Vikan


Vikan - 24.11.1966, Blaðsíða 51

Vikan - 24.11.1966, Blaðsíða 51
FRAMLEIÐUM EFTIRTALDAR ORVALSVÚRUR EFTIR ÞÝZKUM OG AMERÍSKUM SÉRLEYFUM PANOL fpoOu-hreinsari HREINSAR FLJÓTT OG VEL - TEPPI - HÚSGÖGN - MÁLNINGU OG ALLSKONAR BÍLAÁKLÆÐI LYTOL SÓTTHREINSI- og HREINGERNINGAREFNI LÁFREYÐANDI FYRIR FISKIÐNAÐ - HÓTEL - VEITINGASTAÐI - KJÖTIÐNAÐ _ SKÓLA - HEIMILI O.FL. VERKSMIÐJAN SAMUR HLÍÐARGERÐI 13 - REYKJAVÍK SÍMAR: 34764 - 21390 UMBOÐ FYRIR EFNAVERKSMIÐJUNA INTERFICO DANMÖRKU Original TEAK-OUAN ER AFBRAGÐS EFNI Á ALLAR VIÐARTEGUNDIR, PÓLERAÐAR JAFNT SEM OLÍUBORNAR CARAPOL-X BiLA-GLJaÞVOTTAEFNI VERNDAR LAKK OG KRÓM BÍLSINS JAFNFRAMT ÞVÍ AÐ VERA RYKFRÁHRINDANDI VÚRURNAR FAST [ FLESTUM VERZLUNUM 0G BENSlNAFGREIÐSLUM varð að taka fram talíurnar. þeg- ar þeim erfiðleikum lauk, tók við klettasylla frammi á þverhnípi, mjög svipuð og sú, sem þeir hefðu orðið að fara hvort sem var. Þetta allt tók þá mun lengri tíma en Borghese hafði notað. Þeir lentu einnig í sömu erfið- leikum og hann með ferðina nið- ur úr einstiginu og sérstaklega munaði litlu að illa færi fyrir Godard, þegar dráttarmennimir misstu einu sinni vald á farar- tækinu. Það var ekki fyrr en næsta dag sem hópurinn náði Hsin Wa- fu. Du Tillis og Godard sneru sér beint að loftskeytastöðinni, sem Barzini hafði þegar reynt að eiga viðskipti við. En þeir komu ekki aðeins símskeytum sínum áleið- is, heldur komust þeir að þeirri niðurstöðu að loftskeytamenn- irnir væru bæði hjálpfúsir og sér lega geðþekkir. Þeir bjuggust til hvíldar um tólf mílur frá Kalgan og komu þangað næsta morgun. Þeir fundu Itöluna í bakgarð- inum. Bankastjórinn bauð þeim að nota garðinn að vild, en hús- næði hafði hann ekki til að bjóða þeim. Borghese ætlaði að leggja af stað í dögun næsta morgun. Nú var engan tíma að missa. Poucault og Bizac höfðu nóg að gera. Þeir tóku í sundur, smurðu, hreinsuðu, stilltu, settu saman aftur. Bizac tók hljóðdunkana af de Dion bílnum, að fordæmi Guizzardis. Pons, sem reyndi allt sem í hans valdi stóð, til -að fá einhvern þunga á afturhjól Con- talsins, sagaði aurhlífarnar af framhjólunum. Að lokum voru vélamennirnir ánægðir. Bílarnir vom fullir af bensíni og olíu. Bankastjórinn bauð til kveðju- veizlu, en ferðalangarnir voru þreyttir og annars hugar. Banka- stjórinn var hinsvegar sannur Rússi og sparaði ekki skálarnar. Veizlan stóð til þrjú um nóttina Þeir áttu að leggja af stað klukk- an fjögur. Prins Borghese var maður stundvís og undir stjórn hans lagði flokkurinn af stað klukk- an fjögur. Hér urðu allir eftir, sem ekki tóku beinlínis þátt í leiðangrinum. En borgarbliðin voru harðlæst eins og þau höfðu verið um nætur í aldaraðir og það varð að vekja hliðvörðinn, áður en þeir kæmust út fyrir. Næstu fimmtán mílurnar ættu bílarnir sæmilega auðvelt með að komast fram af eigin ramm- leik, en síðan kæmi líklega erf- iðasti hjallinn, áður en sjálf Mongólska