Vikan

Tölublað

Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 23

Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 23
— Ég hef mjög mikilvæg skila- boð, hélt Treleaven ófram. — Því miður hefur veðrið stöðugt versn- að hérna hjó okkur. Ég vonaðist til að geta talað ykkur hérna niður, en það er ómögulegt. Það eru ekki fullir 40 metrar upp ( svarta þoku og það verður engin breyting á þv[ næstu klukkutíma. Þessvegna er til- gangslaust að láta ykkur sveima hérna yfir á meðan. Það er betra og öruggara að halda áfram, þang- að sem ferðinni var upprunalega heitið, til London. Við höfum ykk- ur nú á radarnum. Þegar þið eruð yfir miðjum flugvellinum, gefum við yður rétta stefnu, Spencer. Ég skal hafa samband við London, svo þeir búi sig undir að taka á móti ykkur. [ flugstjórnarklefa 714 sátu Ge- orge og Janet eins og höggvin í stein. Vonleysið hafði gripið þau. Aðeins Fellman lét ekkert á sig fá. Hann sýslaði eitthvað við flugmenn- ina tvo. — Heyrið þér til mín, 714? — Já, Marseille, við heyrum til ykkar. George sneri sér að Janet. — Spurðu hann hvar við séum. Ég hef ekki minnstu hugmynd um hvar við erum. Biddu um rétta stefnu! Þeir verða að gefa okkur þetta nákvæmlega upp, ef við eig- um ekki að villast! Svona, byrjaðu nú, vinkona. Janet þrýsti á rofann: — Halló, Marseille! 714 hér. Halló, Marseille! Heyrið þér til mín? Við verðum að fá að vita hvar við erum. Halló! Það kom ekkert svar. Janet kall- aði aftur. Enn kom ekkert svar. George fann hræðsluna skríða nið- ur eftir hrygglengjunni. Hann kingdi munnvatni sínu og reyndi að hafa stjórn á sér. — Er nokkuð að, Janet? spurði hann lágt. Janet kinkaði kolli. — Halló, Marseille! 714 hér! Gerið svo vel að svara! Hljóð. — Lofið mér, sagði George og greip með titrandi höndum um hljóðnemann. — Halló, Marseille! Halló, Mar- seille! 714 hér! Gerið svo vel að svara! Þögnin var þykk og áþreifanleg eins og veggur. Það var eins og þau væru eina fólkið í heiminum. Treleaven flugstjóri var orðinn grár í framan af þreytu og æsingi. - Halló 714! Halló 714! Heyrið þér til mín? hrópaði hann í hljóð- nemann. Hann fékk ekkert svar. Burdick kom aftan að honum. — Við sjáum þau ekki lengur í radarnum! Geta þau hafa farið í sjóinn? — Nei, það held ég ekki, svar- aði Treleaven geðvonzkulega. And- skotinn er þetta, getur enginn út- vegað mér kaffi! - Halló, 714! Halló, 714! Heyr- ið þér til mín? Loftskeytamaðurinn grúfði sig yf- ir tæki sín, spenntur á svip. — Bíðið aðeins, sagði hann og leit upp. — Hafið þér náð einhverju? spurði Treleaven. — Ég veit það ekki . . . eitt and- artak fannst mér. . . Loftskeytamaðurinn þrýsti heyrn- artækinu að eyranu með annarri hendinni en fínstillti tæki sín með hinni. — Ég heyri eitthvað! Það geta verið þau, en ég er ekki viss. Ef það eru þau, hafa þau týnt bylgju- lengdinni! — Við verðum að gera eitthvað, sagði Treleaven. — Segið þeim að skipta um bylgjulengd. — Flug 714! Halló, flug 7141 hrópaði loftskeytamaðurinn. — Þetta er Marseille! Færið ykkur á bylgjulengd 128,3. Heyrið þið til mín, bylgjulengd 128,3! Treleaven sneri sér að radareftir- litinu. — Ennþá ekkert? spurði hann. Framhald á bls. 40. VIKAN 41. tbl. 23 George kinkaði kolli. Hann dró stýrið að sér og bætti aftur við bensíngjöfina. Flugvélin klifraði hratt. Þegar hún var komin í 18 þúsund fet, rétti hann hana af á ný. Hann hafði rétt lokið þessu af, þegar dr. Fellman skaut upp koll- inum fyrir aftan þau. — Hvað eruð þér að gera, Spenc- er? Röddin var glaðleg, næstum til- gerðarleg. — Ég er að læra að fljúga, svar- aði George. — Allir eru börn í byrjun. Hvernig líður farþegunum? Fellman hallaði sér yfir flug- mennina tvo á gólfinu. — Sjúklingunum líður illa. Einn- ig flugmönnunum hér. Við getum ekkert gert, nema vonazt eftir kraftaverki. Hinir hafa flestir feng- ið taugaáfall. Þeir sitja bara og stara beint fram fyrir sig, síðan þetta fífl æpti, að þér sætuð við stýrið. Það er ekkert við því að gera. En hvernig haldið þér, að þetta fari? — Ég ætla að reyna þetta til enda, svaraði George lágt. Ef ég bara fæ meri tíma, skal ég með guðs hjálp hafa þetta af. [ sömu andrá sneri radarmaður- inn , flugturninum sér aðeins ( átt- ina til Treleaven og sagði: — 714 er Jcominn inn á skerm- inn, flugstjóri. Hún kemur inn frá suðaustri Hæð 18 þús fet. Treleaven andvarpaði djúpt. — Þá er stundin komin, sagði hann hægt — Við verðum að segja þeim það. Þeir eiga að fá stefn- una á London, þegar þeir fara hérna yfir flugvöllinn. Gerið allt tilbúið! Hann ýtti á hljóðnemarofann. - Halló 7141 Halló 714! Heyrið þið til mfn? — Við heyrum til ykkar, svaraði Janet.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.