Vikan

Tölublað

Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 25

Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 25
Á unglinEsáruniim cr fatiaSur og venjur svipaðar í hciminum, eiginlcga háifgerð einkcnnisföt. en við hættum okkur út í hagfræði- skýrslur skulum við athuga feril venju- legrar amerískrar stúlku, reyna að fylgia henni ó braut sinni fró barn- æsku og þar til hún verður fullþrosk- uð kona. Fyrsta skotið Við skulum fylgiast með Sue, sem fjórtán ára gömul hljóp inn í eldhús til mömmu sinnar, ær af hamingiu yfir fyrsta stefnumótinu. Það skeði árið 1956, og það var fyrsta skref hennar á erfiðri braut að því takmarki að verða virðuleg kona í Bandaríkjunum. Þessa viku gekk hún um i sæluvímu. Hún hafði enga eirð f sér til að lesa lexíurnar sínar og síminn hjá Smith- fiölskyldunni var stöðugt upptekinn. Sue lá í símanum; talaði við allar vin- konurnar um það hvað Johnnie væri sætur, hvort hún ætti að fara í rauðu dragtina eða þá gráu? Ætti hún að mála sig? Og hvaða ilmvatn átti hún að nota? Þetta finnst okkur kannske dálítið hlægilegt, en í Ameríku er þetta fyrir- komulag með stefnumót rammasta al- vara. Það eru inngöngudyr að fram- tíðinni, heimi fullorðna fólksins með öllum sínum skemmtunum og unaðs- semdum og sem leiða svo til hjóna- bands og vonandi til lífstíðarhamingju. Johnnie, 16 ára, sækir hana í bíL Á laugardag var Sue ekki viðmæl- andi. Hún hljóp um allt húsið. Hún reif fram öll fötin sín, sneri þeim sitt á hvað og hugsaði, svo að höfuðið ætlaði að springa. Hvernig á ég að vera klædd, og hvernig á ég að haga mér? Einhvern veginn komst hún í gegnum miðdagsmatinn og enginn af fjölskyldunni mátti fara út um kvöldið, fyrr en hann var búinn að koma til að sækja hana. í Ameríku eru s^úlkur sótt- ar á stefnumótin, þær fara ekki ein- ar f boð eða á dansstaði. Johnnie er 16 ára og hann kemur f bílskrjóð, sem eldri bróðir hans lán- Ógift stúlka i Ameríku verður að rcyna sitt af hverju, t.d. að sækja klúbba, hafa samband við miðlunarskrifstofur og jafnvel að dvelja á hjúskaparhóteli. Það er mjög auðvelt fyrir unglinga í Ameríku að umgangast hvert annað, samband milli kynjanna er yfirleitt mjög frjálslegt. aði honum. Hann er hugsandi og vandræðaleg- ur, veit ekkert hvað hann á að gera við hend- urnar og mænir ýmist ( gólfið eða upp um veggi. Eftir fimm mínútna stam hverfur unga parið út úr dyrunum. nú byna áhyfígiur mömmu. Þetta laugardagskvöld fer Florry, mamma Sue ekki að hátta. Hún eigrar um húsið, reynir að finna sér eitthvað til að gera, horfir á sjón- varp eða reynir að lesa og vera róleg. En hún getur ekki að því gert að hún er óróleg, hún er svo hrædd um að eitthvað geti komið fyrir;»íP>!,'!PFj,',iK,pi's^'i| -----------------U-.ec u/.ec:- -uu: _ec I----------------- - ’ __ lega trúuð. Þetta gera milljónir amerísks æskufólks, það fara yfirleitt allir í Ameríku til kirkju, til að hlusta á guðs orð, en kannske ekki síður til að hitta skemmtilegt fólk eftir messu. í mörg ár hefir hún hlustað á siðferðispredikanir, hve nauðsynlegt það sé hverri ógiftri stúlku að vernda sak- leysi sitt. En svo sitja Sue og jafnöldrur hennar fyrir framan húsaltarið, sjónvarpið, f þrjá til fimm klukkutíma daglega, eftir því sem hagskýrslur segja. Þar sjá þær rómantísk ástar- ævintýri, þar sem elskendurnir leyfa sér oft það sem er stranglega bannað f daglega lífinu. Er það nokkur furða að smámeyjar séu furðu lostnar og mamma hrædd um stúlk- una sfna? Eftir miðnætti kemur Sue heim, rjóð í vöngum og feimnis- leg. Hún hefir skemmt sér konunglega og ekkert hefir skeð fram yfir klaufalegan kveðjukoss. Fjögur stefnumót á viku Sue heldur áfram að fara út með Johnnie. En hún fer Ifka oft út með öðrum, það kemur jafnvel fyrir að hún hittir eina fjóra unga menn sömu vikuna. En þetta er ekki vegna þess að hún sé fjöllyndari en almennt gerist, heldur er þetta venja. Hún heldur áfram í skóla, fer í ,,High School", sem er svpaður skóli og gagnfræðaskólarnir hér. Þar er hún til sautján — átján ára aldurs. litlu stúlkuna hennar. Og það þýðir ekki að leyna siálfa sig því, að hún málar skrattann á vegg- inn og er jafnvel hrædd um að dóttir hennar verði kannske ófrísk, áður en hún er búin að fá aldur til, eða er heitbundin einhverjum ung- um manni. Þrátt fyrir allt frjálslyndið f Ameríku er það staðreynd að almenningsálitið krefst bess að stúlkur eiga að vera saklausar þegar þær giftast, eða að minnsta kosti að hafa ekki sofið hjá öðrum en væntanlegum eiginmanni. „Sakleysi mitt er brúðargjöf mín til mannsins míns". Þetta var almenningsálitið þegar hún var ung og það er ekkert öðruvfsi fyrir dóttur hennar. Hvað kirkían segir og það sem siónvarnið sýnir Sue hefir eins og flestar stúlkur í Ameríku orðið vör við tvískinnunginn í siðferðismálum. Kirkjudeildir eru margar og vald þeirra mikið. Sue tilheyrir biskupakirkjunni og fer til kirkju á hverjum sunnudegi, þótt hún sé alls ekki sér- f menntaskólanum finnur hún kannske draumaprinsinn Svo heldur hún áfram skólagöngunni, fer f „College", sem gefur heldur meiri réttindi en stúdentspróf hjá okkur. Það er menntun sem flestir foreldrar reyna oð veita dætrum sínum. Þær taka þar oftast einhverja sérgren, sem gerir þeim kleift að fá betri atvinnu, svo maður tali ekki um að þar eru oft tækifæri til að kynnast draumaprinsinum. Svo 1 iðu tvö ár, þangað til Sue hitti Steven. Þau hittust á hverjum degi, töluðu saman, fóru út að skemmta sér og lásu saman lexfurnar sínar. Er þau gátu ekki verið saman, töluðu þau saman f sfma. Þetta var ævintýrið mikla. Hún bar skólahringinn hans f mjórri festi um hálsinn og hann batt hálsklútinn hennar bak vð spegilinn í bílnum sínum. Mamma brosti, en var hálfóróleg. Hún hallast aS hreinlífinu Prófessor Mervin B. Freedman við Stanford háskólann hefði getað róað mömmu Sue. Hann hefir rannsakað kynlff unga fólksins í Bandarfkjunum og hann segir: Framhald á bls. 33. VIKAN 41. tbl. 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.