Vikan


Vikan - 24.11.1966, Blaðsíða 16

Vikan - 24.11.1966, Blaðsíða 16
 Sól skín á lygnan f jörðinn og plássið sem dreif- ir úr sér milli klettaborga sunnanvert á Tang- anum. Reykinn leggur beint til lofts úr strompi síldarverksmiðjunnar, um götur og stíga spíg- spora ær og hrútar, nasla í fjörunni og róta í ruslahaugum. Laxveiðimenn í rússajeppa stanza við kaupfélagssjoppuna til að fá bensín og kók. Hvarvetna í þorpinu eru ný hús að rísa, ein- býlishús, reist fyrir síldargróða undangenginna ára. í brekkunni fyrir ofan verksmiðjuna eru smið- ir frá Akureyri að slá upp mótum, hamarshögg- in bergmála í kyrrðinni. Niður stíginn gengur gamall maður í áttina til þeirra, hann hefur derhúfu á höfði, dökk gleraugu, gengur við staf. Hann staðnæmdist skammt frá húsinu og horfir á smiðina vinna. Eftir drjúglanga stund tyllir hann sér niður á klettanybbu og styðst fram á stafinn, hann horfir á smiðina hvernig þeir bera sig og við að mæla, negla, saga. Þetta er Nj^ulás í Skuld. Aður en vþj|r höfum við tekið ral saman, hann er ekki hrædfelur við að op.ia munninn, hann Nikulás í Skuld. Hann er 79 ára gamall og hann var einn af kátu körlunum á kútter Haraldi. Þann brag hafa flestir ef ekki allir Islendingar sungið, hann er klassískur. Ég hafði aldrei lát- ið mér koma til hugar að kátu karlarnir á kútt- er Haraldi væru annað en þjóðsagnapersónur, þessir sem allir komu aftur og enginn þeirra dó, þjóðsagnapersónur á borð við jólasveina einn og átta. Sízt hafði mig grunað að ég ætti eftir að hitta fyrir mér Ijóslifandi einn skip- verjann á kútter Haraldi fremur en aðrar per- sónur í íslenzkri klassík. En þarna sat hann sumsé á klettanybbu þennan sólskinsdag aust- ur á Vopnafirði sumarið 1966 og studdist fram á stafinn sinn. — Þessi bragur var ortur vertiðina sem ég var á kútter Haraldi, segir Nikulás, það var skip- stjórinn, Geir Sigurðsson og móðurbróðir minn, þeir settu saman þennan brag sér til gamans. Ég var kokkur á kútter Haraldi. Stýrimaðurinn okkar er bara nýlega dáinn, það var hann Ottó N. Þorláksson. — Svo þú ert þá af Skaganum? — Ég er fæddur á Vopnafirði, 3. maí á Torfa- stöðum. En fólkið flutti hingað austur í þann tíð, á róðrarbátana, þá var útgerðarstaður á Hámundarstöðum. Og þar var ég þegar kom stúlka af Akranesi og spurði þegar hún vissi deili á mér: „Hvernig stendur á því að þú ert hér? Því ertu ekki fyrir sunnan hjá honum móð- urbróður þínum?" Það var upphafið að því að ég fór suður. Þá var búið að ferma mig, það gekk nú ekki þrautalaust. Mamma dó 1897. Ég átti systur og þessvegna er það ekki rétt sem Bene- dikt frá Hofteigi segir í ættum Austfirðinga, að ég sé einbirni. Ég átti þrjár systur. Ef þú kem- ur í Egilsstaði, þá skaltu spyrja eftir systursyni mínum, hann er um þrjár álnir á hæð og sést sæmilega í sólskini. Svo þetta er tóm vitleysa hjá Benedikt, þar er hver lygin ríðandi ann- arri. Hann hefur sosum nægar gáfur en þær eru blandaðar. Mamma dó 1897 en Bensi er fædd- ur 1903 svo hvað ætti hann að vita. — Jæja, ég ólst upp hér í sveitinni. Einhverju sinni var það á miðþorra að skírt var í Strandhöfn og þangað fór allt ríðandi, það var sæmilegt reið- 16 VIKAN 47-tbl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.