt frá vinstri til hægri og öfugt. Drengurinn hörfaði lítið eitt og vissi ekki hvernig hann átti að taka þessu. — Heyrðu, hvað á þetta að þýða? Rödd drengsins var mjó; allt í einu var allt orðið svo hljótt inni í kaffihúsinu. Maðurinn sagði hægt: — Ég elska þig. Það glumdi við hlátur með endilangri borðröndinni. Dreng- urinn vissi ekki hvað hann átti að gera. Hann leit yfir borðið á Leo og Leo virti hann fyrir sér með ofurlitlu, þreytulegu brosi, en maðurinn var dapurlegur og alvarlegur í bragði. — Ég ætlaði ekki að stríða þér, sonur. — Setztu niður og fáðu þér bjór með mér. Ég þarf að útskýra svolítið fyrir þér. Með fyllstu varúð leit drengurinn útundan sér á mennina við borðin til þess að sjá hvað hann ætti að gera. Þeir höfðu snúið sér aftur að bjórnum eða morgunmatnum og tóku ekki eftir honum. Leo setti kaffibolla á borðið og litla rjómakönnu. — Hann er of ungur, sagði Leo. Blaðadrengurinn renndi sér upp á stólinn. Eyra hans undir upplyftri eyrnahlífinni var mjög lítið og rautt. Maðurinn horfði á hann skýrum augum. — Það er mjög mikilvægt, sagði hann. Svo fór hann í rassvasa sinn og kom með eitthvað, sem hann hélt upp að andliti drengsins, í holum lófa sér. — Skoð- aðu þetta mjög vandlega, sagði hann. Drengurinn starði, en það var ekkert til að skoða mjög vandlega. Maðurinn hélt á mynd í stórum, óhreinum lófa sín- um. Þetta var konuandlit, en óskýrt, svo aðeins kjóllinn og hatturinn, sem hún bar, varð séð. — Sérðu? spurði maðurinn. Drengurinn kinkaði kolli og maðurinn stakk annarri mynd í lófa sinn. Konan stóð á strönd í baðfötum. Baðfötin gerðu hana mjög kviðmikla og það var aðallega það, sem var at- hyglisvert við myndina. — Ertu búinn að skoða þetta vel? Hann hallaði sér að drengnum og spurði: — Hefurðu nokkurn tíma séð hana áður? Drengurinn sat hreyfingarlaus og horfði skáhallt á mann- inn. — Ekki svo ég muni. — Jæja, þá. Maðurinn blés á myndirnar og stakk þeim aftur í vasa sinn. -— Þetta var konan mín. — Dáin? spurði drengurinn. VIKAN 4L tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.