Vikan

Tölublað

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 5

Vikan - 02.12.1965, Blaðsíða 5
ið orðin eitt, er svona framkoma þá ekki dónaskapur? Munaði stúlkuna mikið um að vera kurt- eis og opna fyrir einni hræðu, þar sem búðin var full fyrir, úr því að hræðan kom að dyrunum í sama mund og verið var að læsa þeim? Með fyrirfram þakklæti. Mína. Þetta er tvímælalaust dónaskap- ur að okkar viti, og ekki nema enn eitt dæmið um skilningsleysi landans á þjónustu og gildi henn- ar. Vonandi verður mjög bráð- lega farið að selja mjólk og mjólkurvörur í almennum verzl- unum eingöngu, eins og nú þeg- ar er farið að tíðkast nokkuð. ÓGNÞRUNGIN EFTIRKÖST. Kæri Póstur! Ég sný mér til þín í vandræð- um mínum eins og svo margir hafa gert á undan mér og eiga sjálfsagt eftir að gera lengi. En svo er mál með vexti að ég fór á ball um daginn hér í ónefnt vertshús og hafði heim með mér píu eina af germönsku kyni, nán- ar til tekið úr þriðja ríkinu sem einu sinni var. En sem ég vænti þess að hún hefði sig á brott með morgunsárinu rauða og léti við sitja orðinn hlut, brá hún á annan leik og tók nú allt til hátt og lágt í kytru minni og rak mig meira að segja á fætur í rauðabýtið á sunnudagsmorgni og skipaði mér út að kaupa smörrebröd í morgun & hádegis- mat. Mér fannst það svo sem ekki nema von að sú germanska væri orðin svöng og lét þetta eftir, en með því nokkur gangur er úr kytru minni í smörrebrödsstofu og ég varð auk þess að bíða eft- ir því að eggin væru spæld, var germína mér fljótari og hafði sótt föggur sínar og borið inn í kytru mína. Hafði þar nú mjög breytt um svip, er ég kom aftur. Ég var enn sem fyrr auðtrúa og taldi mér trú um að þetta væri mjög tímabundið ástand, en svo var ekki. Hún sat sem fastast og dugðu mér engin undanbrögð. Ég brá þá á annað bragð og tók að meðhöndla hana sem svínslegast ég mátti, en hún hafði það sömu- leiðis að engu, og standa málin þannig enn í dag, að ég sit og stend uppi með Germínu. Og nú spyr ég þig ráða, Póstur góður — kanntu nokkuð ráð sem má við þrákelkni þjóðar þeirrar, er Þýzkaland byggir? Með von um skjótt svar og gott. Der Miide. Þetta er auðvitað hreint sjálf- skaparvíti hjá þér, en ekki er þaB betra fyrir það. Þú ert ekki sá fyrsti, sem stendur ráðþrota gagnvart þessum herskáa kyn- stotni og er ekki gott að segja, hvað ber helzt að ráðleggja þér, þar sem við höfum tilfinnanlega litla reynslu af samlífi við germ- anskar valkyrjur. Þó skaltu gæta þess vel að lemja hana ekki eður meðhöndla af grimmd, því lík- legast er að hún kunni vistinni þeim mun betur sem þú lemur hana meir. Hinsvegar er sú lausn ekki óhugsandi að þú verð- ir þér úti um aðra þýzka. í þeirri styrjöld, sem þá yrði óumflýjan- lega, er ekki óhugsandi að þú stæðir einn eftir að lokum. FLUGEYRA. Kæri Póstur! Svo er mál með vexti, að ann- að eyrað á mér er svo útstand- andi, að til mikilla lýta er. Þetta fer óskaplega í taugarnar á mér, én ég veit því miður ekki hvert ég á að snúa mér í þessu efni. Getur þú ekki, Póstur góður, sagt mér hvaða læknar taka að sér að lagfæra slíkt og hvernig hægt er að má sambandi við þá og einnig hvað þannig aðgerð muni kosta Ég veit, að þetta er vandamál margra. Með fyrirfram þökk. Ein örvæntingarfull. Það væri kannski reynandi að setja lím bak við eyrað og þrýsta því að höfðinu, þar til það hefur bitið sig í límið og allt er fast og fínt. En svona án gamans, við höfum ekki leyfi til að skýra frá því, hver eða hverjir gera slíkar aðgerðir eða hvað þær muni kosta, því læknastéttin lít- ur á slíkt sem auglýsingastarf- semi af hálfu viðkomandi og það er álitinn grafalvarlegur hlutur innan stéttarinnar. Hins vegar má telja víst, að hvaða læknir sem er muni fúslega segja þér í einrúmi hvert þú átt að snúa þér, og hversu mikla peninga hér um bil þú þarft að hafa í veskinu. En við viljum eindreg- ið ráðleggja þér að íhuga vel og vandlega, hvort aðgerð sem þessi borgar sig, án þess að hugsa um peninga í því sambandi, því það er margsannað mál, að betra er heilt en vel gróið. Fallegar jélagjafir i 'lamtngo hárþurrkan - fallegri og fljótari og hefur alla kostina: 700 W hitaelement, stiglaus hitastilling 8—80°C og nýi tur- bo-loftdreifarinn skapa þægilegri og fIjótari þurrkun. Hljóðlót og truflar hvorki útvarp né sjón- varp. Fyrirferðarlítil í geymslu, því hjólminn mó leggja saman. Auðveld uppsetning á herberg- ishurð, skáphurð, hillu o.fl., en einnig fást borðstativ og gólf- stativ, sem líka má leggja sam- an. 2 fallegar litasamstæður, bláleit (turkis) og gulleit (beige). FLAMINGO straujárnið er létt og lipurt, hitnar og kóln- ar fljótt og hefur hárnákvæman hitastilli, hitaöryggi og hitamæli, sem alltaf sýnir hitastigið. Fæst fyrir hægri og vinstri hönd — og þér getið valið um 4 fallega liti: króm, topasgult, opalblátt og kóralrautt. FLAMINGO úðarinn er loftknúinn og úðar tauið svo fínt og jafnt, að hægt er að strauja það jafnóðum. Omissandi þeim, sem kynnst hafa. Litir í stíl við straujárnin. FLAMINGO snúruhaldarinn er ekki síður til þæginda, því hann heldur straujárnssnúrunni á lofti, svo að hún flækist ekki fyrir. Abyrgð og traust varahluta- og við- gerðaþjónusta. ■tUP-HAMI Sendum um allt land. SUÐURGATA 10 - REYKJAVÍK P Ö N T U N — Sendið undirrit. í póstkröfu: .... stk. FLAMINGO hárþurrka . .. litur: ................... kr. 1115.— .... stk. FLAMINGO borðstativ .............................. kr. 115.— .... stk. FLAMINGO gólfstativ .............................. kr. 395,— .... stk. FLAMINGO straujárn .......litur: .................. kr. 495— .... stk. FLAMINGO úðari ...........litur: .................. kr. 245.— .... stk. FLAMINGO snúruhaldari ............................ kr. 109— Nafn: ................................................................... Heimili: ...................... Til: FÖNIX S.F., Pósthólf 1421, Reykjavík. V-48. VIKAN 48. tbl. Pj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.