Vikan

Tölublað

Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 22

Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 22
FLUG 714 — Gott, 714! Nú skuluð þið setja hjólin niður! Þá finnið þið á vél- inni, hvernig það er, þegar hún lendir. Reynið að halda jafnri hæð og hraðanum um 140. Þegar þið eruð tilbúin . . . ég meina alveg til- búin. . . látið þá hjólin niður og minnkið hraðann ofan í 120 hnúta! Sennilega verðið þið að gefa meira bensín til að halda þeim hraða. Segið til, ef það er eitthvað, sem þið þurfið að spyrja um. — Spurðu hann, hvað ég eigi að gera með skurðinn á spöðunum og eldsneytisblönduna, sagði George. Janet bergmálaði spurninguna. — Hann er ekki svo vitlaus þessi, muldraði Treleaven. Svo þrýsti hann á hnappinn á hljóðnemanum. — Við komum að því, Spencer! Seinna förum við yfir allt, sem gera þarf fyrir lendingu. Nú skuluð þér að- eins hugsa um hjólin og flappsana. — Segðu honum, að ég sé með á nótunum, muldraði George. — Nú látum við hjólin síga . . . Hann leit með andúð á hand- fangið hægra megin við fót sinn. Hann langaði ekkert til að sleppa annarri hönd af stýrinu. — Það er bezt að þú takir í þetta prik, Janet! Og gleymdu svo ekki að fylgjast með hraðanum. Janet hlýddi. Hraðinn minnkaði, eins og þegar stigið er á bremsur á bíl, og þau köstuðust fram á við í sætunum. - 130, 125, 120, 115 .. . of lágt! hrópaði Janet. George jók bensingjöfina og þið tapið ekki hæð. Síðan skal ég segja yður, hvernig þér eigið að fara að því að halda hæð og hraða, meðan flöppsunum er rennt inn og hjólin dregin upp. George sagði Janet að setja flappsana alveg út. Honum fannst hann nú nokkru öruggari. Enn einu sinni tók flugfreyjan í flappsahand- fangið og hraðinn minnkaði. - 120, 115, 115, 110, 110 .. . — Allt í lagi, Janet! Segðu hon- um, að betta sé eins og að velta einu tonni af blýi með garðhrífu. — Halló, Marseille, sagði Janet. — Við erum nú með flappsana al- veg úti og hraðinn er 110. En Spencer segir, að vélin sé blýþung. — Bravó, Spencer! sagði Trelea- ven uppörvandi. — Það er hægðar- leikur að gera góðan atvinnuflug- mann úr yður. Nú skulum við byrja upp á nýtt, fara í gegnum allt saman og samtímis kynnast spöð- unum og eldsneytisblöndunni. Sam- þykkt? — Aftur? stundi George. — Ég veit ekki, hvort ég get það. En segðu, að það sé allt í lagi, Janet. — Allt í lagi, Marseille, við er- um tilbúin. — Gott1 Nú byrjum við aftanfrá. Setjið flappsana aftur upp [ 15 gráður með 120 hnúta hraða. Nú byrjum við, Spencer! George kinkaði kolli til Janet, sem beygði sig fram og tók í flappsahandfangið. Það hreyfðist ekki. — Hvað er að, Janet? hægri og spyrnti á móti. Samtímis jók hann hraðann með því að ýta stýrinu lítið eitt fram á við. Mikill hnykkur kom á vélina. Inni í farþegaklefanum duttu nokkr- ir farþeganna úr sætum sínum og einhver æpti, hátt og viðvarandi. George varð blaðhvítur í framan, meðan hann reyndi að ná þungri vélinni réttri aftur. Hægt og hægt dró hann stýrið að sér. Þetta var eins og að lyfta húsi með berum höndunum. Hrað- inn jókst, og það hvein í væng- broddunum. — 'Upp með hjólin, Janet! Rödd Georges var hás af æsingu. — Upp með hjólin, segi ég! Janet þreifaði eftir handfanginu með titrandi höndum. í sömu andrá voru dyrnar inn í farþegarúmið rifnar upp á gátt fyrir aftan þau. Maður, með óhnýtt hálsbindi, stóð þar, og hélt sér í stafinn til að falla ekki. Hann pírði