Vikan

Tölublað

Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 44

Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 44
TOYOTA TOYOTA - GLÆSÍLEGUR, ÞÆGILEGUR, VANDAÐUR JAPANSKUR BÍLL í GÆÐAFLOKKI. HENTAR JAFNT r=3 SEM EINKABÍLL EÐA LEIGUBÍLL. JAPANSKA BIFREIÐASALAN Ármúla 7 - Sími 34470 D^O TRIG lyrlr herra. BANfyrlr dömur Frá Brlsfol-Myers New York ■■■s■■■• Roll-on deodoranls FULLKOMIÐ ÖRYGGI Helldsölublrgdlr : O. Johnson & Kaaber hl ÞAÐ ER ÞJÖNUSTA VIÐ NEYTENDUR, AÐ BENDA ÞEIM Á GÆÐAVÖRU MEÐ AUGLÝSINGU. ÞESSVEGNA ER V I K U N N I ÁNÆGJA AÐ AUGLÝSA GÆÐAVÖRUR FYRIR VIÐSKIPTAVINI SÍNA. HeimilisblaSiS Vikan, auglýsingadeild hinum til að skilja að það er það bezta. — Höfum við nokkra von? Fellman brosti. Hann yppti ekki öxlum. — Mér sýnist að við höfum tölu- verða von með að bjargast, sagði hann. Þessu næst gekk hann til frú Childer og tók um hönd hennar undir teppinu og reyndi að finna æðasláttinn. Hetra Childer horfði á hann með skelfingu í augnaráðinu? — Getum við ekkert gert fyrir hana, læknir? Fellman virti fyrir sér sollið and- It konunnar og svaraði hægt: — Þér hafið heimtingu á að fá að vita sannleikann, herra Childer. Þér eruð viti borinn maður, svo ég get sagt yður það umbúðalaust. Við fljúgum eins hratt og hægt er, og verðum komin til London að minnsta kosti eftir þrjá tlma, en jafnvel þótt það heppnist, er á- standið mjög tvísýnt fyrir konu yð- ar! Það fóru krampakenndir drættir um varir Childers, en hann sagði ekkert. Fellman hélt áfram: — Það er lán í óláni að hún þjáist ekki iengur. Náttúran sér um það fyrir okkur. Morfínið mitt er búið, en þá sér náttúran fyrir sínum deyfilyfjum. Eg hef því mið- ur ekki getað gert nema svo sára- lítið fyrir konu yðar. — Þetta megið þér ekki segja, stamaði Childer. — Hvað sem fyrir kemur, er ég yður mjög þakklát- ur. Ég vil að þér vitið það .. . Fellman brosti beisklega, meðan hann þreifaði á enni sjúklingsins. — Vingjarnleg orð en þau breyta ekki staðreyndum, muldraði hann. — Þér eruð hughraustur maður, herra Childer og ég dáist að yður! En reynið ekki að blekkja sjálfan yður. Stund sannleikans, hugsaði hann kaldhæðnislega. Þetta er hið raun- verulega líf með sínu rétta bragði. Þegar til kastanna kemur, er enga rómantíska hetjudáð hægt að drýgja. Það er sannleikurinn. í slð- asta lagi eftir þrjár klukkustundir erum við dauð, öll eins og við leggjum okkur! Og hverju máli skiptir það? Nokkrir dálkar á frétta- siðum dagblaðanna, slatti af tár- um og nokkur móðursýkisköst, og lífið heldur áfram ... án okkar. í flugstjórnarklefanum í London Airport, drakk Turner flugstjóri hvern kaffibollann á fætur öðrum. Vingjarnlegar hendur réttu honum krúsirnar hverja á eftir annarri, meðan hann talaði við George Spencer, sem nú var yfir Bordeaux og þokunni, sem lá yfir öllu Frakk- landi. Hann kreisti saman síðasta pappaboxið og lét það falla á gólf- ið. Svo ræski hann sig. — Halló, 7141 Hvernig líður ykk- ur? Heyrið þið til mín? — Við heyrum, London Airport. Rödd Janet Benson var róleg og eðlileg í heyrnartækjunum. Framhald í næsta blaði. /^A VIKAN 41. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.