Vikan


Vikan - 24.11.1966, Blaðsíða 38

Vikan - 24.11.1966, Blaðsíða 38
A 6-2 y Á-10-9 + D-7-2 K-G-8-6-5 A K-5 y G-3 y Á-K-G-4-3 A 10-9-4-3 10-9-8-7-4 8-6-5-2 10-5 D-7 Norður gefur. Allir á hættu. Norður Austur 1 ▲ pass 2 y pass 3 G pass Vestur lét út laufa 6. Við skulum ekki flýta okkur um of. Við eigum jú 7 slagi beint, eða við sættum okkur skratta- kornið ekki við það. Við skulum gera ráð fyrir, að Vestur spili út frá langlit. Hvað eigum við þá að gera við fyrsta slag? Hvaða lit eigum við að reyna við? Og hversvegna? Sagnhafi í þesu spili tók fyrsta slaginn á laufa ás og spilaði strax lághjarta. Vestur var næst- um viss um, að Austur ætti laufa- drottningu, því að ellegar hefði Suður gefið fyrsta slag í borði. Vestur tók því strax á hjartaás og spilaði láglaufi. Svo ólánlega vildi til, að Vestur átti enga inn komu á laufið sitt, svo að samn- ingurinn var þar með tryggður. Hvað kennir þetta spil okkur þá? Það kennir okkur, að nauð- synlegt er að hugsa út spila- Sagnir gengu: Suður Vestur 2 ♦ pass 2 G pass pass pass mennskuna strax eftir fyrstu út- komu. Ef við gefum fyrsta lauf- ið, tekur Austur á laufadrottn- ingu og svarar með láglaufi. Hjartaásinn er þá enn úti, svo að Vestur hlýtur að fá fjóra slagi í viðbót. Það er engin tilviljun, að tekið er á laufaás í fyrsta slag. Ef vest- ur hefði átt K D G í laufi, hefði hann ugglaust spilað út laufa- kóngi, svo að Austur hlýtur að eiga eitt mannspil í laufi, a.m.k. Ef Vestur á fimmlit í laufi, getur Austur ekki átt nema tvílit, svo að þar með rofnar sambandið milli handa Vesturs og Austurs. Ausutr má jafnvel eiga mannspil- ið eitt í laufi, því að þá stendur tía Suðurs fyrir sínu. Það virðist í fljótu bragði ekki skipta miklu hverju spilað er úr borði í fyrsta slag. f fljótu bragði. höfðum legið með vind á bakborða en um leið og við lögðum yfir, þá hætti að leka. Við slöguðum til lands og var heldur kaldsamt þá nóttina. Okkur tókst þó að sigla inn á Krossvík á Akranesi og skipið fullt af sjó. Um morguninn vaknaði karl á Skaganum, Oli gossari, og fann jullu frá okkur rekna mann- lausa og brotna og þóttust þá allir vissir um að við værum dauðir með tölu. En kútter Haraldur átti sér lengri lífdaga fyrir höndum, hann var dreginn inn í sund og gert við hann og svo var hann seldur til Færeyja og stóð sig þar með prýði. Nú fór ég í land og ætlaði að læra pylsugerð hjá Sláturfélaginu. En ég fékk ekki að læra pylsugerð nema taka Iðnskólann fyrst, þeir kölluðu þetta handverk. í skólan- um var ég svo veturinn 1913 til 1914. Þar voru þeir kennarar Jón Ofeigsson ( þýzku, Þorsteinn skáld Erlingsson í íslenzku, Ólafur Dan [ stærðfræði, Páll Halldórsson skóla- stjóri og Þórarinn B. Þorláksson, listmálari, kenndi teikningu. Ég var snemma saupsáttur við Jón Ófeigsson. Þá var siður eins og nú að tíbera bækurnar og einu sinni sá Jón að ég las upp úr tí- beringunum. Hann skammaði mig og sagði að ég yrði að læra þetta. Ég svara fullum hálsi: ,,Þú verður bara að gá að því góði minn að ég fæ ekki að fara heim fyrr en kl. 6, því ég þarf að vinna, svo þarf ég inn á Laugaveg 70 til að éta og svo niðrá Lindargötu 28 til að sofa." En Jón Ófeigsson svaraði byrstur ( máli: „Þú verður bara að læra þetta!" Svo var Þorsteinn Erlingsson, okk- ur þótti hann ágætur. Stundum var hann á kenndiríi. Oft var flogizt á fram á gangi og voru þá allir í einni bendu og þá gaf Þorsteinn þeim fimm krónur sem lengst gat haldizt efst í hrúgunni. Það var oft- ast Pétur Brynjólfsson, lítill og lið- ugur, sem fékk fimm krónurnar, hann smaug þetta. Ólafur Dan skrifaði svo Ijóta stafi að hann gat ekki lesið úr þeim sjálfur. En hann var svo fljót- ur að reikna að puttarnir höfðu ekki við að skrifa. Þórarinn B. Þorláksson var Iftill maður og heldur nærsýnn. Eitt sinn var hann að kenna okkur þeg- ar sú