hásléttan tæki við. Þá yrðu dráttarmennirnir nauð- synlegir, og þeir höfðu verið sendir á undan nóttina áður. Italan hafði nú aftur fengið sitt upprunalega body, prins Borghese hafði þó ekki tekið bensínbirgðirnar og farangurinn í bílinn, svo að hann gat haldið sæmilegum hraða. Spijkerinn var fullhlaðinn, eins og hann hafði alltaf verið, og komst aldrei upp úr fyrsta gír og varð að nema staðar með stundar- fjórðungs millibili til að kæla vélina. De Dionarnir fylgdu nokkurnveginn á eftir, en Con- talinn dróst brátt aftur úr. Þessi síðasti hjalli var svo sannarlega sá erfiðasti. Það var ekki nóg að dráttarmennirnir nctuðu kaðla og talíur, heldur urðu þeir einnig að nota vogar- stangir. Þeir lýstu því yfir, að þetta væri erfitt land, jafnvel fyrir geitur, en að lokum heppn- aðist þeim að koma bílunum upp. En þessi til þess að gera stutta brekka tók tvo tíma. Og nú blasti við þeim hin raunveru- lega háslétta, græn og endalaus. Og nokkuð inn á sléttunni beið farangur Borgheses. Þetta var mánudagurinn 17. júní. Það voru sjö dagar síðan þeir yfirgáfu Peking, og að baki lágu rúm- lega 200 mílur. Þeir áttu eftir eitthvað um níu þúsund. Næstu þúsund mílurnar yrðu sennilega erfiðastar af þeim. Það var ferð- in yfir Mongólíu. Þeir höfðu ekki getað komið upp neinum birgðastöðvum á þessu svæði, og ef að eitthvað bilaði, gæti enginn hjálpað, nema samferðamenn- irnir. Það eina, sem þeir höfðu getað gert, var að senda bensín á undan sér, og það var geymt við loftskeytastöðvarnar í eyði- mörkinni. Borghese hafði tíu daga mat- arbirgðir í bílnum. Hann fyllti varatankana og hafði þannig á bílnum bensín fyrir um það bil 600 mílur og staflaði auk þess upp hjá sér nokkrum 45 lítra brúsum af benzíni, sem höfðu verið fluttir upp á sléttuna frá Kalgan. Hann batt röð af vara- dekkjum aftan á bílinn og hlóð fleirum upp fyrir aftan fram- sætin. Þriðji maðurinn yrði fyrst í stað að láta sér lynda að sitja á gólfinu, við fætur þess sem í framfarþegasætinu var, með fæturna úti á stigbrettinu. Sem betur fór var það ennþá á þeim megin, hitt hafði rifnað af í gljúfrunum. Þegar þetta var allt komið á bílinn, var væn hrúga af drasli, kringum bílinn, loð- feldir, beddar, regnkápur, landa- kort og sitt af hverju eins og æfinlega er tekið með í langar ferðir — „af því að það gæti komið að góðum notum“. Flest af þessu varð að skilja eftir. Það fyrsta, sem hann kastaði til hlið- ar voru beddarnir. Dráttarmenn- irnir og hópur ferðamanna, sem leið áttu framhjá um þetta leyti, þyrptust 'uggvænlega nærri draslinu, svo Guizzardi sá sér ekki annað fært en að grípa járnstöng og draga töfrahring á jörðina í kringum bílinn. hlutina og áhöfnina. Engin vogaði sér að stíga yfir hann. Síðan réttu þeir út yfir hringinn það sem kasta átti — þunga varagorma, tvær af stálplötunum fjórum, sem ,, , 47. tw. VIKAN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.