Vikan


Vikan - 24.11.1966, Síða 51

Vikan - 24.11.1966, Síða 51
FRAMLEIÐUM EFTIRTALDAR ORVALSVÚRUR EFTIR ÞÝZKUM OG AMERÍSKUM SÉRLEYFUM PANOL fpoOu-hreinsari HREINSAR FLJÓTT OG VEL - TEPPI - HÚSGÖGN - MÁLNINGU OG ALLSKONAR BÍLAÁKLÆÐI LYTOL SÓTTHREINSI- og HREINGERNINGAREFNI LÁFREYÐANDI FYRIR FISKIÐNAÐ - HÓTEL - VEITINGASTAÐI - KJÖTIÐNAÐ _ SKÓLA - HEIMILI O.FL. VERKSMIÐJAN SAMUR HLÍÐARGERÐI 13 - REYKJAVÍK SÍMAR: 34764 - 21390 UMBOÐ FYRIR EFNAVERKSMIÐJUNA INTERFICO DANMÖRKU Original TEAK-OUAN ER AFBRAGÐS EFNI Á ALLAR VIÐARTEGUNDIR, PÓLERAÐAR JAFNT SEM OLÍUBORNAR CARAPOL-X BiLA-GLJaÞVOTTAEFNI VERNDAR LAKK OG KRÓM BÍLSINS JAFNFRAMT ÞVÍ AÐ VERA RYKFRÁHRINDANDI VÚRURNAR FAST [ FLESTUM VERZLUNUM 0G BENSlNAFGREIÐSLUM varð að taka fram talíurnar. þeg- ar þeim erfiðleikum lauk, tók við klettasylla frammi á þverhnípi, mjög svipuð og sú, sem þeir hefðu orðið að fara hvort sem var. Þetta allt tók þá mun lengri tíma en Borghese hafði notað. Þeir lentu einnig í sömu erfið- leikum og hann með ferðina nið- ur úr einstiginu og sérstaklega munaði litlu að illa færi fyrir Godard, þegar dráttarmennimir misstu einu sinni vald á farar- tækinu. Það var ekki fyrr en næsta dag sem hópurinn náði Hsin Wa- fu. Du Tillis og Godard sneru sér beint að loftskeytastöðinni, sem Barzini hafði þegar reynt að eiga viðskipti við. En þeir komu ekki aðeins símskeytum sínum áleið- is, heldur komust þeir að þeirri niðurstöðu að loftskeytamenn- irnir væru bæði hjálpfúsir og sér lega geðþekkir. Þeir bjuggust til hvíldar um tólf mílur frá Kalgan og komu þangað næsta morgun. Þeir fundu Itöluna í bakgarð- inum. Bankastjórinn bauð þeim að nota garðinn að vild, en hús- næði hafði hann ekki til að bjóða þeim. Borghese ætlaði að leggja af stað í dögun næsta morgun. Nú var engan tíma að missa. Poucault og Bizac höfðu nóg að gera. Þeir tóku í sundur, smurðu, hreinsuðu, stilltu, settu saman aftur. Bizac tók hljóðdunkana af de Dion bílnum, að fordæmi Guizzardis. Pons, sem reyndi allt sem í hans valdi stóð, til -að fá einhvern þunga á afturhjól Con- talsins, sagaði aurhlífarnar af framhjólunum. Að lokum voru vélamennirnir ánægðir. Bílarnir vom fullir af bensíni og olíu. Bankastjórinn bauð til kveðju- veizlu, en ferðalangarnir voru þreyttir og annars hugar. Banka- stjórinn var hinsvegar sannur Rússi og sparaði ekki skálarnar. Veizlan stóð til þrjú um nóttina Þeir áttu að leggja af stað klukk- an fjögur. Prins Borghese var maður stundvís og undir stjórn hans lagði flokkurinn af stað klukk- an fjögur. Hér urðu allir eftir, sem ekki tóku beinlínis þátt í leiðangrinum. En borgarbliðin voru harðlæst eins og þau höfðu verið um nætur í aldaraðir og það varð að vekja hliðvörðinn, áður en þeir kæmust út fyrir. Næstu fimmtán mílurnar ættu bílarnir sæmilega auðvelt með að komast fram af eigin ramm- leik, en síðan kæmi líklega erf- iðasti hjallinn, áður en sjálf Mongólska