Vikan

Tölublað

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 2

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 2
í FULLRI HLVÖRU KING Bezta tóbakið veitir mesta ánægju. REYKIÐ CHESTERFIELD! Þakkarskuld Líklega gerum við okkur ekki fulla grein fyrir því, hversu mik- ið við eigum jólunum að þakka. Við tökum þeim eins og sjálf- sögðum, óumflýjanlegum hlut, hvort sem yfir standa verkföll eður ei, étum, drekkum og er- um glöð, og svo eru jólin búin og maður verður að láta sér duga að hlakka til páskanna um sinn, en þeir flytja manni dæilegasta frí ársins. En það er alveg satt. Við stönd- um í þakkarskuld við jólin. Ekki sízt við íslendingar, sjálf bóka- þjóðin. Það væri nefnilega held- ur rislág bókaþjóð hér á þessum drang í norðurhöfum, ef ekki kæmi til hlutur jólanna. Bækur eru ómissandi til jólagjafa, og bókasala er undirstaða útgáfu, svo þar af leiðandi hressist orð- stír bókaþjóðarinnar um hver jól. Annars væri engin hreyfing á bókum í búðum, nema ef til vill einstaka bók sem bókasnobbm verða að lesa til að geta talað með í kaffi á Borginni og öðrum mannfagnaði. Við stöndum í þakkarskuld við jólin, af því þau koma mönnum til að eyða og spenna í stað þess að nurla aurunum sínum. Þau hafa orðið og geta' enn orðið til að gera mönnum ljóst, að pen- ingarnir eru til að eyða þeim, og þá fyrst hafa þeir gildi, þegar þeim hefur verið breytt í hluti og efni. Við stöndum í þakkarskuld við jólin, af því enn sem komið er tíðkast það víðast að fjölskyldan sé öll í einu heima á aðfanga- dagskvöld. Það er meira en jafn- vel blessað sjónvarpið hefur megnað að gera á rúmhelgum kvöldum, hvað svo sem verður þegar íslenzka sjónvarpið er komið á koppinn. En heimilaupp- lausnin er að verða eitt mesta vandamál þjóðfélaganna, ekki aðeins hins íslenzka. Við stöndum í þakkarskuld við jólin, af því þá er rokið í að gera f þá allsherjartiltekt og hrein- gerningu, sem hefði fyrir löngu átt að vera lokið. Þá er hver hlut- ur dreginn úr stað og hreinsaður í krók og kring og allt sápuþveg- ið og skrúbbað hátt og lágt. Eða jafnvel málað! Við stöndum í þakkarskuld við jólin af því þau bjóða upp á nauðsynlega hvíld eftir hlaupin milli verzlananna og eftir hrein- gerninga, matargerðar og bakst- ursefriðið. Hitt er svo annað mál, og eðli jólanna í sjálfu sér óskylt, hvort við kunnum að meta þessi gæði. Við stöndum í þakkarskuld samt. S.H. 2 VIKAN 48. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.