Vikan - 14.10.1965, Blaðsíða 11
— Þú hefur ekki tekið hann með',ég
í réttirnar?
— Kíkinn?
— Baukinn.
— Jó baukinn, baukinn já. Nei ekki
var nú það.
— Jú ég held'ann reki þetta nú al-
veg af sér, guð laun, og gággi bar'-
ubbí rakta noððanátt. Púff.
— Ja-há.
— Ja-úh. Þa'mætt'alveg segja mér
það.
— Já, hann gæti það sossum.
— Já, þa'gæt'ann.
Þögn.
— Hvurniig er með hvolpa hjá þér
núna?
— Ég er nú búinn að lofa held ég
því sem er í henni, ef reikna má með
álíka mörgum og hún hefur venjulega
komið með. Viltu tíkhvolp eða hund-
hvolp?
— Ætl'ekki seppa.
— Já . . . Það er verra með þá. Betra
með tíkur, verra með hunda.
— Þetta er bara svo oft óbrúkunar-
hæft, tíkurnar, ( lóðaríum og standi.
— Það vill nú hafa sinn skammt af
því, kallkynið, held ég, einnegin.
— Ojú, rétt er nú það . . . Jæja þeir
þurfa þó ekki að ganga með og gjóta.
Og svo að losna við hvolpana, geyin,
oft ekkert að gera vð þá nema drekkja.
Ég er hálfónýtur við soleiðis. Svo er
þetta oft vitlaust ( grimmd um með-
göngutímann.
— Ég skal hugsa til þín ef ég á
kallhvolp.
— Þeir eru umsvermaðir hjá þér?
— Ojá, nokkuð.
— Hún er bara eftirsóttari tíkin hjá
þér, heldren heimasæturnar hjá þeim
sumum.
Hlátur. Þögn.
— Þeir eru svona þessir skozku
hvuttar.
— Já þeir eru glúrnir vð það.
— Það er bara'ðeir eiga til að
bíta'ða.
— Ekki hef ég nú orðið svo var við
það hjá mér.
— Er'ann ekki frá þér Gvendar-
hundurinn?
— Gvendar í Dal?
— Nei, hanns Gvennsa hérna.
— Nei hann já, nei, nei nei, þetta
er frá honum Jónatan vestan úr Borg-
arfirði. Hann er með þá hálfskota.
Þeir geta átt til ýmislegt.
— Nú er það ekki eitthvað svipað
með þína?
— Nei, hjá mér kemur það út sem
kvart eða sjöttapartsskotar. Sko, þeir
hafa þetta veiðhundseðli frá skotanum
en gæfir nokkuð.
— Já er'ða svo já?
- Já.
— Já, þeir eru bara gæfir?
— Já.
— Alveg þræl?
— Já, kvart og sjöttaparts.
Þögn.
— Jahá. Já, það er ekki sama hvern-
ig þetta er ræktað náttúrlega.
— Nei, það þarf natni við það.
Bara ansans natni.
— Jæja ekki dugir þessi fjandi, ekki
dregur það sig sjálft féð.
— Hérna. Ekki ætlaði ég að
stela struntunni.
Svo eru þeir horfnir ofan í þenn-
an iðnandi pytt af marglitu fólki
og jarmandi sauðfé í hvamminum
við jökulfIjótið. Vatn þess er hvítt
í sólskininu. Mikill hundamaður
Sigmundur. Og barnalánið hefur
hann.
Nón.
Það er komið mikið af drossíum
í réttirnar. Það eru bæði gæjar og
skvísur í leit að rómantískum
stemmingum og sambandi við nátt-
úru, fyllibyttur í leit að brennivíni
og fylleríum, slágsmálahundar í leit
að óvinum, og fyrrverandi sveita-
menn í leit að sveitamönnum og
sauðfé. Þeir koma í sivjottsfötum,
með hatt og spássistokk, setja aðra
hendina í buxnavasann, standa
hreyfingarlausir tímunum saman
við réttavegginn og horfa á fjár-
dráttinn. Sumir eru orðnir gróssér-
ar í Reykjavík. Þeir koma með skott-
ið fullt af svartadauða „til að hella
í kallana". Sumir koma jafnvel með
vodka eða sénivir. Það eru stór-
gróssérar og höfðingjar. Þeir eru
vinsælir. Þeir heimta söng fyrir snúð
sinn. Ekkert er sjálfsagðara, eftir
að þynnast tekur í almenningnum,
einkum ef menn hafa heimt vel af
fjalli.
Dilkarnir eru orðnir fullir. Al-
menningur tómur af fé. Menn hrópa
sig í litla og stóra hringi. Einingar
og bræðralagstáknið, peli með tári
í útréttri hendi myndar miðju hvers
hrings.
— Siggi. Kondu hérna með tenór-
ið helvítið þitt.
— Þú sæla heimsins svala lind
ó silfurskæra tár . . .
— Hann gat sungið hann pabbi
þinn strákur, þa'mátt'eiga, mikið lif-
andis óskup og skelfing gat'ann nú
sungið fallega, Guðmundur'eitinn,
það er nú alveg meira.
Aksjónin er byrjuð.
Hreppstjórinn býður upp óskila-
fé, af röggsemi og ýtir á eftir mönn-
um að vera ekki með neitt tvínón.
Hann er sjálfur með meiri söng-
mönnum og má ekki vera að þessu
fram eftir öllu.
— Atta hundruð. Býður nokkur
betur.
— O tuttugu. Það er Gvendur
sem býður. Hann hallar sér fram á
grindverkið, með höfuðið grafið
milli handleggjanna, augun kipruð,
horfandi stöðugt beint á uppboðs-
dýrið.
— Átta og fimmtíu.
— Og tíu .. .
— N(u hundruð.
— Og tíu . . .
— Þúsundkall.
— Og fimmtíu, segir Gvendur
alltaf jafn rólegur og einbKnir á
kindina. Það er greinilegt að hann
ætlar sér þessa einsog hinar þrjár.
— Ellefu hundruð og hafðu það
Gvendur.
— Og tuttugu . . .
Framhald á bls. 49.
Ofan brekkuna kemur hópur unglinga
hlaupandi í dinglandi hláum gallabuxum,
frá skelltum drossíudyrum. Lítil stúlka
með ftaksandi skálmar og logagylltan
hvirfilvind um kollinn hleypur uppá vegg-
inn, lítur yfir réttina. Augun hennar loga
er hún segir við vin sinn:
- GvuS. En tru-ukk hérna.
í kvöld er bítlaball í Félagsheimilinu.
Sómar sjá um fjörið.
L____________________________________________j
VIKAN 41. tbl. -Q