augun og starði inn í rökkrið f flugstjórnarklefan- um. Hann einblíndi á hnakka Spencers. Eitt andartak bærði hann varirnar, án þess að nokkuð hljóð heyrðist upp úr honum svo sneri hann sér við og æpti æðislega inn í farþegaklefann: — Það er ekki flugmaðurinn, sem flýgur! Við deyjum! Við erum að hrapa . . . Einhver skaut upp kollinum fyrir aftan hann. Það var Fellman. Hann þreif í öxl mannsins og hvæsti [ eyra hans: — Haltu kjafti, helvítis fíflið þitt! FRAMHALDSSAGAN EFTIR: JOHN CASTLER - ARTHUR HAILEY 4. HLUTI - Ég hef mjög mikil- væg skilaboð, hélt Treleaven áfram. — Því miður hefur veðrið stöðugt versnað hérna hjá okkur. Ég vonaðist til að geta talað ykkur hérna niður, en það er ómögulegt. Það eru ekki fullir 40 metrar upp í svarta þoku og það verður engin breyt- ing á því næstu klukkutíma. Þessvegna er tilgangslaust að láta ykkur sveima hérna yfir á meðan. Það er betra og öruggara að halda áfram, þangað sem ferðinni var upp- runalega heitið, til London. reyndi með skjálfandi höndum að ná valdi á vélinni. — Lestu áfram! - 115, 120, 115, 120 aftur, svona já, nú erum við stöðug í 120! Svitinn streymdi af Spencer. — Þarna sérðu, stúlkukind! Ég æfist smám saman. Þetta er eins og að stýra „Queen Mary" með einni ár! — Halló, 714! Það var hin óró- lega rödd Treleaven [ talstöðinni. — Er allt í lagi, Spencer? — Hjólin eru komin niður, Mar- seille! — Gáið, hvort þið sjáið þrjú græn Ijós fyrir framan ykkur, til staðfestingar því, að hjólin séu læst. — Allt í lagi, Marseille, það verður ekki grænna. — Gott. Þá er bezt að setja flappsana alveg niður, Spencer, svo þér fáið að finna, hvernig vélin hagar sér í sjálfri lendingunni. Út með flappsana, minnkið flughrað- ann niður í 110 og reynið að fljúga sem jafnast. Gefið meira bensín svo — Það er fast. — Það er ómögulegt. Taktu hægt og sígandil Janet reyndi. — Ég get það ekki. Það hlýtur að hafa festst. . . — Lofaðu mér að reyna! George sleppti af stýrinu með hægri hönd og færði handfangið til baka. — Þarna sérðu. Það þarf aðeins svolítið lag. Ef þú vildir nú að- eins . . . Hún greip fram í fyrir honum með ópi. — George, flughraðinn ... I Þau voru kominn niður fyrir níutíu hnúta og hraðinn minnkaði enn. í símu andrá hallaðist vélin. Ó- sjálfrátt vöknuðu gömlu flug- mannsviðbrögðin hjá George. Hann fylgdi hreyfingum vélarinnar eftir með stýrinu og spyrnti í hliðarstýr- in. — Drottinn minn, bara að við förum nú ekki [ spinn, stundi hann lágt. Hann fann, að vélin sveigði til Ætlarðu að hleypa öllu í bál og brand? Farðu í sætið þitt og haltu þér samanl Hann dró manninn með sér, þangað sem hann átti að vera. Hræðslulegt augnaráð farþeganna fylgdi þeim, en enginn sagði-.auka- tekið orð. Hinir sjúku lágu hreyf- ingarlausir í sætum sínum. Þetta var ömurleg sjón. George hélt áfram að berjast við að ná stjórn á vélinni. Eins og í fjarska heyrði hann rödd Janet: — Vel gert, George, þú hafðir það af! Nú fljúgum við lárétt! En hraðinn er alltof mikill. Stilltu bensínið . . svona . . . svona . . . . Hægt og varlega stillti George hraðann. — 120 hnútar! hrópaði Janet! — Kyrr! George lét höndina hvíla á bensíngjöfinni. Svo stillti hann vél- ina til fulls. Þau flugu aftur lárétt með jöfnum hraða. — Væri fráleitt að fljúga svolít- ið hærra, George? spurði Janet. — Við höfum tapað hæð alveg gífur- lega. 22 VIKAN 41. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.