Vikan

Tölublað

Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 19

Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 19
STEINAR J. LÚÐVÍKSSON kennari 1. Ég vil fyrst taka fram að ég er algerlega mótfallinn því, að börn séu látin byrja ( skóla fyrir 7 ára aldur og á það einnig við um svokallaða tímakennslu, sem nú tíðkast svo mjög. Annars vil ég hafa sem mesta fjölbreytni í kennslunni, skipfa oft um efni og blanda sem bezt saman leik og námi. 2. Ég tel að lestraraðferðir eigi að ákvarðast af greind barna. Fyr- ir treggáfuð börn er sjálfsagt að nota hl jóðaðferðina'og síðan orða og setningaaðferðina, þegar fram líða stundir. Fyrir vel greind börn vil ég hins vegar mæla með gömlu stöfunaraðferðinni. Að mínu áliti ná börn miklu betri árangri, ef hægt er að koma henni við. 3. Kennarinn á að vera strangur. Það á ekki sízt við, þegar komið er upp í eldri bekkina, að ég tali nú ekki um gagnfræðaskólana. Þá verður hann einnig að sýna af sér talsverða röggsemi, ef hann tekur við bekk f forföllum annarra, slíkt er ævinlega vandaverk. Kennari ætti að hafa miklu meiri samráð við foreldra en nú er. Það gefur ekki aðeins aukna innsýn í hugarheim nemandans heldur get- ur einnig orðið að miklu liði. Nú, svo eru sumir foreldrar, sem væri ekki síður þörf á að kenna en börnum þeirra. 4. Já, alveg eindregið. Aðrar þjóðir eru komnar svo langt fram úr okkur á ýmsum sviðum, að ekkert liggur beinna fyrir en að notfæra sér reynslu þeirra. Ég vil sérstak- lega taka til Bandaríkjamenn í þessum efnum, en þeir leggja mikla áherzlu á félagsfræði í sfnum skól- um. Það er eitt af því marga, sem okkur Islendinga vantar. 6. Verklegt eða starfrænt nám tel ég að eigi við um börn með lága greindarvísitölu. Mikið af svo- kölluðu starfi tefur námsárangur hjá börnum. Greind börn eiga ekki að vinna mikið að því, sem kallað er starfrænt nám, þau koma til þess að læra og það á að sjá um að þau fái það. Ég er hlyntastur spurningaforminu af þessum að- ferðum, það skapar aðhald og gef- ur nemandanum tækifæri. Til fyrir- lestraforms, sem er ágætt til síns brúks, þarf að vera góð aðstaða og einnig nægur þroski nemend- anna. Annars tel ég beztan árang- ur nást með því að nota þessar að- ferðir saman, en ekki að rígbinda sig við einhverja eina þeirar. 6. Ég vil hafa kristindómsfræðsl- una frá öllum þessum sjónarmiðum. Sagan sjálf er lærdómsrík og skemmtileg og til að geta tileink- að okkur boðskapinn, sem felst í trúarbrögðunum, verðum við að þekkja sögu þjóðarinnar. Frá trúar- legu sjónarmiði séð segi ég, að ekki megi slá slöku við þá hlið, það veitir ekki af því að glæða trúaráhuga íslendinga. Og svo við tölum um það siðfræðilega, þá má það allra sízt vanrækjast, þar sem kristindómsfræðslan er sú eina sið- fræði, sem íslenzkir nemendur fá að kynnast. Sem sagt á kristinfræði ætti að leggja meiri áherzlu en nú er gert. REYNIR GUÐNASON kennari 1. Þegar börnin koma fyrst í skól- ann, hafa þau lifað u.þ.b. 7 ár við leiki og glaðværð. Leikræn kennsla er því nauðsynleg að vissu marki til að forðast of snögg umskipti við upphaf skólagöngunnar. Skóla- starfið getur þó aldrei orðið hreinn leikur, og hlutverk kennarans er að finna hæfilegt sambland af leik og starfi, sem börnunum fellur vel og þá er árangur vís. 2. Sem grundvallaraðferð er hljóðlestur sennilega hentugasta kennsluformið, en það er nauðsyn- legt að nota þessar mismunandi að- ferðir hverja með annarri, því að engin þeirra er algild. 3. I samskiptum kennara og nem- enda er veigamesti þátturinn, hvaða áhrif persónuleiki kennarans hefur á nemendurna. Sé hann traustvekj- andi og aðlaðandi þarf kennarinn engu að kvíða, en sé eitthvað í fari hans, sem hefur óþægileg áhrif á nemendurna, getur hvorki strang- leiki né vægð komið í veg fyrir óróleika í kennslustundum. Öll tilhögun kennslunnar er í höndum kennarans. Hafi foreldrar eitthvað út á hana að setja, er nauð- synlegt að þeir hafi samband við kennarann og þeir rökræði það, sem ábótavant er, og skýri hvor frá sínum sjónarmiðum, en það er í kennarans valdi að ákveða, hvort hann tekur tillit til orða foreldranna. Honum ber að miða starf sitt við hag nemenda sinna og hafa álit foreldra þeirra til hliðsjónar við kennsluna. 4. A meðan ekki er settur á stofn tilraunaskóli hér á landi, er okk- ur nauðsynlegt að fylgjast með þró- un kennslumála ( öðrum löndum. Jafnskjótt og hann er kominn, get- um við lagt eitthvað að mörkum sjálfir í því markmiði að gera nem- endurna að hæfum borgurum. Þó megum við ekki taka upp hinar ýmsu breytingar, sem gerðar eru erlendis, nema þær séu vel sam- hæfanlegar íslenzkum aðstæðum og nemendum til góðs. Okkur er líklega happadrýgst að fylgjast með hinum Norðurlanda- þjóðunum í skólamálum. Þær standa okkur næst og samskipti auðveld- ust við þær. 5. í kennslu næst beztur árang- ur, þegar nemundirnir eru virkir. Kennaranum er þó nauðsynlegt að fylgjast með, hve mikið þeir kunna með því að leggja fyrir þá spurn- ingar á einhvern hátt. í íslenzkum skólum er næsta erfitt, þrátt fyrir vilja -kennara, að halda uppi kennslu, þar sem nemendur eru virkir. Orsök þessa er skortur á handbókum, hjálpartækjum og að nokkru leyti vankunnátta kennara í að beita slíkum gögnum. En slík virk kennsla er án efa vænlegust til árangurs, hvar sem hægt er að beita henni. 6. Trúarbragðakennsla á að vera frá trúarlegu og siðfræðilegu sjón- armiði. Siðleysi er of áberandi ( þjóðfélagi okkar svo að kristin- dómskennslan hlýtur að vera gölluð eins og hún er í dag. Nú fer hún að mestu leyti fram í spurninga-og- svara formi en ætti að vera í sam- ræðuformi, þar sem kennarinn ræð- ir við nemendur sína um mikilvægi trúarinnar og siðferðilegt markmið hennar. Það er alls ekki sama hvaSa að- ferS er notuS viS aS kenna í byrj- un skólagöngu, börnin eru ekki öll jafn móttækileg fyrir fræSsluna og verður því að haga henni eftir því. Leikþörfin er mikil hjá börnum og birtist í ólíkum myndum. Drengirnir eru alla jafnan fyrirferðarmeiri en stúlkurnar, en þaS þarf ekki að taka þaS sem einhverja óart eða prakkaraskap, þetta er aðcins orka, sem þarf aS fá útrás. VIKAN 41. tbl. jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.