Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 20
ÞARF BYLTINGU í SKÖLAMÁUJM
INGIMUNDUR
ÞORSTEINSSON
kennari
1. Það gildir ekki sama um alla
krakka. Sumir þeirra eru bróðþroska
og er sjáifsagt að byr|a strax á
lestrarnámi með þá. En hinir, sem
ekki hafa náð nægilegum þroska til
að byrja á bóklegu námi verða að
nota leikformið. Það verður að
byrja á að keri.'.a þeim að nota
hendur, huga og auga og hvernig
á að vinna.
2. Lg liefi aldrei notað hljóð-
:_;íi arcðferðina og get því ekki
c.æmt um gildi hennar. Vafalaust
hún góð ai þó tæplega eingöngu.
,. c' hcfur verið sagt, að þeir krakk-
: , tcm læ t hafa oftir henni, séu
; ». .ainaði ö.iu ickari í stafsetn-
. qu c. n hir.ir, Lkki ætla ég þó að
l.c aj því rram sjáifur. Ég veit,
cL . i jcöc : t's: ð: '. er að mun fljót-
•. i k::ri en „ú. ar aðferðir og því góð
cð því le, ti. r.i ég hef eingöngu
notað stöfunaraðferðina á mínum
kennaraferli og býst ekki við, að
ég fari að skipta um aðferð. Ég
er ekki kunnugur orða og setninga:
aðferðinni, sem þeir nota mikið í
Englandi og treysti mér því ekki
til að dæma um gildi hennar. En
ég held, að mér sé óhætt að segja,
að sumir kennarar hafi notað bæði
stöfunar og hljóðaðferðina saman
og gengið vel með því móti. En
mín persónulega skoðun er sú, að
stöfunaraðferðin sé einna bezt upp
á framtíðina að gera.
3. Kennarinn verður að vera
strangur en þó í hófi. Og hann
verður að vera réttlátur og sann-
gjarn í sínum strangleika. Annars
virðist mér sem okkur vanti meiri
aga í okkar skóla og meiri festu.
Kennari, sem ekki getur verið
strangur, verður að vera sérstakt
góðmenni til að geta haft stjórn á
nemendum sínum, og sá eiginleiki
er ekki mörgum gefinn. Nemend-
urnir þurfa að virða kennarann og
láta sér þykja vænt um hann. En
kennarinn þarf líka að fylgjast vel
með því, að reglum skólans sé hlýtt.
Kennarinn ætti að hafa samband
við foreidrana um námið, en alls
ekki um sjálfa framkvæmd þess.
Það er hann, sem á að ákveða,
hvaða aðferðir hann notar en ekki
foreldrarnir. En það er sjálfsagt að
hafa samband við foreldrana um
nám og hegðun ekki síst ef þeim
málum er eitthvað ábótavant.
4. Ég segi nú eins og gamla fólk-
ið, að hafa skal hollráð, hvaðan
sem þau koma. Það er sjálfsagt að
hagnýta sér reynslu annarra í
kennslumálum, ef hún er jákvæð.
En ég er ekki nógu kunnugur
kennsluháttum annarra þjóða til að
segja til um, hvaða þjóðir við ætt-
um helzt að taka okkur til fyrir-
myndar í þeim efnum.
5. Ég hef lítið reynt verklegt
nám, nema smávegis í vinnubóka-
gerð. í farskólum er tíminn mjög
stuttur og margir aldursflokkar í
sömu kennslustundinni, þannig, að
eiginlega er ófært að beita henni
þar. Ég hefi oftast haft þann hátt-
inn á að koma með spurningar og
L :aS i :;enn?!uformi hafa svarendur mestan á-
hug.a iyrírV Verklegu - starfrænu - námi, þar
8 er nemenr'urnir eru virkir þátttakendur, fyrir-
leiíranámi, þar sem kennarinn lætur móðan
mása en nemendurnir skrifa hjá sér helzta fróð-
Seikinn, eða spurningaformi, þar sem nemend-
urnir spyrja og kennararnir svara?
láta börnin svara. Einnig hef ég
lagt á það áherzlu að láta þau
segja frá sjálf. Fyrirlestraformið er
að mínu áliti aðeins fyrir albeztu
nemendurna. Það eru ekki allir,
sem myndu sitja með blýant og
punkta niður, það sem sagt er.
Vinnubækurnar eiga rétt á sér, en
ekki er sama, hvaða námsgrein er.
Til dæmis nota ég vinnubækur
meira í Landafræði en Sögu. En
tíminn er ákaflega knappur hér á
íslandi, og námsskráin segir, að
við eigum að komast yfir námsefn-
ið með nemendunum. Verklegt nám
tekur mikinn tíma og að því leyti
óhentugt að beita því mikið.
