Vikan


Vikan - 24.11.1966, Blaðsíða 26

Vikan - 24.11.1966, Blaðsíða 26
Efdr siö óp toriap bessi lidi siáOi í skóla - M ekki veíta homim kó kezti aOstei vii aáriO. saia vál er á ? Það er engin tilviljun, að þegar ritstjórar bandaríska al- fræðisafnsins THE AMERICAN PEOPLES ENCYCLOPEDIA hófu undirbúning útgáfunnar létu þeir fara fram skoðana- könnun meðal tugþúsunda nemenda í skólum um allan heim. Ástæðan? iú, þeir vildu skapa safn er örvaði og glæddi áhuga nemenda á viðfangsefnum skólans - opnaði nýja heima og víkkaði sjóndeildarhringinn. Safn, sem með ár- unum yrði lykill að lausn vandamálanna - LEIÐ TIL LÉTTARA NÁMS. AMERICAN PEOPLES ENCYCLOPEDIA er bezti skerfur- inn til heimilisbókasafnsins og bezta gjöfin til barnanna. Handbækur h.í. TJARNARGÖTU 14 . SÍMI 19400 Þar hefur verið hörkulið á tíðum Framhald af bls. 22 — Hefurðu lítið verið einn þarna? — Það er nú ekki mikið, ja, jú, svona af og til. — Og hvert er svo hlutverk þitt í Surtsey? — Það er nú margt. Eiginlega allt sem er [ sambandi við Surtsey. Ég hefi haft nóg að gera. Ég þarf að sjó um allt sem að lýtur eyjunni, rannsóknir sem þar eru, mér ber að skipuleggja það með vísinda- mönnunum, hvernig þeir ætla að vinna þetta, sem sagt að aðstoða þá eins og ég get. Það hefur líka verið töluvert atriði að koma upp þessu húsi. Svo höfum við stöðugt tekið þarna bakteríusýnishorn og veitt skordýr, gengið á reka og séð um jarðskjálftamæla, sem prófessor Þorbjörn Sigurgeirsson er með og eru mjög dýr tæki, kosta um 600— 700 þúsund. Þessu verð ég öllu að fylgjast með og sjá um að allt gangi rétt. — Er umgengni þarna á eyjunni ekki háð ströngum reglum? — Jú, hún er háð mjög ströngum reglum. Rannsóknirnar skiftast í tvær greinar, jarðfræði og líffræði, og allt sem lítur að líffræðinni er mjög vand með farið. Einn maður getur truflað svo mikið þær rann- sóknir, sem gerðar eru á þessu svæði. Á byrjunarltfi? — Eiginlega á öllum sviðum náttúrufræðinnar. Þess vegna hefur orðið að setja mjög strgngar reglur um umgengni á eyjunni. — Hverjar eru þær helzt ? — Ja, einna helzta reglan er, að sem fæst fólk gangi þarna um. En það er ekki hægt og ekki grund- völlur fyrir að banna algerlega mannaferðir um svona svæði. Það er það merkilegt, það hlýtur að vera skylt að lofa fólki að sjá þetta. — En rannsóknirnar verða að fara sínu fram. — Já, já, það verður t.d. að hindra, að nokkur hlutur berist með mönnum, eins og fræ eða skordýr, eða til dæmis matarleifar, sem gætu myglað. Það þarf ekki að vera mikið, það gæti t. d. slæðzt neðan á buxnaskálminni eða skóm. Það verður að gera ráðstafanir til að fyrirbyggja þetta, láta fólk kanna þetta vel og nota skordýra- eitur. Og þegar fólk er komið á land, er það látið skilja allt sitt hafurtask eftir í húsinu, það má t.d. ekki fara með neitt matarkyns út á eyjuna. — En hvað verður um allt ruslið, sem til fellur? — Urgangur er allur brenndur. Við brennum allt með því að hella á það bensíni og olíu. Sumum þyk- ir það ekki nóg, og þá er farið með þetta út á sjó og því kastað þar út á dýpið. Þetta eru svona helztu umgengnisreglurnar. 26 VIKAN 47-tbl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.