Vikan

Tölublað

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 9

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 9
 En fyrir jólin eru aðeins minni brögð að heilagleikanum. Jólaundirbúningurinn er að sumu leyti í hrópandi ósamræmi við jólin. Þá er jólafriðurinn alls staðar boðinn falur á torgum og gatnamótum. Það vilja allir græða á jólahaldinu, rétt eins og þeir verzl- uðu í musterinu á dögum Krists í Gyðingalandi. Þann tíma ríkja lögmál sölumennsk- unnar, en ekki lögmál jólanna. Og sölumennskan er fólgin í því að fá menn til að kaupa hluti hvort sem þá vanhagar um þá eða ekki, fá þá til að ímynda sér að þeir geti ekki haldið jól nema þeir eignist nýtt sófaborð eða málverk eftir frægan málara, fá þá að halda að þá langi til einhvers sem þá langar í rauninni alls ekkert til, og vera óánægð- ir með það sem þeir hafa. Hámark þeirrar sölulistar sem méSt einkennir aðdraganda jólanna kemur fram í af- reki drenganga nokkurs sem seldi leikföng án verzlunarleyfis uppi í sveit í Bandaríkj- unum og var stefnt fyrir rétt, en vann það frægðarverk að pranga tveimur upptrekkt- um mörgæsum inn á dómarann áður en hann náði að kveða upp dóm um að vísa drengnum úr fylkinu fyrir ólöglega sölu! Þær eru víst margar upptrekktu mörgæsirnar sem maður kaupir. Hér eins og áður koma fram mótsagnirnar í manneðlinu. Jólin eiga að vera hátíð þeirrar friðsemdar sem táknuð er með litlu nöktu barni sem fæddist í fjárhúsi og var lagt í jötu „af því að það var ekki rúm fyrir þau í gistihúsinu. En menn undirbúa þessa hátíð með margra daga og jafnvel margra vikna kaupsvalli þar sem menn sannarlega leita til gistisalanna en ekki til peningshússins. Menn vilja gjarn- an varpa af sér byrðinni litla stund, en fara tíðum þannig að því að þeir safna sér í þyngri byrði í staðinn. Mönnum sést oft yfir þá staðreynd að friður er sama og ein- faldleiki. Miklar langanir þýða mildar áhyggjur. Ahyggjurnar standa í réttu hlutfalli við kröfurnar sem þú gerir. En sá sem raunverulega liefur friðinn setur ekki mikil skil- yrði fyrir því að taka í mál að vera til. Hann kann að meta hina einföldu gleði. Gleði jólanna hlýtur alltaf að vera einföld gleði. Hún er í ætt við þá hversdagslegu nautn að fylla lungun í blænum og taka eftir því að sólin sezt í vestri í dag eins og vana- lega. Sú gleði verður ekki búin til á steikarapönnu eða hellt í glös úr flöskum, hengd upp á vegg eða geymd í bankahólfi. Hún dettur niður um reykháfinn eða smeygir sér inn um hálfopinn glugga — eins og John Barrymore sagði einhverju sinni um hamingjuna að hún kæmi til þín inn um dyr sem þú vissir ekki að þú hefðir skilið eftir opnar. Það er ákaflega skringilegt að halda upp á jólin með því að kaupa og eignast. Miklu nær væri jólahald sem byggðist á því að gefa, gefa eitthvað sem maður átti, og halda jól fátækari en maður var fyrir jólin. Spurningin væri þá: Hvað af því sem ég á, þarf ég að geta losað mig við? Eða: Úr hvaða vandræðum í kringum mig þyrfti ég að bæta til þess að öðlast endurnýjaðan jólafrið? Nei, þetta eru hvorki höfuðórar né fjas. Framhald á bls. 69. I ! i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.