Vikan


Vikan - 03.02.1966, Side 16

Vikan - 03.02.1966, Side 16
HÚN ER ÞAÐ SEM KOMA SKAL-NÝI VINDBLÆRINN- NÝJA TÍZKAN JEAN SHRIMPTON er dæmigerð nútíma stúlka, elskuleg, eðlileg og þokkafull. Hún er fyrirmynd og hugsjón kvenna í London, París og ... já um allan heim. Hér fáið þið að heyra um hana, hæst launuðu fyrirsætu heimsins. Hún hefur fallegasta andlit í heimi, er sagt í dag um Jean Shrimpton, tuttugu og tveggia ára gamla fyrirsætu. I Englandi er hún almennt kölluð „rækj- an" (The Shrimp). Hún er efst á lista hjá tízku- Ijósmyndurum og vinnur sér inn þrjár til fjórar milljón- ir á ári, án þess að þurfa að leggja að sér. Hún gæti hæglega haft meiri tekjur, ef hún vildi vinna annars- staðar en í Englandi. En það eru ekki nema fjögur ár síðan stúlkan, sem nýlega var orðin fyrirsæta, fékk ekki vinnu hjá ensku tízkublaði vegna þess að hún var dæmd „of Ijót"! í dag eru dómarnir um hana aðrir: — Hún er dæmigerð týpa fyrir nýju tízkuna, sem hefur vakið hrifningu um allan heim, hún er fyrir- mynd ungu stúlknanna, segir Eileen Ford, forstöðu- kona stærsta tízkuteikningafyrirtækis Bandaríkjanna og um leið tízkufrömuður fyrir allan heiminn . . . — Það er dásamlegt að mynda hana, segja Ijós- myndararnir himinlifandi. — Hún er nýja útlitið, segja tízkumeistararnir. — Hún er einfaldlega stórkostlega smart, segja ungu stúlkurnar og herrar þeirra segja: — Hún er sexy . . . Sjálf lætur Jean, sem hefir stór, undrandi augu og háan grannvaxinn líkama, eins og þetta stand komi sér ekkert við. Undrunarsvipurinn er kannske alls ekki uppstilling, því að hún heldur því fram að hún hafi alltaf haft áhyggjur af útliti sínu, sérstaklega líkam- anum og útlimunum, sem eru einum um of á lengd- ina, að minnsta kosti finnst henni það sjálfri. Hún er ekkert hrifin af letilífi í lúxus og þykir ekkert gaman af að sækja veitingahús, enda er það heppilegt fyrir hana, því að hún vinnur mikið og þarf bæði á hvíld og fegurðarblundum að halda. Vinnu sína tekur hún mjög alvarlega. Hún lifir sig inn í listina að sitja vel fyrir, hefir nákvæma stunda- töflu, fer frá einum stað til annars á réttum tíma og svíkur ekki gefin loforð. Hún er líka töluvert hreykin yfir stöðu sinni og reiknar með að geta haldið henni í fimm ár ennþá. Eftir þann tíma ætlar hún helzt að setjast að úti í sveit, vill helzt verða gamaldags ensk húsmóðir og vill eignast mörg börn. Eða þá að taka Framhald á bls. 36. Jg VIKAN 5. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.