Vikan


Vikan - 24.11.1966, Blaðsíða 58

Vikan - 24.11.1966, Blaðsíða 58
‘CöiDiicnn lfl® TDffj 'íp i [ulUSflloli M) m M 1 HVERFISGÖTU 50. - SÍMI 18830. Eins manns sveínsóíi Stærð 185x75 cm. sængurfatageymsla undir dýnunni. NÍVlÍ HlVlA HIVEA • UOtBj HAýtOt »e8«Bffgw Barninu líður vel í búðinni! Barninu líðnr vel-þegar notað er Nivea babyfein. Hm reynda móðir veit hvers vegna hún velur babyfein handa barni sínn: Þessar samslilltu fram- leiðsluv'órur - krem, ol(a, púður, sáþa - innihalda allt, sem húðlxknirinn álítur nauðsýnlegt hinni viðkvamu húð barnsins. Börn, snyrt með babyfein, fa hvörki sxrindi, né rauða og bólgna húð. 0 NIVEA Sinaudaassteikin Bezt er að láta steikina standa í 10 mín. eítir að hún er tekin úr ofninum. Gæt- ið þess að hnífurinn sé vel beittur og reynið að skera þvert á kjötið. Steiktur lambshryggur. Nuddið hrygginn með sárinu á hvítlauk og linu smjöri og stráið saltl, ný- möluðum pipar og rósmarín yfir. Smyrjið ofnskúffuna og setjið gulrætur, (2—3 stk ) 2 lauka, \\ sellerí og nokkrar kartöflur, allt skorið í mjög þunnar sneiðar, á botninn á skúfíunni. Myljið lárviðarblað og stráið inn á milli og ennfremur nokkrum timiankornum. Hryggurinn lagður á það og látinn snúa niður og brúnaður við sterkan hita. Hitinn lækkaður, þegar steikin er brún og ca. \\ 1. hvítvini hellt yfir og látið malla áíram í hálftíma. Þar næst er hryggnum snúið við og bræddu smjöri hellt yfir hann og steikt áfram þar til kjötið er meyrt, eða 1 ca. hálftima. Öllu úr ofnskúffunni hellt í gegnum sigti og fitubrákin veidd ofan af. Suðan látin koma upp á soðinu og það jafnað út með þykku ítölsku tómatpurré úr dós og þeytt vel á meðan. Kartöflur og græn- meti borið með. Lambsbógur. Útbeinaður lambsbógur lagður flatur, barinn lauslega, penslaður með olíu og persilju, timian og basilikum stráð yfir. Rúllað saman og fest með tré- pinnum og steikt á venjulegan hátt. Kjötið og sósan fá skemmtilegt krydd- bragð á þennan hátt. Lambslæri frá Provence. Alit sem kennt er við Provence hefur hvítlauksbragð. Eldfast fat er smurt og nuddað með skornum hvítlauk. Flysjið 750 gr. af kartöflum, merjið nokkra hvítlauksbita og saxið 1 búnt af persilju. Skerið kartöflurnar í sneiðar, sem eru svo lagðar eins og tíglaþak í botninn á fatinu. Inn á milli er hvítlauknum, persiljunni og salti stráð og sömuleiðis nýmöluðum pipar, en gætið þess að hafa piparbragðið ekki of sterkt, þvi að það á ekki sérlega vel við lambakjöt. Ca. 2 kg. læri er lagt ofan á, en áður á að nudda það með salti og pipar. Hell- ið 3 dl. af kjötsoði í fatið (má vera úr teningum). Setjið fatið í ofninn við ca. 200 gr. hita og látið iærið steikjast í u.þ.b. 40 mín., snúið því svo og steikið í viðbót í 45 mín. Berizt fram í fatinu og borðið kartöflurnar með. Afgangar af lambasteik. Skerið kjötið í litla teninga og blandið því í gott kjötfars og bakið í eldföstu fati inn í ofni. Roast-Beef. IV2—2 kg. lundir eða hryggur. Sé hryggur notaður, þarf að höggva beinin stutt. Salti og pipar stráð yfir, kjötið lagt á smurða ofnrist með fituna upp og nokkra smjörbita ofan á. Steikt við mikinn hita og síðan við minni hita og sjóðandi vatni eða svolitlu rauðv.íni bætt i ofnskúffuna. Englendingar nudda oft steikina með sinnepsdufti, svolitlu hveiti, salti og pipar og verður skorp- an góð á því. Hve lengi kjötið er steikt fer eftir því hve gegnsteikt fólk vill hafa það. Ef reiknað er með 1—1)4 klst. á kíló, verður steikin ljósrauð í miðju og þannig vilja flestir hafa hana. Vatn eða kjötsoð soðið á pönnunni og oftast borið með eins og það kemur fyrir, en auðvitað má jafna sósuna upp. Með roast-beef eru oft bakaðar kartöflur. Flysjið jafnar, fremur stórar kartöflur, þerrið þær vel og stingið í þær með prjóni og raðið við hlið steikarinnar. Steik- ið næstum jafnlengi og steikina, en saltið þær ekki fyrr en þær eru næstum meyrar. Kartöflurnar má lika baka í sérfati, en þá eru þær ekki flysjaðar. Burstið þær vel og penslið með olíu og setjið í eldfast fat, þar sem botninn hef- ur verið þakinn með grófu matarsalti. Bakað í klukkutíma, en þegar þær eru meyrar, er kross skorinn ofan á þær, svolítið pressað út af kartöflunni ög smjörbiti settur í staðinn. Stundum er rauðri papriku stráð yfir. Kalt roast-beef. Kalda nautasteik er hægt að matreiða á margan hátt, t.d. er gott að bera með henni kartöflumós og pickles. Líka má skera góðar sneiðar af steikinni og raða þeim á fat, skreyta með soðnum og fallega skornum gulrótarsneiðum og litlum laukum, en síðan er allt þakið með hlaupi, búnu til úr kjötsoði og madeira og skreytt með klipptu grænmeti, svo sem persilju. Köld majones- sósa er góð með þessu, gerð þannig: 150 gr. majones hrærð með 1 matsk. sítrónusafa og \í dl. rjóma, en í það er blandað 2 matsk. smásaxaðri, sultaðri gúrku, 1 matsk. smásöxuðum lauk, 3 matsk. sinnepspickles, 2 matsk. söxuðum kjörvel og sama af persilju. Síðast er 100 gr. af stífþeyttum rjóma blandað varlega í. Volg, lítil brauð borin með. V.............................................................................../ 58 VIKAN 47 tbl'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.