hásléttan tæki við. Þá yrðu dráttarmennirnir nauð- synlegir, og þeir höfðu verið sendir á undan nóttina áður. Italan hafði nú aftur fengið sitt upprunalega body, prins Borghese hafði þó ekki tekið bensínbirgðirnar og farangurinn í bílinn, svo að hann gat haldið sæmilegum hraða. Spijkerinn var fullhlaðinn, eins og hann hafði alltaf verið, og komst aldrei upp úr fyrsta gír og varð að nema staðar með stundar- fjórðungs millibili til að kæla vélina. De Dionarnir fylgdu nokkurnveginn á eftir, en Con- talinn dróst brátt aftur úr. Þessi síðasti hjalli var svo sannarlega sá erfiðasti. Það var ekki nóg að dráttarmennirnir nctuðu kaðla og talíur, heldur urðu þeir einnig að nota vogar- stangir. Þeir lýstu því yfir, að þetta væri erfitt land, jafnvel fyrir geitur, en að lokum heppn- aðist þeim að koma bílunum upp. En þessi til þess að gera stutta brekka tók tvo tíma. Og nú blasti við þeim hin raunveru- lega háslétta, græn og endalaus. Og nokkuð inn á sléttunni beið farangur Borgheses. Þetta var mánudagurinn 17. júní. Það voru sjö dagar síðan þeir yfirgáfu Peking, og að baki lágu rúm- lega 200 mílur. Þeir áttu eftir eitthvað um níu þúsund. Næstu þúsund mílurnar yrðu sennilega erfiðastar af þeim. Það var ferð- in yfir Mongólíu. Þeir höfðu ekki getað komið upp neinum birgðastöðvum á þessu svæði, og ef að eitthvað bilaði, gæti enginn hjálpað, nema samferðamenn- irnir. Það eina, sem þeir höfðu getað gert, var að senda bensín á undan sér, og það var geymt við loftskeytastöðvarnar í eyði- mörkinni. Borghese hafði tíu daga mat- arbirgðir í bílnum. Hann fyllti varatankana og hafði þannig á bílnum bensín fyrir um það bil 600 mílur og staflaði auk þess upp hjá sér nokkrum 45 lítra brúsum af benzíni, sem höfðu verið fluttir upp á sléttuna frá Kalgan. Hann batt röð af vara- dekkjum aftan á bílinn og hlóð fleirum upp fyrir aftan fram- sætin. Þriðji maðurinn yrði fyrst í stað að láta sér lynda að sitja á gólfinu, við fætur þess sem í framfarþegasætinu var, með fæturna úti á stigbrettinu. Sem betur fór var það ennþá á þeim megin, hitt hafði rifnað af í gljúfrunum. Þegar þetta var allt komið á bílinn, var væn hrúga af drasli, kringum bílinn, loð- feldir, beddar, regnkápur, landa- kort og sitt af hverju eins og æfinlega er tekið með í langar ferðir — „af því að það gæti komið að góðum notum“. Flest af þessu varð að skilja eftir. Það fyrsta, sem hann kastaði til hlið- ar voru beddarnir. Dráttarmenn- irnir og hópur ferðamanna, sem leið áttu framhjá um þetta leyti, þyrptust 'uggvænlega nærri draslinu, svo Guizzardi sá sér ekki annað fært en að grípa járnstöng og draga töfrahring á jörðina í kringum bílinn. hlutina og áhöfnina. Engin vogaði sér að stíga yfir hann. Síðan réttu þeir út yfir hringinn það sem kasta átti — þunga varagorma, tvær af stálplötunum fjórum, sem ,, , 47. tw. VIKAN 51

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.