Vikan - 24.11.1966, Side 34
HEIMILISTÆKI S. F., Sætúni 8, sími 24000
Hafnarstræti 1, sími 20455
óséður upp til hennar. Herra Rogers
var heyrnarlaus; húsvörðurinn hafði
það notalegt í kjallaraíbúðinni,
enda var hann ekkert vingiarnlegur
við hana um þessar mundir.
Það var ekkert annað að gera
en að reyna að tala við Alexand-
er.
— Þú myndir skraskja, ef einhver
kæmi upp stigann? spurði liún.
— Spurðu mig ekki, elskan, var
það eina sem hún fékk út úr hon-
um.
Hún vissi að hann var vanur að
skrækja, ef einhver kom upp stig-
ann. Ef einhver kæmi upp stigann
Katie McTavish var hrædd. Það
voru tólf klukkustundir, þangað til
aftur yrði bjart. Hún ætlaði að
kveikja á öllum Ijósum í (búðinni,
loka svefnherberginu og vera í dag-
stofunni ....
Hún yfirgaf dagstofuna og fór
inn í svefnherbergið. Þar var allt
eins og venjulega, sauðargæran á
gólfinu, handgert rúmteppið, vatns-
litarmynd frá Zermatt og fallegi
Chippendale spegillinn hennar (sem
hún hafði keypt hjá herra Oliver);
óvenjulega fallegur silfur-kerta-
stjaki (gjöf frá herra Oliver).
En samt var allt öðruvísi en áð-
ur. Ekkert var eins. Það var allt
annað andrúmsloft í íbúðinni. Það
var eins og allt væri að bíða. íbúð-
in var eins hrædd og hún hjálf. —
Hættu þessum ímyndunum, sagði
hún við sjálfa sig.
En hún hefði eins vel getað stöðv-
að Niagarafossana. Hvert einasta
brak í þessu gamla húsi, kom henni
til að hrökkva við, og henni fannst
hljóðið í klukkunni hrollvekjandi.
En allt í einu hringdi síminn. Katie
stirðnaði.
— Flýttu þér, kallaði Alexander
úr næsta herbergi.
Að lokum gat Katie safnað kröft-
um til að taka símann.
— Halló, sagði hún, svo lágum
rómi, að það heyrðist tæpast.
— Það er ég, sagði glaðleg rödd.
— Maðurinn á móti ....
— O, sagði Katie, og það var
sem létti af henni fargi.
— Eg fór að hugsa hvort allt
væri í lagi hjá þér; ég meina, það
er svo óvenjulegt að sjá þennan
Ijósagang hjá þér svona seint. Ég
man ekki til að það hafi skeð all-
an þann tíma sem ég hefi verið
andbýlingur þinn. Mér datt í hug
að innbrotið hjá herra Oliver hefði
kannske gert þig hrædda.
— Jú, það er nú einmitt það.
Sjáðu til, ég sá þetta allt. Ég hall-
aði mér út um gluggann, og við
horfðumst í augu. Nú er ég svo
hrædd um að hann komi aftur, til
að, að ....
— Ég er alveg viss um að hann
kemur ekki aftur, en ég skil að
þetta hlýtur að vera ákaflega
óþægileg tilfinning. Ég ætla að
koma yfir til þín og rabba við þig.
— Koma hingað?
— Já, og ég skal taka með mér
sverðið mitt, til að verja þig, ef á
þar fað halda.
— En það er orðið svo framorð-
ið, sagði Katie og reyndi ekki að
láta það heyrast hve fegin hún var.
— Tilgangurinn helgar meðalið,
sagði hann. — Ég tek Heilagan
Jóhannes með mér til siðasaka.
— Heilaga ....
— Já, það er skjórinn minn. Sjálf-
ur heiti ég John Graham. Ég kem
eftir fimm mínútur.
Katie lagði frá sér símann. Alex-
ander horfði á hana og hún brosti
við honum. Það var eins og íbúðin
hefði tekið algerum stakkaskiptum.
Hún leit á klukkuna, hana vantaði
kortér í eitt. Þetta leit ekki vel út,
sérstaklega þar sem húsvörðurinn
var í fýlu. Vonandi var hann ekki
svefnstyggur. Katie fór fram í eld-
hús og setti ketilinn á. Henni fannst
dálíitð skrítið að hitta John Graham,
svona augliti til auglits, eftir að
hafa séð hann í glugganum í öll
þessi ár. Heilagur Jóhannes, skjór-
inn, sat letilega á öxl hans.
— Ég á páfagauk, sagði Katie og
renydi að vera hressileg til að yfir-
buga feimnina.
— Það var skemmtilegt, sagði
John Graham, glaðlega.
— Ég reikna með að þú sért van-
ur stigum.
— Ætli við þurfum ekki að
hlaupa upp álíka mörg þrep.
— Það var fallega gert af þér
að koma. En ég veit ekki hvað fólk
hugsar.
— Því finnst þetta sjálfsagt ákaf-
lega eðlilegt.
Hún horfði á hann. Hann var
dökkbrýndur og frekar fölleitur,
hárið dökkbrúnt og þykkt. Hún gat
ekki komið auga á nokkra máln-
ingarslettu á honum, hann leit frek-
ar út eins og hermaður.
— Komstu með sverðið með þér?
Hann brosti og klappaði á jakka-
vasann. — Ég hélt að koniakspeli
væri eiginlega heppilegri í þessu
itlfelli.
— En hvað þetta er notaleg íbúð,
sagði hann, — hún er líka stærri en
mín.
— Farðu inn í dagstofuna, ég ætla
að búa til kaffi.
Þegar hún kom inn í stofuna,
sat hann við rafmagnsofninn og var
að lesa eina af sögum hennar.
O, vertu ekki að þessu, þér
finnst þetta eflaust hlægilegt.
— Þvert á móti, mér finnst þetta
mjög skemmtilegt. Ég geri oft ágæt-
ar bókakápur, bætti hann við.
Katie setti kaffibakkann frá sér.
Hún bjó til gott kaffi og ilmurinn
fyllti stofuna. Kaffibollarnir voru
mjög fallegir, (þeir voru líka frá
herra Oliver).
— Þetta er svei mér glæsilegt,
sagði John Graham. — Ég er vanur
34 VIKAN 47 tbl