Vikan

Tölublað

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 25

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 25
sprengdi af okkur ólagaham og gerði okkur öll eins og við vorum í raun og veru — eða vildum vera. Þannig varð það um sjóferðina, sem jafnan síðan var kölluð jóla- róðurinn hans Péturs. Jólaróðurinn hans Péturs varð mér minnisstæðastur af öllu, sem ég lifði þarna í þorpinu — og hann er orsök þess, að ég rifja þessa sögu upp . . . Jú, það vantaði ekki, það gat verið nógu skemmtilegt að tala við karlana. En skemmtilegastur þeirra allra fannst mér þó Pótur í Tanga- búðinni, — Pétur Hallsson. Pétur var hár vexti og vörpulegur á velli, mikill í herðum, en hvatur og léttur í spori. Það var sagt, að hann væri tröllsterkur og hefði aldrei orðið aflfátt. Hann var hvass á brún, ennið hátt og mikilúðlegt, hakan sterkleg og festuleg, svipurinn markaður alvöru, sem jaðraði við hörku. Pétur var hvorki margmáll eða ýkja mannblendinn, en þó laus við að hrinda mönnum frá sér, gat átt það til að vera sérkennilega rakleiður í svörum og hlýr í við- móti, ef svo skyldi vera, einkum ef hann var hreyfur af víni. Því Pétri í Tangabúðinni þótti gott í staupinu. Það var ekkert leyndar- mál. En hann var ekki meiri drykkjumaður en svo, að hann átti oftast einhverja glætu á pelanum sínum, þegar aðrir áttu ekkert — og báru sig báglega. Oftast nær áttu þeir ekkert. — Svona er að kunna ekki með þetta að fara, sagði Pétur, þegar svo stóð á. — Dreyptu á þessu kunn- ingi! Það var ómögulegt annað en að taka eftir Pétri í Tangabúðinni í þessu litla samfélagi. Hann var fyrirmannlegri en nokkur hinna sjó- mannanna, gekk betur til fara, hafði sitt eigið persónulega snið. Litla býlið hans, Tangabúðin, var spölkorn utan við þorpið. Framund- an því hafði hann uppsátur sitt og bát sinn og fiskhjall. [ kringum litla íbúðarhúsið sitt hafði hann grætt upp snoturt tún úr óræktar- móa og þau höfðu kú í Tangabúð- inni og nokkrar kindur. Fram und- an húsinu var vel hirtur matjurta- garður. Mér var sagt, að Pétur væri fæddur og uppalinn þarna í Tangabúðinni. Þá hefði Tangabúð- in verið óttalegt hreysi, skelfileg fátækt og sultur. Pétur fór að heim- an strax eftir fremingu, fór til sjós, var í förum víða um lönd í mörg ár, gerðist síðan sjómaður á togur- um í Reykjavík. Eftir það fór hann að koma heim öðru hvoru, hjálpaði móður sinni í elli hennar. Vorið, sem hún dó, keypti hann kotið af hreppnum og galt svo ríflega, að hreppsnefndin hélt, að hann hlyti að vera eitthvað bilaður. Síðan tók hann að byggja sér þarna hús, laga lendinguna, koma sér upp fiskhúsi, girða móann, rækta tún. ,,Að hann Pétur skuli nenna því Framhald á bls. 59. VXKAN 48. tbl. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.