Vikan


Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 4

Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 4
Gefjunaráklsdi Gefjunaráklæðin breytast sí- fellt % htum og mfmstrum, því i æðnr tízkan hverju sinni. Eitt breytist þó ekki, vöru- vöndun verksmiðjunnar og Ullarverksmiðjan gæði íslenzku ullarinnar. Allt þetta hefur hjálpað til að gera Gefjunai áklæðið vinsælasta húsgagnaáklæðið í landinu. GEFJUN SKRÍLL Á SKEMMTISTAÐ Reykjavík, 22. ágúst ‘68. Kæri Póstur! Ég ætla að byrja á því að þakka alla skemmtun- ina undanfarin ár. Sögurn- ar eru yfirleitt góðar, sem og allir fróðleiksþættir. — Annars var nú annað sem rak á eftir mér að skrifa. Það var óánægja okkar hjóna, þegar við lögðum land undir fót (ef svo má að orði komast) nú um verzlunarmannahelgina. Við vorum stödd austur í Árnessýslu og ætluðum að skella okkur á ball eitt- hvert kvöldið. Af kunnug- um var okkur bent á nýtt félagsheimili, sem sagt að Minni-Borg í Grímsnesi. Jú, við fórum þangað. Þeg- ar að félagsheimilinu kom, drifum við okkur út úr bílnum hæstánægð með þennan snyrtilega stað. í þann mund kemur hópur ungmenna aðvífandi, flest stúlk'ur, og ætluðu auðsjá- anlega að snara sér inn á skemmtistaðinn, sem þau og gerðu. Okkur datt ekki í hug að þeim yrði hleypt inn, því klæðnaðurinn var ekki beint snyrtilegur. Gallabuxur, strigaskór, jafnvel einhvers konar regnúlpur og sumir langt frá því að vera hreinir. Svo voru sveitungarnir í sínu fínasta pússi innan- um þetta dót. Jæja, inn fórum við til að sjá og kynnast fleiru. Við feng- um borð (sex manna), en við vorum fjögur. Keypt- um við okkur öl á borðið eins og siður er, til að festa okkur það. Síðan fórum við öll að dansa. En þegar við komum aftur að borð- inu, sátu þar sex manns sem búið var að ryðja glös- um, flöskum og veskjum okkar út á annan enda borðsins og kaupa sér á borðið. Sagðist það hafa fengið borðið hjá forráða- mönnum staðarins. Spurð- um við það hvernig það gæti fengið borð, sem aðr- ir væru búnir að kaupa sér á. Svarið var: Við V héldum að fólkið væri far- ið. Þó voru veski og fleira á borðinu eins og áður sagði. Og borðið fengum við ekki aftur. Þetta finnst mér svo mikil frekja og ókurteisi að ég á engin orð yfir það. Svo að lokum: Þarna dansaði fólk með logandi sígarettur og fleygði stubbunum á nýtt parketgólfið. Og eitt enn: Fólki virtist alveg frjálst að ganga inn með sitt vín og blanda eftir þörfum. Þykir manni hart að svona falleg og dýr félags- heimili stimplist: „Aðeins fyrir skríl“. Hvað finnst þér, Póstur góður? Ein óánægð úr Reykjavík. PS: Með fyrifram þakk- læti, vona að þú þirtir þetta bréf. Það yrði kann- ski til þess, að forráða- menn hleyptu ekki inn nema snyrtilega klæddu fólki. Persónulega finnst þeim, sem þessu bréfi svarar, ekki skipta höfuðmáli að þeim einum sé hleypt inn á skemmtistaði, sem eru í jakkafötum, hvítri skyrtu og með bindi, en sé bún- ingur manna fram úr hófi draslaralegur og sóðalegur, er auðvitað hvimleitt að hafa þá innanum þokka- lega búið fólk. Útyfir tek- ur þó, þegar framferði fólks er þannig sem þú lýs- ir því, háttalag eins og að drepa í sígarettustubbum á parketgólfi sýnir að þar er á ferð pakk, sem ekki er : neinum húsum liæft nema kannski gripahúsum — og þó varla einu sinni það. Því miður er talsvert af lýð af því tagi, sem rak ykkur frá borðinu, og er hætt við að allmargir gætu sagt svipaða sögu og þið af skiptum sínum við hann. En í þessu tilfelli hefðuð þið átt að snúa ykkur til forráðamanna hússins og fá þá til að hreinsa þenn- an fénað frá borðinu ykk- ar; það var þeirra skylda. HVAÐ SKAL GERA? Kæri Póstur! Mig langar til að leita ráða hjá ykkur eins og svo margir aðrir, en það er svoleiðis að ég er með strák, sem er tuttugu og þriggja ára en ég er seytj- án ára. Hann er mjög dug- legur en ekki sanngjarn að sama skapi; við erum ekki trúlofuð. En stjúpfaðir 4 VIICAN 37. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.