Vikan - 24.11.1966, Blaðsíða 17
i':
En ég þótti heldur þunnur í kverinu.
Þó þykknaði heldur betur í presti. En þá
varð fyrir svörum Salvör Kristjánsdóttir sem
gekk með mér til spurninga:
„Það er ekki von að hann kunni mikið, því
hann á ekkert kver."
„Guð almáttugur, á hann ekkert kver?"
sagði prestur og rak upp stór augu, horfði
til mín og sagði svo: „Ég sé ekki betur en
hann sé með kver."
En það voru ekki nema tvö blöð innan í
spjöldunum, byrjaði á 18. kafla og svo var
slitur úr 6. kafla. Þá var presti öllum lokið:
„Er það nú útbúnaður! Upp á þetta vill fólk
að barnið fermist." Þá bauðst Salvör til að
hjálpa mér. Ég klambraði mér út gamalt
kver. Prestur þessi var Sigurður Sív'ertsen,
helvítis stórbokki en ég volaður vesalingur.
Nú átti að vera skóli í Ytri-Hlíð. Ég kem
með kverið og Salvör segir: „Nú er hægt
að ferma drenginn." Ég hafði lesið bókina
þrisvar og kunni alla þá króníku en meira
hef ég ekki lært í þeim fræðum. Prestur segir
að ég sé góður. „Ef þú heldur svona áfram
skal ég gefa þér Nýja testamenntið." Nú
vissi ég að hann mundi ferma mig og þótti
mér þá heldur vandast málið, því ég átti
engin föt til að fara í. En þarna var að alast
upp unglingur, Friðrik V. Ólafsson, seinna
skólastjóri Sjómannaskólans. Hann sendi mér
föt og hálstau, grjótharðan andskota sem
ætlaði að drepa á mér strjúpann. En ég var
fermdur. Og prestur gaf mér Nýja testa-
menntið, það voru á því tréspjöld og allra
handa góðar græjur, bókina hafði átt Bjarni
nokkur fjósakall hjá presti sem var hrokkinn
upp af. En það var galli á: þetta var allt
á gotnesku letri. En mér var sama um það.
Nú fór ég í nýja vist í Strandhöfn. Þar sagði
fólkið: „Nú er búið að ferma þig." Og ein
kona óskaði mér til hamingju. „Með hvað?"
spurði ég.
Þarna var ég smali og var mér sagt: „Ef
þú ert svangur á kvíum, þá drekktu sauða-
mjólk eins og þú þolir." Og þá fór heldur
að togna úr mér, ég gat flogizt á við hund-
inn án þess að detta.
Þarna lenti ég á mínu eina fylliríi um æv-
ina, fjórtán ára. Piltarnir voru að koma úr
kaupstað undir morgun, höfðu farið með ull-
ina og vöktu mig til að fara með hestana,
ég átti að hefta þá. Ég tíndi á mig spjarirn-
ar heldur úrillur en þá dregur einn piltanna
upp hálfa flösku af bennivíni og segir mér
að eiga þetta. Ég hef víst sopið eitthvað á
flöskunni því ég varð pirrandi fullur, svona
lika gleiður á afturfótunum. Svona paufast
ég á eftir rollunum og kom ekki heim fyrr
en um miðjan dag slagandi og vissi ekki
mitt rjúkandi ráð, roilurnar týndar, malpok-
inn týndur og hundurinn týndur. Sfðan hef
ég ekki drukkið mig fullan. Ég nærðist á nýja
fiskinum og át alltaf lifrina og var ekki lengi
þessi bölvaði kútur sem ég hafði verið.
Jæja, svo þegar ég var fermdur og allt
í lagi, þá er ég drifinn suður. Ég fór suður
með „HÓLUM", hann var hálfan mánuð á
leiðinni og það voru 500 manns um borð.
Þegar til Reykjavíkur kom var þar allt fullt
af strákum á bryggjunni og ég datt í sjóinn.
En þarna var kominn þessi móðurbróðir minn,
Nikulás Arnason frá Bakkakoti. Hann segir
að ég skuli koma með sér á kútter Harald.
Og ég náttúrlega samþykkur því eins og
Framhald á bls. 37.
I Nikulás í Skuld hefur lagt gjörva hönd á margt um dag-
I ana og m. a. var hann kokkur á Kútter Haraldi, þar sem voru
I kátir karlar, sem allir komu aftur og enginn þeirra dó eins
I og alkunnugt er.
Texti: Jttkull Jakobsson
Teikoioo: Baltasar
færi. Ég átti ekki nema brúnieitar reiðbuxur gamlar
af húsbóndanum, voru klaufir á báðum hliðum og
örstutt í miðstöð. Fólkið fór semsagt allt ríðandi, ég elti,
hljóp beint úr fjósinu. Ég týndi brátt öðrum skónum
en var ekki að súta það. Svo sat allt fast í skafli og
það varð að fara inn í Skóga og gista þar. Daginn
eftir segir Sigríður í Skógum: „Ég ætla að láta þig
hafa hérna buxur." Ég segi: „Það er náttúrlega gott
ef þær eru ekki mjög dýrar". En þær voru þá raunar
ókeypis, notaðar buxur áf einhverjum andskotans
júpíter. Gömlu buxurnar mínar batt hún saman og
bað þá koma þeim úteftir, þær voru svo sem ekki
félegar, þvi allt varð að bera út úr fjósinu á rekunni.
Jæja, svo fer bóndinn með mig inn í Torfastaði. Ég átti
að fara í skóla, það var ordra frá presti. Þá var far-
kennari Júlíus Ólafsson, stúdent frá Ólafsdal og ég
fylgdi honum. Hann heimtaði að hann væri þéraður.
Og svo semst um að ég er mánuð á Vakurstöðum hjá
Vigfúsi bónda þar og læri hjá Júlíusi. Þá segir prestur
að ég eigi að fara með honum í Rjúpnafell, þaðan er
Björgvin Guðmundsson tónskáld og bræður hans, það
er allt saman dáið.
Og svo er farið að ganga til spurninga.
Iieir vorn ekki
inaivandir ð
kntter Haraldi
47. tw. VIKAN 17