Vikan - 24.11.1966, Blaðsíða 22
•••Þap hefur
verið
httrkulið
á tíðum
— Svo maður verður að standa
klár á því að athafna sig í rokinu.
— Já, ég fékk þarna ágæta
reynslu.
— Ekki ferðu á honum til Eyja?
— Jú, jú, ég fer á honum á milli.
Við höfum farið á honum fimm
flestir.
— Hvað getur hann borið marga?
— Hann getur eiginlega borið
eins og í hann kemst. Ég hefi einu
sinni keyrt hann fullan af sjó, og
það skiptir engu máli. Hann er
bara ekki eins hraðgengur.
— Hann sekkur ekki?
— Nei, nei. Hann er mjög góður,
þó að hann sé ekki stór. Ég hefi
t.d. siglt á honum upp Holtsósinn,
alveg upp að þjóðvegi.
— Hver á þennan bát?
— Surtseyjarfélagið.
— Er þetta dýrt?
— Hann kostaði rúm 45 þúsund,
báturinn sjálfur fyrir utan mófor,
með honum kostar hann 60 þúsund.
— Menn hafa keypt sér annað
eins fyrir sport.
— Já. Ég mundi segja að þetta
væru tvímælalaust betri bátar, en
t.d. trefjabátar. Það er miklu betra
að eiga við þessa, þeir eru miklu
öruggari, og er ekki eins hætt, við
að hvolfa. Til afnota á sió, eru
þessir bátar miklu betri. Við höf-
um siglt í allar eyjar þarna í kring,
tekið hann upp í þær flestar. Við
höfum farið til fýla og súlu og auð-
vitað veitt á honum þarna fyrir ut-
an. Svo hefur hann mikið verið
notaður í sambandi við rannsókn-
irnar. Dr. Sigurður Jónsson, pró-
fessor við Sorbonne-háskóla, þör-
ungafræðingur, hefur notað hann
mikið, og ég hefi verið með hon-
um.
— Við rannsóknir þarna um
kring?
— Já, hann hefur kannað þarna
allt botndýralífið, ekki eingöngu
það, heldur alla þörunga þarna um
kring, og það eru um 80 eða 90
. tegundir. Það eru verulegar slægj-
ur.
— Þú hefur náttúrlega mallað
ofan í þig sjálfur?
— Já, það má nú segja það, en
ég hefi oftast reynt að koma því
á aðra.
Frh. á bls. 26
Myndin til hægri ofan við stóru mynd-
ina sýnir hluta af 16 fcrmetra kaðia-
mynd, sem Árni hefur gert í hús-
inu og táknar heimana tvo. Á stóru
myndinni er svo Pálsbær, sem heitir
svo eftir Paul S. Bauer, bandarískum
visindamanni, sem mest eínstaklinga
hefur gcfiö til hyggingarinnar. í bak-
sýn er Bólfell. Fremst á myndinni
leggja þeir Guðmundur Sigvaldason,
Robert Decker og Gunnlaugur Elías-
son af stað að safna gasi úr hrauninu.
Setið að snæðingi í húsinu. Tali.ð frá
vinstri: Halldór Kjartansson, jarð-
fræðistúdent, Guðmundur Sigvaldason,
jarðeðlisfræðingur, Gunnlaugur Elías-
son, efnafræðingur, Robert Dcckcr,
Iirófessor i jarðfræði við Dartmouth
liáskóla í Hannover, New Ilampshire
og loks Árni Johnsen. Að neðan til
hægri situr Árni í miðskipinu. Stól-
arnir cru eftir hann, gcrðir úr kaðli og
furu, og tók lengri tíma að teikna þá
að smíða. Til hægri er mynd úr eld-
húsi, scm Árni hefur einnig innréttað.
Að neðan til vinstri grípur Árni i gítar
cins og fyrir kom á síðkvöldum.