Vikan


Vikan - 24.11.1966, Blaðsíða 30

Vikan - 24.11.1966, Blaðsíða 30
Borghese hafði tekið með sér þetta snjalla tjald, sem um nætur kom í staðinn fyrir blæjurnar yfir bílnum. Hvort tveggja var skilið eftir á fyrstu dögum leiðangursins. De Dionarnir voru £ léttbyggðir bílar, enda sýnast þeir sízt eiga heima í þessu hrikalega landslagi. Dráttarmenn- irnir eru í ópíumhléi. Godard var stoltur af Spijkernum sínum, en varð þó að láta sér lynda, að hann væri dreginn af handafli inn í Nankow. Stundum þurftu leiðang- ursmenn að tefja för sína meðan farartæki innfæddra, svo sem uxa- eyki, fóru fram hjá, því skepnurnar ærðust af hræðslu við bílana. £> Túlkurinn fylgdi þeim aðeins til Kalgan. Hér kveður hann Godard og du Taillis. ■ ■ 3 * 13 &*.***] ‘ ' ' WÍBÍBÍ {] Þessir dagar voru þjáningar fyrir Ettore Guizzardi, manninn sem var svo elskur að bílum, að þegar hann hafði ekkert sérstakt að gera, lagðist hann undir þá, til að njóta þeirra að neðan. Enginn hafði með sér eins mikinn og góðan útbúnað og Borghese prins. Á myndinni hér að neðan, er verið að bæta bensíni á Itöluna. Takið eftir vara- dekkjunum og aukatönkunum. í undanförnum tveimur blöðum höf- um við lýst undir- búningnum að lengsta kappakstri sögunnar — kannski væri þó réttara að kalla hann þolraun- arakstur, því ferð- inni var heitið frá Peking til Parísar, yfir land sem þá var að mestu leyti án ■ allra vega. Franska blaðið Le Matin hafði hrundið þess- um kappakstri af stað og hét þeim, sem fyrstur kæmi í mark, 10.000 franka verðlaunum, en á hinn bóginn höfðu þátttakendurnir gert samkomulag um það sín á milli, að þeir skyldu fylgjast að, minnsta kosti fyrsta og erfiðasta áfanga leiðarinnar og hjálpa stöðvað alla umferð um leiðina norður úr borg- inni, og Kínverjarnir stóðu í röðum meðfram götunum í mildu regn- inu. Nú var Cormier í farabroddi og ók sigri hrósandi gegnum Hlið Hinnar Sigrandi Dyggð- ar. Regnið breytti götu- slóðanum þegar í stað í aur og hjólin grófust ofan í leðjuna, þar sem steinarnir veittu þeim óblíðar móttökur. Þeir neyddust til að aka í lággírum. Þegar þeir voru komnir svo sem mílufjórðung frá borg- inni reis Goubault, túlkurinn frá franska hernum, upp úr sæti sínu í bíl Cormiers, og leit yfir farinn veg. Cormier gaf merki um að hann ætlaði að nema staðar, og Spijkerinn og Italan komu til hans, og stöðvuðu fyrir aftan álengdar. Að lokum vörpuðu þeir Godard og Cormier hlutkesti um það hvor þeirra ætti að fara aftur og svipast um eftir týndu bílunum og Godard tapaði. Hann yppti öxlum kæruleysis- lega um leið og hann sneri við og skildi du Taillis, ferðafélaga sinn, eftir. Borgarmúrar Pek- ing voru enn sjáanlegir. Um það bil þrem klukkustundum seinna kom Spijkerin aftur og var eina hjólið, sem mótorinn sneri, lyftist stöðugt upp. En nú héldu allir fjórir áfram. Spijkerinn og de Dion bílarnir ávalt á undan og biðu við og við eftir að Contalinn næði þeim. Þeir fóru eftir gerðum samningum með að hjálpa hinum ferðafé- lögunum, þegar þeim lægi á, en árangurinn varð sá, að þeim varð förin mun seinni en þeir 9000 mílur eru eftir. Ferðafélagarnir búast sameiginlega til næturhvíldar, í fyrsta og eina skiptið í leiðangrinum. DA KIINNIENGMN A8TJAUM 3. Iiluti Sigurður Hreiðar tók saman hver öðrum eftir mætti. AIls tóku fimm bílar þátt í þessari keppni: Itala, ökumaður Borghese prins. De Dion, öku- maður Georges Cor- mier, og annar De Dion, ökumaður Victor Collignon. Contal tri-car, öku- ,maður Auguste Pons, Jog loks Spijker, öku- ítnaður Charles God- jard. Öllum þessum mönnum og öku- tækjum þeirra hefur verið lýst í undan- farandi köflum, ásamt öðrum leið- angursmönnum. Við skildum við þá félaganna, þegar þeir voru að aka af stað út úr Peking. Þeir óku