frétt barst út um bekkinn að Guðmundur Björnsson sýslumaður og Snæbjörn í Hergilsey væru að koma heim frá Englandi, en enskur togari hafði rænt þeim og siglt með þá er þeir ætluðu að handtaka tog- arann fyrir landhelgisbrot á Breiða- firði. Þá varð uppi fótur og fit, all- ir strákarnir í bekknum, þrjátíu manns, smugu út um gluggann til að komast niður að höfn. Þegar sá síðasti var að hverfa út um gluggann leit Þórarinn í áttina að glugganum og sagði: „Fór þarna út maður?" — En öllum þótti okkur vænt um Þórarin og hann var góð- ur kennari. Svo er það 1913 að ég fór ( bóka- UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá NÖA. HVAR E R ÖRKIN HANS NOA? Það er alltaf saml leikurinn í henni Ynd- isfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og helttr Kóðum verðlaunum handa þeim. sem getur fundið örklna. Verðlaunin eru stór''kon- fektkassi, fullur af bezta konfekti, og framleiðandlnn er auðvltað SælgæMsgerð- in Nói. Heimill Orkln er & bls. Síðast er dregið var hlaut verðlaunln: Þorsteinn Barðason, Kjartansgötu 8, Rvík. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. 47. söluferð fyrir Guðmund Gamalíels- son. Hann var Ktill, snaggaralegur, dökkur á brún og brá og dindill aftan á. Ég labbaði austur í Vík í Mýrdal með bækur á bakinu og seldi. Næsta ár er ég fenginn sem túlkur fyrir Þjóðverja austur á Seyð- isfjörð. Hann var þar að setja nið- ur maskinerí fyrir rafstöðina. Það var jafnt á komið með okkur, mér og Þjóðverjanum, hvorugur skildi annan. Þó gekk þetta allt saman ágætlega og ég lærði bara töluvert í þýzku. Ég talaði við þýzka stúlku á Vopnafirði í hitteðfyrra. Hún vissi ekki hvað þokuslæðingur var á þýzku, en ég gat sagt henni það: Nebelsteifen. Ég á hérna fífilbrekku gróna grund á þýzku ef þú vilt. Einu sinni var ég að deila um trúmál við frænda minn. Ég hef alla tíð verið heldur lítið trúaður en samt vil ég ekki ganga í Hvíta- sunnusöfnuðinn. Ég reiddist við þennan frænda minn og sagði við hann: „Þú ert soddan helvítis út- skryppi, að það ætti að strika þig út úr ættartölunni." Daginn eftir kemur til mín þingmaður Suður- Múlasýslu, Eysteinn hérna Jónsson og segir við mig: „Ég heyrði eftir þér orð sem ég hef aldrei heyrt áð- ur, hvað þýðir útskryppi." Og ég svara: „Hvað er þetta maður, hef- urðu aldrei verið til sjós? Veiztu ekki hvað útskryppi þýðir?" Ey- steinn varð að mysu, svo ég sagði honum hvað útskryppi þýddi, það væri bara uppvakningur. Já, ég er búinn að flækjast hing- að og þangað sitt á hvað, verið á síldveiðum og þorskveiðum og oft hjá andskotans kartnaglahöfðingj- um, alltaf sjóveikur, amen, varð meira að segja sjóveikur á gistihúsi einu sinni, nýbyrjaður á faðirvor- inu en það var koppur undir rúmi. Þá var ég góður. Ég var einu sinni vel að manni, lyfti 350 punda röri, en nú er ég alveg búinn að vera, ég stend þó f réttan enda. Ég hef átt sjö börn, öll með konunni, og hef verið fróm- ur fyrir neðan nafla. Og ásetnings- maður hef ég verið f 50 ár, ekki er það alltaf vinsælt starf, einu sinni var sigað á mig frönskum hundi. Ég tók í hnakkadrambið á honum og einhenti honum út fyrir garð. Svo hef ég leikið töluvert, ég lék meðal annars Jeppa á Fjalli hér á Vopnafirði. Mér gekk ekki alltaf vel að læra hlutverkin utan að, en ég lenti aldrei í neinum vandræðum, ef ég mundi ekki hvað ég átti að segja, þá bara romsaði ég upp úr mér því sem mér datt í hug og það gerði alltaf meiri lukku en þdð sem ( handritinu hafði stað- ið. Það er ekki heiglum hent að leika Jeppa á Fjalli, hann er svo , lengi á sviðinu og það þarf aldeilis grímasjer og gestikúlasjóner. Og sjálfur hef ég skrifað leikrit, sum þeirra voru leilcin hér. Ég skrif- aði hjólbörufylli af leikritum. Nú er ég búinn að brenna þeim öllum. Þau loguðu vel. 38 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.