Vikan

Tölublað

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 82

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 82
Fullkomnasta trésmíöaverkslæöið á minsta gólffletí fyrir heimili, skóla og verkstœði Hin fjölhæfa 8-11 verkefna frésmiðavél: Bandsög, rennibekkur, hjólsög, frœsari, band- slípa, diskslípa, smergel- skífa og útsögunarsög. Fóanlegir fylgihlutir: Afréttari þykktarhefill og borbarki. — og mættum við þá gjarna snúa okkur aftur að ýmsum ævafornum jólasiðum, þeim sem kunnir eru af bókum, svo sem að halda sam- hengi í tilverunni og kallast á við það fólk sem lifði í landinu endur fyrir löngu. Nú geta menn spurt: hvað segði kirkjan? í trausti þeirrar ráðs- mennsku sem Vikan hefur falið mér, myndi ég þá leggja að kirkj- unni að hún tæki upp þá guðfræði, að páskarnir séu merkilegust trú- arhátíð og margfalt þýðingarmeiri en jól, að ríkiskirkjan verði „Kirkja Krists hins upprisna" og haldi upp á þá hátíð með miklum tilþrifum, skrúðgöngum, helgileikjum, tón- leikahaldi — og auðvitað tíðasöng. Árni Bergmann. Örn Ingólfsson Framhald af bls. 18. höndum saman við kirkjuna að koma því til leiðar, að æskufólkið verði virkur þátttakandi í hinu kristilega starfi jafnskjótt og það sezt á skólabekk. Slíkar aðgerðir gætu vel — á- samt öðru — orðið til að skapa þá hugarfarsbreytingu, að menn færu að gefa sér tíma til að halda jólin hátíðleg f þeim anda, sem við á. Sölumaður dauðans Framhald af bls. 37. við málunum, tók Lange að sér hið eðlilega hlutverk sitt sem aðstoðar- foringi, sá um öll smáatriði með smámunasamri nákvæmni. Þegar Craig hafði tekið við stjórninni, var of seint fyrir hann að uppgötva, að ekki voru allir frelsishermenn föðurlandselskendur, né allir Frakk- ar svín. Hann hékk á önglinum og hann vissi það, og í fyrstu var hon- um alveg sama. Þegar hann að lokum ákvað að hætta, voru eftir- leitarmennirnir þegar komnir á slóð hans og hann varð að halda áfram í félagsskapnum, til að vernda hina, Það höfðu verið hin örlaga- þrungnu mistök. Þeir voru allir dauðanum markaðir: Rutter, Lange, Baumer. Lange hafði alltaf krafizt þess, að þeir hittust í hóruhúsum, á nekt- arsýningum eða næturklúbbum, þar sem aðeins klúr skemmtiatriði voru á boðstólum. Hann vissi, að ævi hans yrði stutt, og hann reyndi að gera sér sem mestan mat úr henni. Craig hafði beðið hann að fara gætilega, en hann hafði dáið. Sam- kvæmt dómsúrskurði hafði það ver- ið bílstys. Það hafði verið stúlka með honum og hún hafði einnig dáið; fórnarlamb í orrustu, sem háð var þúsund mílur f burtu. Craig vissi, að hann átti einnig hlut f dauða hennar. Það fór hrollur um hann, og hann tók að hugsa um mann að nafni McLaren. Hann hafði fyrst hitt McLaren í hvíldarbúðum á Sikiley 1943. Hann hafði þá verið liðsforingi í Komm- andosveit, hávaxinn, grannur mað- ur, brúnn eins og Arabi með mjúka Hálandarödd, sem lét ekkert uppi orku né þolni þess, sem talaði. McLaren hafði fundið viskíflösku. Fundið var orðið, sem herinn not- aði fyrir hluti eins og viskí, og hann langaði til að deila henni með öðrum. Craig sem þá var nítj- án ára, skipti sér ekki af orðavali hans. Þeir skiptu flöskunni á milli sín, drykk eftir drykk, og Craig bátsformaður hafði haft vit á því að skynja, að McLaren liðsforingi myndi ekki vera ánægður með venjulegan ofsa eða fýsn. McLaren liðsforingi var heimspekingur og fékk útrás í samræðum. Tuttugu og fimm ára að aldri var hann ómæl- anlega mikið eldri en Craig, og hræðilega viss um nálægð dauð- ans. Hann hafði drepið of oft til að efast um, að röðin kæmi bráð- lega að honum, svo hann talaði, meðan þeir drukku viskíið sitt sam- an. Af öllum [ búðunum hafði hon- um þótt Craig einn hæfur til að deila með honum flöskunni og Craig var stoltur af. Það hvarflaði ekki að honum, að hlffðarlaus dugnaður hans færi langt fram úr getu liðsforingjans, og McLaren hefði þessvegna valið hann sér til félagsskapar. Dapurlega, með eft- irsjá, hafði McLaren liðsforingi kvatt menninguna, meðan Johnny Walker hvarf ofan í þá. Stríðið var endir alls; það var hann viss um. Aldrei framar myndi nokkur finna þörfina til að berjast fyrir nokkru nema sinni eigin lífsafkomu eða í einstaka tilfellum, þægindum. En það yrðu aðeins hinir sjaldgæfu og betur gefnu,- því meðalmennskunni væri nóg aðeins að lifa. Svo hall- aði hann flöskunni og rétti Craig. Þegar friðurinn kæmi myndi fara Tryggvagötu 10 — Simi 15 8 15.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.