greitt, fyrst í stað, lög- reglan í Peking hafði hann. Fleiri voru ekki sjáanlegir, nema opin- ber starfsmaður, sem hafði fylgt þeim ríðandi frá hliðinu. Cormier steig út og gekk til du Tailis með uppgjöf í svipnum. Það leyndi sér ekki, að þeir Collignon og Pons voru þegar týndir. Borghese prins var harla fýldur. Til þess að komast hjá óþægindum þegar á fyrsta degi ferðarinnar, bauð du Taillis honum að halda áfram og prinsinn lét ekki segja sér það tvis- var. Spijkerinn og de Dion Cormiers stóðu þarna á götuslóðanum og þeir biðu. Opinberi starfsmaðurinn, sem greinilega hafði fengið fyrirmæli um að fylgj- ast með framvindu mál- anna, beið þolinmóður á eftir honum hinir bíl- arnir tveir. Þeir höfðu villzt af leið, meðan þeir voru ennþá innan borg- arveggjanna og lent í austurhluta borgarinn- ar í átt að sumarhöll- inni. Contal tri-hjólið átti þegar í erfiðleikum. Framhjólin, sem allur þunginn hvíldi á, gróf- ust stöðugt ofan í aur- inn, en afturhjólið, sem höfðu reiknað með, og framundan var fyrsta alvarlega fyrirstaðan, leifarnar af brúnni yf- ir Cha Ho. Italan hafði fengið þó nokkurt forskot. Að vísu var leiðin erfið, en Borghese og vélamaður hans Guizzardi þurftu ekki að bíða eftir nein- 'um. Lengi vel var farið yfir gljúpan sand, en Burðarkarlarnir þyrpast að, til að njóta góðs af því, sem ferða- langarnir losuðu sig við. fyrir atlöguna við Gobi eyðimörkina. grunnt var á klettunum, svo að stundum stóðu þeir upp úr. Allt var blautt af regninu, og þar sem aurbrettin höfðu verið tekin af til að létta bílinn, jusu hjólin stöðugt sandi og aur yfir farþeg- ana og klettarnir, sem annað slagið stóðu upp úr sandinum, köstúðu þeim óþyrmilega til á trébekkjunum. Þeir neyddust til að fara hægt, og það sauð stöð- ugt á bílunum. En Pekingsléttan er auðug af vatni, svo þeir gátu auðveldlega fengið nóg til að kæla bílinn með, fyrst jusu þeir yfir vatnskassann og helltu svo í hann á eftir. Og fyrr en varði varð fyrri brúin yfir Cha Ho frammi fyrir þeim. í rauninni voru þessar brýr ekki annað en gömul, fögur minnismerki. Það hafði gersam- lega láðst að halda þeim við, meðan þær voru enn ungar, og síðar meir varð það ógerningur. Brúargólfið var úr tilhöggnum marmarasteinum, sem voru minnst þrjú fet á breidd og oft tvisvar sinnum lengri. En það var ekkert til að halda þeim saman, og sumsstaðar höfðu þeir gersam- lega dottið úr með þeim afleið- ingum, að þeir sem enn héngu uppi, höfðu hallað sér í allar áttir eftir eigin geðþótta. Þess- vegna voru bæði stórar gloppur og rifur í brúnni. Þar að auki hafði uppfyllingin við brúar- sporðinn gersamlega skolazt burt, svo það var tólf til fimmtán feta stallur upp á brúna. Að vísu hafði verið þjappað leir við brú- arsporðana í staðinn, svo burð- ardýr gátu komizt upp og ef til vill vagnar, ef nægur mannskap- ur var til að ýta. Það virtist óhugsandi að koma þungum bíl upp á brúna. Borghese hafði þegar orðið að aka yfir nokkrar ár, svo að honum datt fyrst í hug möguleikinn á að aka ein- hversstaðar yfir þessa. En hann komst fljótt að raun um að þar var ekkert vað sem möguleiki væri að komast með Itöluna yfir á. Eins og áður er getið, hafði Borghese verið svo forsjáll að taka með sér nokkrar stálplötur, sem hann hafði hugsað sér að setja undir hjól bifreiðarinnar, ef jarðvegurinn yrði svo gljúpur, að ómögulegt væri að komast yfir öðruvísi. Nú voru þessar plötur teknar og lagðar yfir fremstu götin á brúnni. Ettore Guizzardi settist svo undir stýri, ók bílnum um fimmtíu metra aftur á bak frá brúnni og gaf svo í, í von um að ferðin nægði til að kasta bílnum upp yfir snar- brattann leirstíginn upp á brúna. Hann komst svo langt að fram- 47. tbh VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.