6. í barnaskólanum er lítið kennt
af trúarbragðasögu, en kennslan
beinist því mun meira að hinu trú-
arlega og siðfræðilega. Við höfum
varla annað betra tiltækt til að
kenna siðfræði, heldur en kristin-
fræðina, að minnsta kosti ekki í
kennslubókunum. Það er eins og ég
sagði lögð aðaláherzlan á hið trú-
arlega og siðfræðilega, þar sem
aðallega er lært um líf og starf
Krists hér á jörðinni.
HELGA
MAGNÚSDÓTTIR
kennari
1. Það sem kennarinn þarf fyrst
og fremst að hugsa um, er að lifa
sig inn í hugarheim nemenda sinna.
A fyrstu árum skólans eru börn-
in á leikstigi. Leikir þeirra eru
tjáning á starfsháttum fullorðinna.
Atvinna þeirra er leikþörfin. Þá er
hermigáfa þeirra snar þáttur í leikj-
um. Með hermigáfu á ég ekki við
eftirapanir í niðrandi merkingu,
heldur hæfileikann til að líkja eftir
verkum hinna fullorðnu í leikjum.
Þessa hæfileika ætti kennarinn að
nota eins og kostur er á, þar sem
þeir létta ótrúlega mikið undir við
allt nám. Með þessu er þó ekki
sagt, að kennarinn eigi allan tímann
að vera að leika sér, það skyldi
engínn ætla. Hann verður auðvitað
að beita þessari aðferð af fullri
skynsemi og viti. Þegar þetta er
komið, má móta efnið í sögu, ekki
skemmtisögu, heldur yfir til kennslu
yngri nemenda, þannig að sagan
hafi gildi í kennslunni.
2. Þegar ég var í Kennaraskól-
anum, lærði ég hljóðaaðferðina.
Síðan hef ég unnið ákveðið í mörg
ár með þessarri aðferð og innan
hennar hef ég notað orðaaðferðina
að nokkru leyti.
Stöfunaraðferðinni gömlu höfum
við flestöll kynnzt. Okkur var kennt
að lesa með henni. Nú eru aðrir
tímar. Heimilið hefur látið að miklu
leyti kennsluna ganga yfir til skól-
ans. Ef nota ætti stöfunaraðferðina
við kennslu í dag, myndi ég ekki
ábyrgjast árangurinn. Hún er bund-
in við að kenna einstaklingnum en
ekki hópnum. Við getum reiknað
út, hve mikið hver nemandi fengi
í sinn hlut af kennslustundinni. Tím-
inn er 40 mínútur og 30 nemendur
í bekknum. Hver nemandi fengi
þannig rúma mínútu af tímanum f
sína þágu, en sæti aðgerðarlaus
allan hinn tímann Með þessu dæmi
sést, að þessi aðferð er seinvirk
og aðlagast ekki til hópkennslu.
Eins og ég tók fram áður lærði
ég að beita hljóðaaðferðinni við
kennslu. Þegar ég kom út í starf-
ið, þorði ég auðvitað ekki út í
neitt brautryðjendastarf og hélt mig
því að henni. Það er mjög erfitt
fyrir ungan kennara að byrja að
kenna eftir hljóðaaðferðini og því
miður guggna margir þeirra á
henni. En ég hefi bæði mikla og
góða reynslu af henni. Hún er lif-
andi og nálæg barninu. Tíminn
verður sem ævintýri bæði fyrir barn-
ið og kennarann. Hún sameinar leik,
sögu og hermiform. Hún bætir ár-
angur nemandans og veitir gleði
þeim kennurum, sem tileinka sér
hana.
3. Fyrst og fremst þarf hann að
vera sjálfum sér samkvæmur. Hann
þarf að finna sjálfan sig og sinn
persónuleika. Kennarinn á að vera
strangur en réttlátur og hlýr í við-
móti. Hann mætti líka minnast þess,
að hann er bara maður. Hann þarf
að búa yfir aðlögunarhæfni jafnt
í kennslustund og þegar hann er
frammi á ganginum. Það er engin
ástæða fyrir hann að setja upp
einhvern sparisvip, þegar inn í
tímann er komið.
Kennarinn ætti alltaf að hafa
samband við foreldrana. Þrátt fyrir
það á hann að vera algerlega frjáls
að því, hvaða kennsluaðferðir hann
notar. Það eru ekki foreldrarnir, sem
2Q VIKAN 41. tbl.