Vikan - 24.11.1966, Blaðsíða 39
í tiálku oo snió
„Ég sá ekki bílinn, vegna þess hve mikið hrím var á framrúðunni
hjá mér". Þessi setning er höfð orðrétt eftir ökumanni, sem olli stór-
árekstri um kl. 8.30 að morgni í desember mánuði í fyrra.
Því miður var þetta ekki í fyrsta skipti, sem árekstur hefur orðið
vegna þess, að ökumaður vanrækir að hreinsa hrím og snjó af rúðum
áður en hann leggur af stað.
Það ætti að vera föst venja hjá hverjum ökumanni á veturna að
eyða 4—5 mín. í að athuga bilinn, áður en ekið er af stað.
Satt er, að það getur verið mjög hráslagalegt að koma út, þegar
frost og snjór er. Fyrir utan húsið stendur bílinn, ef til vill að mestu
leyti hulinn snjó, einnig kaldur og frosin, og að sjálfsögðu má reikna
með því, að allar rúður séu hrímaðar.
Auðvitað hefur þú strax í haust sett lítinn handkúst í farangurs-
geymsluna og keypt á næstu bensínstöð rúðusköfu og hrímeyði og
nú er gott að grípa til þessara hluta.
Þú byrjar á því að setja bílinn í gang. Tekur síðan handkústinn og
sópar snjónum af bílnum. Því næst úðarðu hrímeyði á rúðurnar. Síðan
tekur þú „vinnukonurnar" og lemur af þeim klakann. Ef mikið hrím
er á rúðunum, er gott að grípa til gluggasköfunnar, sem þú varst
svo forsjáll að kaupa, svo þú þyrftir ekki að nota bera lófana, því
ef þú notar þá sezt fita á rúðurnar og hætt er við, að hringir rispi
þær. Þegar þessu er lokið, kveikir þú Ijósin og gengur einn hring
kringum bílinn, þurrkar af stefnumerkjum, Ijósum, skrásetningar-
merkjum og endurskinsflötum. Aður en þú sezt upp í bílinn, athug-
aðu þá hvort ekki hafi setzt snjókögglar á aurhlífarnar, sem tor-
veldað geta hreyfingar framhjólanna.
Eftir að þessu er lokið, getur þú ekið af stað, öruggur og ánægður.
Rúðublásarinn blæs rösklega og þú hefur smá rifu á tveimur hliðar-
rúðunum, svo móða setjizt ekki á rúðurnar og frjósi þar. Vertu viss
um, að þú mætir eftir stutta stund ökumanni, sem hefur gert með
lófanum smá rifu ökumannsmegin og hann liggur fram á stýrið og
rýnir út. Þú verður að gæta þín, vegna þess að hann sér mjög tak-
markað frá sér. Að sjálfsögðu máttu reikna með því, að hann sjái
þig ekki, svo það er betra að draga úr hraðanum:
EN ÞAÐ ER EKKI HÆGT ANNAÐ EN AÐ VORKENNA ÞESSUM
MÖNNUM, SEM FYRIR LETI OG TRASSASKAP BAKA SJÁLFUM SÉR OG
ÖÐRUM STÓRAUKNA ÓÞARFA HÆTTU.
Nú eru góð kaup í boði
Uppþvottalögurinn „3 Fiands LIGHTNING" er í
stórri, en ákaflega handFiægri plastflösku, sem inni-
heldur rúmlega 1 lítra. Uppþvottalögurinn er bland-
aður LANOLINI og fer því mjög vel með hendurnar.
Tappinn, sem er af nýrri gerð, hindrar óþarfa sóun
og óþrif. Mildur og góður ilmur.
Leirtauið verður skínandi fagurt á augabragði.
Spyrjid um verðið, og þér munuð
sannfœrast um, að góð kaup eru í boði
INNFLYTJANDI GLÓBUS H F.
47. tbii VIKAN 39