Vikan


Vikan - 24.11.1966, Blaðsíða 34

Vikan - 24.11.1966, Blaðsíða 34
HEIMILISTÆKI S. F., Sætúni 8, sími 24000 Hafnarstræti 1, sími 20455 óséður upp til hennar. Herra Rogers var heyrnarlaus; húsvörðurinn hafði það notalegt í kjallaraíbúðinni, enda var hann ekkert vingiarnlegur við hana um þessar mundir. Það var ekkert annað að gera en að reyna að tala við Alexand- er. — Þú myndir skraskja, ef einhver kæmi upp stigann? spurði liún. — Spurðu mig ekki, elskan, var það eina sem hún fékk út úr hon- um. Hún vissi að hann var vanur að skrækja, ef einhver kom upp stig- ann. Ef einhver kæmi upp stigann Katie McTavish var hrædd. Það voru tólf klukkustundir, þangað til aftur yrði bjart. Hún ætlaði að kveikja á öllum Ijósum í (búðinni, loka svefnherberginu og vera í dag- stofunni .... Hún yfirgaf dagstofuna og fór inn í svefnherbergið. Þar var allt eins og venjulega, sauðargæran á gólfinu, handgert rúmteppið, vatns- litarmynd frá Zermatt og fallegi Chippendale spegillinn hennar (sem hún hafði keypt hjá herra Oliver); óvenjulega fallegur silfur-kerta- stjaki (gjöf frá herra Oliver). En samt var allt öðruvísi en áð- ur. Ekkert var eins. Það var allt annað andrúmsloft í íbúðinni. Það var eins og allt væri að bíða. íbúð- in var eins hrædd og hún hjálf. — Hættu þessum ímyndunum, sagði hún við sjálfa sig. En hún hefði eins vel getað stöðv- að Niagarafossana. Hvert einasta brak í þessu gamla húsi, kom henni til að hrökkva við, og henni fannst hljóðið í klukkunni hrollvekjandi. En allt í einu hringdi síminn. Katie stirðnaði. — Flýttu þér, kallaði Alexander úr næsta herbergi. Að lokum gat Katie safnað kröft- um til að taka símann. — Halló, sagði hún, svo lágum rómi, að það heyrðist tæpast. — Það er ég, sagði glaðleg rödd. — Maðurinn á móti .... — O, sagði Katie, og það var sem létti af henni fargi. — Eg fór að hugsa hvort allt væri í lagi hjá þér; ég meina, það er svo óvenjulegt að sjá þennan Ijósagang hjá þér svona seint. Ég man ekki til að það hafi skeð all- an þann tíma sem ég hefi verið andbýlingur þinn. Mér datt í hug að innbrotið hjá herra Oliver hefði kannske gert þig hrædda. — Jú, það er nú einmitt það. Sjáðu til, ég sá þetta allt. Ég hall- aði mér út um gluggann, og við horfðumst í augu. Nú er ég svo hrædd um að hann komi aftur, til að, að .... — Ég er alveg viss um að hann kemur ekki aftur, en ég skil að þetta hlýtur að vera ákaflega óþægileg tilfinning. Ég ætla að koma yfir til þín og rabba við þig. — Koma hingað? — Já, og ég skal taka með mér sverðið mitt, til að verja þig, ef á þar fað halda. — En það er orðið svo framorð- ið, sagði Katie og reyndi ekki að láta það heyrast hve fegin hún var. — Tilgangurinn helgar meðalið, sagði hann. — Ég tek Heilagan Jóhannes með mér til siðasaka. — Heilaga .... — Já, það er skjórinn minn. Sjálf- ur heiti ég John Graham. Ég kem eftir fimm mínútur. Katie lagði frá sér símann. Alex- ander horfði á hana og hún brosti við honum. Það var eins og íbúðin hefði tekið algerum stakkaskiptum. Hún leit á klukkuna, hana vantaði kortér í eitt. Þetta leit ekki vel út, sérstaklega þar sem húsvörðurinn var í fýlu. Vonandi var hann ekki svefnstyggur. Katie fór fram í eld- hús og setti ketilinn á. Henni fannst dálíitð skrítið að hitta John Graham, svona augliti til auglits, eftir að hafa séð hann í glugganum í öll þessi ár. Heilagur Jóhannes, skjór- inn, sat letilega á öxl hans. — Ég á páfagauk, sagði Katie og renydi að vera hressileg til að yfir- buga feimnina. — Það var skemmtilegt, sagði John Graham, glaðlega. — Ég reikna með að þú sért van- ur stigum. — Ætli við þurfum ekki að hlaupa upp álíka mörg þrep. — Það var fallega gert af þér að koma. En ég veit ekki hvað fólk hugsar. — Því finnst þetta sjálfsagt ákaf- lega eðlilegt. Hún horfði á hann. Hann var dökkbrýndur og frekar fölleitur, hárið dökkbrúnt og þykkt. Hún gat ekki komið auga á nokkra máln- ingarslettu á honum, hann leit frek- ar út eins og hermaður. — Komstu með sverðið með þér? Hann brosti og klappaði á jakka- vasann. — Ég hélt að koniakspeli væri eiginlega heppilegri í þessu itlfelli. — En hvað þetta er notaleg íbúð, sagði hann, — hún er líka stærri en mín. — Farðu inn í dagstofuna, ég ætla að búa til kaffi. Þegar hún kom inn í stofuna, sat hann við rafmagnsofninn og var að lesa eina af sögum hennar. O, vertu ekki að þessu, þér finnst þetta eflaust hlægilegt. — Þvert á móti, mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Ég geri oft ágæt- ar bókakápur, bætti hann við. Katie setti kaffibakkann frá sér. Hún bjó til gott kaffi og ilmurinn fyllti stofuna. Kaffibollarnir voru mjög fallegir, (þeir voru líka frá herra Oliver). — Þetta er svei mér glæsilegt, sagði John Graham. — Ég er vanur 34 VIKAN 47 tbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.