Vikan


Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 25

Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 25
stofunni ei'tir eitt ár og fór á sjóinn. Fyrst var hann létta- drengur, en síðan þjónn. „Auðvitað varð ég brátt yíirþjónn. Eg var lang bezt- ur, en ég var ekki vitund metnaðargjarn. Einu sinni var ég á skipi, sem hét Moreton Bay. Það mundi aldrei hafa látið úr höfn í Liverpool, án þess að Freddy Lennon væri um borð. Þeir urðu að taka mig með, annars hefði 'skipshöfnin gerl uppreisn.“ Hann kynntist Juliu Stanley áður en hann fór á sjó- inn. Þau hittust fyrst aðeins viku eftir að hann fór frá munaðarleysingjahælinu. „Það var dásamlegt. Ég var í öðruiri af nýju fötunum mínum. Eg sat í Sefton Park og með mér var félagi minn, sem var að kenna mér, hvernig ég ætti að krækja mér í stclpii. Ég hafði keypt mér sígarettumunnstykki og kúluhatt. Ég hélt, að þetta. mundi ganga í augun á stelpunum. Við sáum eina stelpu sitja skammt frá okkur. Þegar ég gekk framhjá henni, sagði hún: „Guð, livað þú ert hlægilegur!" En ég sagði hins vegar: „Þú ert falleg,“ og settist hjá henni. Þetta var a 111 mjög saklaust. Ég kunni ekkert og vissi elckert. TTún sagði, að ef ég vildi sitja við hliðina á sér, þá yrði ég að taka ofan þennan hlægilega hatt. Ég gerði það. Ég fleygði honum meira að segja í tjörn skammt frá. Síðan hef ég aldrei nokkurn tíma gengið með hatt.“ Fred og Julia skemmtu sér sarnan næstu tíu árin, 'alltaf þegar Fred var í landi. Móðir hennar umbar hann, en faðir hennar hafði ímugust á honum. En hann hafði kennt Juliu að leika á banjo. „Við Julia vorum vön að spila og syngja saman. Við hefðum orðið fræg, ef við hefðum verið uppi nú á dög- um. Einu sinni sagði Julia við mig: „Við skulum fara að búa saman.“ Ég sagði, að það vteri ekki nóg að búa saman. Ég liefði hlotið gott uppeldi á munaðarleysingja- heimilinu. Ég sagði, að við yrðum að láta lýsa til hjóna- bands með okkur og gifta okkur síðan með pompi og pragt. Þá sagði hún: „Ég þori að veðja, að ]>ú gei'ir það ekki.“ Og einmitt ]>ess vegna gerði ég það, auðvitað bára að gamni mínu. Þessi gifting okkar var tómt grín.“ Foreldrar Júlíu sáu hins vegar ekki skoplegu hliðina á giftingunni. Þeir álitu Fred Lennon alls ekki samboðinn dóttur þeirra. Þeir töldu sig vera virðulega fjölskyldu af lægri miðstétt. „Við vissum, að Júlía skemmti sér með Fred Lennon,“ segir Mimi, ein af fjórum systrum Júlíu. „Hann var lag- legur, því varð ekki neitað. En við vissum, að hann mundi aldrei verða öðrum til gæfu, — allra sízt henni Jiilíu okkar.“ Samkvæmt frásögn Mimi, vildu foreldrar hennar hvorki heyra Fred né sjá. TTann fékk ekki einu sinni að stíga fæti inn á heimili þeirra. Mimi vann i Norður- Wales sem einkaritari á skrifstofu um þetta leyti. Hún var í vinnunni, þegar henni bárust þær skelfilegu frétt- ir, að Fred og Júlía væru gift. TTún kvaðst hafa fcngið frí úr vinnunni og farið strax heim til að reyna að hugga foreldra sína. Tirúðkaupið fór fram 3. desember 1938. Foreldrar Júlíu voru að sjálfsögðu ekki viðstaddir og Fred var munaðarlaus. ITann kom á undan henni og beið fyrir utan Adcl])hi Hotel klukkan tíu um morguninn. Júlía var hvergi sjáanleg, svo hann fór og reyndi að fá lánað eitt pund einhvers staðar. „ITún var enn ekki komin, þegar ég kom aftur,“ segir Fred. „Ég hringdi til Trocadero, þar sem hún vann við dyravörzlu, og talaði við eina af starfssystrum hennar. Þær þekktu mig allar. Þær voru vanar að segja, að þær biðu bara eftir, að ég hætti að elska Júlíu.“ Loksins kom Júlía, þau giftu sig og fóru síðan i bíó. A eftir fóru þau hvort heim til sín. Daginn eftir lagði ski]úð, sem Fred var á, af stað til Vestur-Indía í þriggja mánaða ferð. Þegar Fred kom aftur eftir þessa löngu útivist, tókst þeim að fá leigt eigið húsnæði. Síðan fór Fred aftur á sjóinn og skildi Júlíu eftir. Litlu síðar komst hún að raun um, að lnin átti von á barni. Þetta var sumarið 1940, þegár stöðugar loftárásir voru gerðar á Liverpool. Júlía fór á fæðingarstofnun í Oxford Street til að eignast barnið. Hörð loftárás var gerð á borgina að morgni 9. október 1940, þegar hún fæddi son. Hann var skírður John Winston Lennon. Winston-nafnið stafaði að sjálfsögðu af þjóðernistilfinningu. „TTm leið og ég sá John, varð ég himinlifandi," segir Mimi. „Ég varð svo heilluð af honmn, að ég gleymdi næstum Júlíu.“ Júlía útskrifaðist af spítalanum og fór heim til foreldra sinna. Þegar John var átján mánaða gamall, fór hún á skrifstofu skipaútgerðarinnar til bess að sækja peninga frá Fred. Þrátt fyrir stríðið hafði hún alltaf fcngið peninga reglulega frá honum. Én nú fékk hún enga greiðslu. „Fred fór af skminu,“ segir Mimi. „Eng- inn vissi, hvað hefði orðið af honum.“ Mimi segir, að þar með hafi hjónabandi þcirra í raun- inni vcrið lokið, ])ótt leiðir þeirra skildu ekki fvrr cn rúmu ári síðar. Hún kvaðst alltaf hafa búizt við, að Fred mundi yfirgefa Júlíu. „Júlía kynntist brátt öðrum manni og vildi giftast honum,“ segir Mimi. „Það hefði orðið erfitt fyrir hana að hafa John hjá sér, svo að ég tók hann að mér. Ég taldi bað ráðlegast, enda hef ég alltaf verið mikið gefin fvrir börn og langaði ákaft að fá að hafa hann hjá mér. Bæði Fred og Júlía vildu, að ég tæki hann í fóstur og ættleiddi hann. Ég á í fórum mínum bréf frá þeim báð- um varðandi þetta. En mér tókst aldrei að fá þau bæði til að koma með mér til þess að undirrita nauðsynleg slcjöl í sambandi við ættleiðinguna.“ Frásögn Freds Lennons af þessum atburðum er tals- vert á annan veg. Hann segist hafa verið í New York, þegar stríðið brauzt út. Hann frétti, að hann ætti að fara á herskip og verða aðstoðarbryti bar. „Þetta tákn- aði, að ég mundi missa launin mín. Ég hafði ekkert á móti því að taka þátt í stríðinu, en ég mátti ekki til ])ess hugsa að missa launin. Skipstjórinn á farþegaskip- inu, sem ég var á, sagði mér, hvað ég ætti að gera. Hann 37. tbi. VIKAN 2.5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.