Vikan

Tölublað

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 40

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 40
Kökuhús úr hunangsdegi Það er ekki eins erfitt og það virðist að baka svona hús. Bezt er að klippa pappirssnið og skera deigið eftir þeim á bökunarplötunni áður en það er bakað. Varizt að láta deigið renna til, meðan verið er að skera, svo að hlutimir passi saman að bökuninni lokinni. Séu börn á heimilinu verða þau að fá að hjálpa til við skreytinguna, og geymið dáiítið af deiginu til að gera fólk og dýr úr, hvort sem það er gert í formum eða búið til hvert fyrir sig. Dýrin má svo borða smám saman fyrst, svo að enginn falli fyrir freistingunni að brjóta sér bita af húsinu, áður en allir eru búnir að njóta þess að horfa á það. En þannig er deigið: 100 gr. smjör eða smjörlíki, 125 gr. púðursykur, ca. IV2 dl. hunang, 500 gr. hveiti, ca. 1 dl. súr- mjólk, V2 tesk. sódaduft, 2 tesk. kanill, 1 tesk. negull, V2 tesk. engifer. Smjörið hrært með púðursykrinum, hunangið brætt örlítið og sett saman við, síðan hveitið og sódaduftið ásamt súrmjólkinni. Kryddinu blandað saman við og allt hrært vel og síðan hnoðað og flatt út. Þá eru hlutimir skornir eftir pappírsmálum, sem eru: 2 stykki, fram- og afturhlið, 10 — 15 cm. hvort. 2 gaflar, 9 cm. breiðir og 18 cm. háir. Þakið, bakað í tveim stykkjum, 9x8 cm. hvort. Skorsteinn, bakaður í 4 stykkjum, 4x5 cm. hvert. Hurðin er skorin úr á plötunni og bökuð sér. Skera má úr fyrir gluggum eða gera rúðurnar döltk- ar með súkkulaðiglassúr. Botninn má baka úr deiginu, en hann má líka vera úr páppa. Þegar búið er að baka þetta, kemur að skemmtilegasta verkinu, en það er að skreyta húsið, og er það gert áður en húsið er límt saman, og þarf glassúrinn að þorna í 3 — 4 klukkutíma, áður en byrjað er að setja húsið saman. Glassúrinn er gerður þannig: 275 gr. flórsykur, ca. 2 eggjahvítur, Vz tesk. borðedik, nokkrir dropar af rauðum og grænum ávaxta- lit og kakó. Glassúrinn er settur í kökusprautu eða kramarhús úr þykkum smjörpappír og sprautað á. Þannig er markað fyrir dyrum, gluggum, þakhellum, eins og sýnt er á myndinni, en auðvitað þarf ekki að fylgja þeirri mynd, heldur nota hugmyndaflugið af fullum krafti. Örlitlar, flatar súkkulaði- kúlur og annað smátt sælgæti, t.d. lakkrískonfekt, skorið í iítil stykki, er notað við skreytinguna, en það er þá límt á eins og húsið er límt saman, en það er gert með bræddum sykri, þannig: Bræðið 250 gr. sykur á pönnu. Þegar hann hefur fengið á sig aðeins Ijósbrúnan lit, er pannan tekin af hitanum, en sykurinn heldur sér það lengi heitum, að hann verður fljótandi og hægt að nota hann sem lím töluverða stund á eftir, en sé hann hafður áfram á hitanum, er hætta á að hann verði of brúnn. Brúnunum er svo dýft í sykurinn og þrýst svolitla stund saman, svo að sykurinn nái að storkna. Húsið er svo fest niður í heilu lagi með sykrinum á botninn. Fallegast er að hafa húsið á stórum bakka og skreyta umhverfið með ýmsu, t.d. bómull, grenigreinum, jólasveinum og ekki sízt kökufólki og dýrum, búnu til úr sama deigi. BERLINARKOSSAR. 