Vikan

Tölublað

Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 34

Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 34
það er* OMO skilar hvífasfa • • • Já, það er auðvelt að sjá að OMO skilar hvitasta þvottinum. Sjáið hve skínandi hvítur hvíti þvottur- inn verður og einnig verða litirnir skærri á litaða þvottinum sé OMO notað. Löðrandi OMO, gerir þvot- tinn ekki aðeins hreinan heldur einnig hvítari. Reynið OMO og þér munuð sannfærast. þvoffinum! X-OMO líl/lC-*. og tekjur. Hann var þess vegna ókaflega eftirsóknarverður sem eig- inmaður. Rosie segir mér fró stúlkunum, sem eltast við bróður hennar. Pat er Ijóshærð og frekar heimsk af- greiðslustúlka, Catherine er lagleg, en leiðinleg flugfreyja, Suzanne er frekar feitlagin og frekjuleg auð- kýfingsdóttir og Lynda er elskuleg og mjög geðug. Hún er einkaritari og Ernie geðjast bezt að henni. En honum dettur aldrei í hug að gift- ast henni. Tvískinnungur í sið- ferðismálum Hún segir mér hversvegna hann giftist henni ekki. Ernie líkar vel við Lyndu og Lynda elskar Ernie, og þau hafa verið saman í mörg ór. En Lynda elskaði Ernie strax svo heitt, að hún gætti sín ekki, eitt af fyrstu skiptunum sem þau hittust. Svo hafa þau umgengizt hvort annað mjög nóið síðan, þótt Ernie hafi líka verið með öðrum stúlkum. — En bróðir minn vill ekki gift- ast nema ósnertri stúlku . . . Þessi óskiljanlegi og hrollvekj- andi tvískinnungur í siðferðismál- um er ekki óalgengur í Bandaríkj- unum. Það er allt í lagi að ógift- ur ungur maður sofi hjá ungri stúlku. Hann álítur það skýlausan rétt sinn sem amerískur borgari að reyna að tæla stúlkuna. En ef hún fellur fyrir ástleitni hans, er hætta á að hann hugsi ekki frekar til þess að giftast henni. Þessu er vel lýst í frekar lélega skrifuðu órímuðu Ijóði, sem ungur stúdent sýndi mér. Það byrjar á því að pilturinn reyn- ir að fleka stúlkuna, en hún lætur ekki að óskum hans og fer heim til sín fyrir miðnætti: „Og þá gekk hún ósnert heim og lagðist á sinn jómfrúbeð Og næsta morgun vaknaði hún og fann vð hlið sér Knippi hvítra rósa og áletrað spjald: Cassie, ástin mín, viltu giftast mér? Því karlmaður verður að leita sér ánægju og svala þorsta sínum En velji hann móður sonum sín- um Þá grinst hann hreina og sterka konu Og konu sem er trúuð og fer heim klukkan tólf". Þetta er bitur sannleikur, en tákn- rænt dæmi upp á ameríska yfir- borðsmennsku. Þú verður að giftast, Rosie! Rosie er sjálf eitt af fórnardýr- unum. Það er ekkert sem hún vill frekar en að giftast. Hana langar til að eignast barn, en hún vill ekki eiga barn, án þess að vera gift. Hún vi11 lifa heilbrigðu ástalífi, en getur ekki hugsað sér að hafa elsk- huga. Svo er mamma hennar sí og æ suðandi um það að Rosie verði að giftast. Nú situr hún hér á kaffihúsi í New York og talar út; segir frá innilokuðum, hættulegum hugsun- um, sem hún hefir ekki þorað að tala um áður, en leysir frá skjóð- unni núna, vegna þess að hún er undir áhrifum víns, og líka vegna þess að ég er útlendingur, sem hún reiknar ekki með að hitta aft- ur. Sem unglingur átti hún stefnu- mót og skemmti sér með jafnöldr- um sínum, og nítján ára gömul átti hún fastan vin, sem endilega vildi giftast henni. Mömmu hennar og vinkonum þótti það voðalega spennandi, að Rosie væri trúlofuð. En þegar hún fór að kynnast hon- um betur komst hún að þeirri nið- urstöðu að hann væri ósköp leið- inlegur. — Og svo slapp ég, segir Rosie, — við að gera það sem margar vinkonur mínar hafa gert, það er að giftast manni, sem ég átti ekkert sameiginlegt með . . . Síðustu átta árin hefir hún oft lent í ástarævintýrum, en alltaf orð- ið fyrir vonbrigðum. Hjónaband byggt á vináttu — Nú hugsa ég oft, hvort ég hafi ekki gert of miklar kröfur, hvort ég hafi ekki spennt bogann of hótt. Ég hefði líklega átt að gera eins og margar aðrar stúlk- ur í mínum sporum, sem ekki eru búnar að ná sér í eiginmann; að fara upp til Grossinger og töfra þar einhvern fullorðinn, giftingar- sjúkan karlmann, freista hans til ystu takmarka, en láta ekki endan- lega undan, fyrr en viku fyrir brúð- kaupið . . . Nokkrum vikum sfðar hitti ég Rosie aftur, í annarri veizlu. Hún heldur þar í höndina á háum frek- ar snotrum manni. Hann er þrjátíu og fimm ára, snyrtilegur, en lítur ekki út fyrir að vera skemmtilegur eða spennandi, og hún Ijómar í framan: — Þú verður að hitta VIKAN 41. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.