Vikan


Vikan - 24.11.1966, Blaðsíða 33

Vikan - 24.11.1966, Blaðsíða 33
Gamlir hringir Framhald af bls. 13 sagði Katie við lögregluþjóninn. — Hann hafði mjög djúpt skarð í höku .... Herra Oliver, sem hafði gefið lauslega lýsingu ó hinum stolnu hringjum, setti ketilinn á aftur. Lög- regluþjónninn skrifaði niður það sem Katie sagði, síðan setti hann teygjuband um vasabókina og stakk henni í vasann. Yfirforinginn hældi Katie fyrir góða lýsingu og at- hyglisgáfur. Katie sagði, dálítið feimnislega: — Eg er nú líka rithöfundur, ég þjálfa athyglisgáfu mína eftir beztu getu. — Skrifið þér sögur, fröken? spurði foringinn, frekar vantrúaður á svipinn. Katie kinkaði kolli. Hún var ánægð með starf sitt, enda veitti það henni töluverðar tekjur. Lögregluforinginn var íbygginn, hann gat svo sem sagt sér það, þessi lýsing var svo nákvæm, að það gat verið ímyndun, að minsta kosti að miklu leyti. — Eg vona að þér séuð ekki hrædd, fröken, var það eina sem honum datt í hug að segja. — Hrædd? Hversvegna ætti ég að vera hrædd? — Ja, sagði lögregluþjónninn, — ef þér hafið séð hann svona greini- lega, er það ekki ólíklegt að hann hafi líka tekið vel eftir yður. Katie varð hálf máttlaus, eigin- lega eins og þegar hún sá unga manninn fremja innbrotið. Henni hafði ekki dottið þetta í hug. Auð- vitað hafði hann séð hana greini- lega, hún mundi alveg eftir augna- ráði hans. Auðvitað var andlit henn- ar greipt í huga hans. Ósjálfrátt strauk hún hendinni um andlit sitt. Ó, drottinn minn, hugsaði lög- regluforinginn, og horfði á angist- arfullt andlit hennar. — Nú hefur þessi ungi asni komið hræðslutil- finningu inn hjá stúlkunni og næsta skrefið verður auðvitað að hún fer að biðja um lögregluvernd. — Þér getið auðvitað haft sam- band við okkur, ef þér hafið ein- hverja ástæðu til hræðslu. En ég er nú viss um að maðurinn er kominn fleiri mílur frá þessu hverfi. — Haldið þér það? — Eg held það sé alveg öruggt. — Æ, við skulum fá okkur te- sopa, sagði herra Oliver. Mennirnir þrír fóru að drekka te- ið, en Katie gat ekki hætt að hugsa um atburðinn: — Ég gat varla .... — Búið þér einar, fröken? spurði lögregluþjónninn. — Var þetta ekki eftir honum, hugsaði foringinn. — Hversvegna gat þessi asni ekki haldið sér sam- an? Þeir gátu átt von á því að hún yrði alveg frá sér af hræðslu. — Ég bý ein með Alexander, sagði Katie, alveg viðutan. — Það er páfagaukurinn hennar, sagði herra Oliver, til skýringar. — Páfagaukur, sagði lögreglu- SKRIFSTOFU- STÖLAR VINNUSTÖLAR TRÖPPUSTÖLAR OG ALLAR STÆRÐIR AF FERKÖNTUÐUM, HRINGLAGA OG SPORÖSKJULÖG- UÐUM BORÐUM Létt sterk þægileg Nýtízku húsgögn I eldhús Króm-húsgögn Hverfisgötu 82 - Sími 21175 þjónninn, og foringinn var alveg viss um að nú færi hann að tala um að það gæti verið hættulegt að hafa páfagauka, þeir gætu borið með sér sjúkdóma. — Páfagaukar eru mjög skyn- samir fuglar, sagði foringinn. — Amma mín átti einn sem var mjög sniðugur. Hann verpti meira að segja eggi. — Það hefur Alexander aldrei gert. — Nei, það skil ég vel, sagði for- inginn hlæjandi. Þetta hafði þó leitt huga hennar frá atburðinum f bili. Hann ætlað iheldur betur að lesa yfir lögregluþjónsfíflinu, þegar þeir kæmu aftur á stöðina. — Þakka fyrir teið, herra, sagði hann hæversklega við herra Oliver. Katie fór beint heim, en þótt hún settist við ritvélina sína, gat hún ekki fest hugann við ritstörfin. Allt í einu fannst henni íbúðin alltof lít- il, hún var ekki laus við innilokun- arkennd. Hún var í mikilli þörf fyr- ir að tala við einhvern um þennan atburð. En vandræðin voru bara þau að hún hafði engan að tala við. Listamaðurinn hinum megin við götuna var ekki ennþá kominn til vinnu sinnar, en það hafði svo sem ekkert að segja, hann leit aldrei upp. Þegar hann loksins fór að vinna, þá hélt hann líka áfram; Katie sá stundum að hann fékk sér brauðbita og ost, en það var nú varla til þess að halda lífinu í flugu, hvað þá svona stórum karlmanni. Katie, sem sjálf var grönn, lét aldrei hjá líða að borða á reglulegum matmálstímum. Katie var óróleg, hún eigraði um íbúðina, vökvaði geraniuna sína, þurrkaði af og bjó svo til eggja- köku, sem hún hafði enga lyst á, þegar til kom. Hún hringdi í tvær kunningjakonur sínar, en hvorug þeirra var heima. Svo reyndi hún að leggja sig, en gat ekki fest blund. Tilgangslaust var líka að tala skynsamlega við Alexander, hann var í leiðindastuði, öskraði í sífellu: — Ég er að detta .... og sveiflaði sér fram og aftur í ról- unni. Eftir kvöldmatinn, þegar himinn- inn var orðinn dökk-fjólublár, fór Katie að líða reglulega illa. Hvað var það sem lögregluþjónninn hafði sagt? — Ef þér hafið séð hann svona vel, þá hefur hann eflaust tekið vel eftir yður . . . . Bráðum yrði aldimmt, húsið var gamalt, stórt og illa lýst. Það voru miklu fremur skuggar en birta á stigapöllunum. Ef einhver komst inn var ákaflega auðvelt að komast 47. tbi. VIKAN 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.