125 gr. smjör, 1 dl. sykur, 1 eggjarauða, 200 gr. hveiti. Möndludeig: 25 gr. smjör, 1 di. sykur, 50 gr. sætar möndlur, 1 eggjahvíta. Skreyting: 2 dl. flórsykur, 1 matsk. vatn, 2 tesk. sítrónusafi, söx- uð rauð og græn kokkteilber. Blandið saman hveiti og sykri og myljið smjörið i og hnoðið. Látið standa í 20 mín. á köldum stað. í möndludeigið er sykur og smjör hrært vel sam- an. Mósið kartöflurnar og flysjið og malið möndl- urnar og blandið hvort tveggja í. Þeytið hvítuna vel og hrærið henni í deigið. Fletjið fyrra deigið út í ílangt stykki og smyrjið möndludeiginu þar yfir. Bakið við 225 — 250 gr. hita, og látið svo kök- una kólna. Gerið glassúr úr flórsykri og eggja- hvitu og smyrjið kökuna með því og skrcytið með grófsöxuðum kokkteilberjum. Skerið kökuna í í- langar eða ferhyrndar smærri kökur. HEIMSINS BEZTU BRUNU KOKUR. Þetta er nafnið á þeim, hvort sem þær standa nú undir þvl eða ekki. 250 gr. smjör eða smjörlíki (í gamalli uppskrift stendur að það megi ckki nota nema hreint smjör, en hvernig væri að fara meðalveginn og hafa það jurtasmjörlíki?) 250 gr. sykur, 125 gr. sýróp, 2 tesk. potaska (8 gr.), 1 matsk. vatn, 500 gr. hvciti, 1 tesk. ncgull, 1 matsk. kanill, 75 gr. saxaðar möndlur, 50 gr. mjög smásaxað súkkat. Smjörið, sykurinn og sýrópið er hitað að suðu- marki, cn þá tekið af eldinum. Potaskan leyst upp í vatninu og hcnni hrært saman við, siðan krydd- inu þegar iögurinn er farinn að kólna og þegar deigið er aðeins ylvolgt er hveitinu, möndlunum og súkkatinu hrært f og síðan hnoðað, gerð úr því þykk rúlla eða rúllur og látið standa um stund á svölum stað, en ekki lcngi inni í ísskáp, því að þá er hætta á að déigið vilji molna, þegar það cr skorið. Af því á að skera pappírsþunnar sneiðar, sem bakaöar eru við jafnan, frcmur lítinn hita (175 gr.) í 6 — 8 mín. Jólftbftftsturini? SMJÖRIIRINGIR. 250 gr. hveiti, 250 gr. smjör, Yi dl. rjómi. Egg til a.ö pensla með og perlusykur til að skreyta með. Hnoðið deigið og látið standa á köldum stað um stund. Fletjið það út og gerið litla hringi með þar til gerðu formi. Penslið með eggi, sem hefur verið þeytt lauslega saman og veltið þeim upp úr perlu- sykri eða sem grófustum sykri. ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆#☆☆☆☆ HNETUMARENGS Á HAFRAKÖKUM. Botninn: 2 dl. haframjöl, dl. sykur, \'2 dl. brætt smjörlíki eða smjör. Marengs: 2 eggjahvítur, 5 matsk. sykur, 1 dl. hnetukjarnar. Blandið saman haframjöli og sykri, hellið brædda smjörinu í og blandið vel. Deigið sett í ca. \'2 cm. þykka köku á vel smurða plötu og bakað í u.þ.b. 10 mín. við 150 gr. hita. Látið kökurnar kólna. Eggjahvíturnar stífþeyttar og sykrinum blandað í. Hnetukjarnarnir saxaðir gróft og hrært í eggja- hvíturnar. Síðan er þessu smurt yfir haframjöls- botninn og dálitlu af söxuðum hnetukjörnum stráð ofan á og kak?.n svo bökuð við lítinn hita. þar til eggjahvíturnar hafa tekið á sig lit. Skorið í fer- hyrnda bita. Þetta er lítil uppskrift, en má auð- vita.ð stækka hana. ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.