Vikan


Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 13

Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 13
SAKAMRLAS AGA EFTIR DANNIS SANDBERG — Hún sagði að ég gæti tekið við af henni í Turf-klúbbnum, þegar hún væri orðin of görnul, sagði Beryl. — Hún sagði að ég gæti sungið fyrir gest- ina, svona eins og hún gerði. Það hafa margar söngkonur byrjað í kirkjukór. — Ég er á móti slíku tali, sagði frú Bond. — Það gerir stelpuna bara duttlungafulla. En ég lét það afskiptalaust, því frú Rivers var svo elskuleg. Hún strauk nokkur tár af hvörmunum. — Hvenær sáuð þér frú Rivers síðast? spurði Hawser. — Laugardagsmorgun, þá er ég vön að taka allt vel í gegn. — Var Beryl með yður þá? > AÐEINS TVEIM MÍNÚTUM SÍÐAR BEYGÐI HAWSER SIG NIÐUR OG TÓK UPP ELDSPÝTNA- BRÉF, SEM HAFÐI FOKIÐ INN UNDIR RUNNA í GARÐINUM. HAWSER ÝTTI HURÐINNI VARLEGA UPP. HER- BERGIÐ VAR TÓMT. HANN REYNDI AÐ LÍKJA EFTIR URRINU í EDDIE OG KALLAÐI: — Nei, það var síðasti dagurinn hennar í skólanum. — Tókuð þér eftir nokkru sérstöku við frú Rivers á laugardagsmorguninn, var hún nokkuð taugaveikluð eða utan við sig? — Nei, síður en svo, hún var alveg eins og hún átti að sér. Hún var svolítið ergileg yfir því að straujórnið var í ólagi, þegar ég ætlaði að pressa dragtarpils fyrir hana, en hún róaðist þegar ég lofaði að gera það heima og láta Beryl skjótast með pilsið til hennar um kvöldið. Hún sagði að Beryl gæti þá hengt það upp í anddyrinu. — Það er ekki víst að ég verði heima, þegar hún kemur. Og svo gaf hún mér einn shilling. Ég átti að kaupa fs- pinna handa Beryl. Það eru sannarlega ekki allir svo hugsunarsamir. — Ég fékk engan íspinna, sagði Beryl. — Nei, þú hafðir fengið fyrirfram af vikupeningunum þínum, og varst búin að háma í þig ís alla vikuna. — Var frú Rivers heima þegar þú komst með pilsið, Beryl? spurði Hawser. — Nei, ég hengdi pilsið upp í forstofunni og fór svo. — Hvernig veiztu að hún var ekki heima? — Mamma sagði að ég ætti að hringja dyrabjöllunni, og það gerði ég. Ég beið lengi, en opnaði svo og fór inn. Frú Bond tók lykil upp úr tösku sinni. — Það er bezt að þér takið þennan lykil, herra. Þetta er útidyralykillinn. Frú Rivers hafði sinn lykil á sama hring og bíllyklana. Og ef þér þurfið að ná í mig, þá á ég heima í Blanche Street 42, það er skammt héðan. — Farðu nú heim, Beryl, sagði Hawser, — móðir þín kemur bráðum. Beryl gekk þvermóðskulega að dyrunum. — Farðu beint heim, sagði frú Bond, — mundu það, beint heim. Útidyrahurðinni var skellt aftur. — Þær eru erfiðar á þessum aldri, sagði frú Bond afsakandi. Það var ekki mikið sem frú Bond gat sagt frá einkalffi frú Ivy Rivers. — Það er nokkurn veginn víst að hún átti sér vin, sagði hún. — Ég veit ekki hve mikið stúlkur fá fyrir svona vinnu á veitingahúsum, en ég trúi ekki að það dugi til þessa. Hún benti um íbúðina. — Og fyrir bíl, fötum og ýmsu öðru. _ Bíl? sagði Hawser. 'T*TPifTP-V — Já, það er hvítur Jagúar með bláu þaki. Númerið er B. 3-12345, það er gott að muna það númer. En ég sá ekki bílinn þegar ég kom í morgun. Hún hlýtur að hafa skilið hann eftir við klúbbinn á laugardaginn, hugsaði ég með mér, og látið herra Taylor aka sér heim. Hún gerði það stundum. — Herra Taylor? — Já, það var vinur hennar. Frú Rivers var regluleg dama, hún átti bara einn vin. Og ég er viss um að það er reglulega huggulegur maður. Maður sér það alltaf á umgengninni í íbúðinni. Og hann hefur líka verið mjög hugsunarsamur, hann sendi henni blóm og konfekt. Þér sáuð stóra páskaeggið í stofunni, það kom á laugardagsmorguninn. Frú Bond datt í hug að frú Rivers ætti ekki eftir að borða meira konfekt, og hún strauk sér um augun með svuntuhorninu. — Átti frú Rivers margar vinkonur? — Já, já, það komu margar konur að heimsækja hana. — Kom nokkur þeirra á laugardaginn? — Ekki meðan ég var hér. Frú Bond hugsaði sig um andartak. — Frú Rivers var farin, áður en ég var búin með verkin. Hún ætlaði f hárgreiðslu og seinna á einhvern söngleik. „Ef einhver hringir, skuluð þér segja að ég verði ekki heima í dag," sagði hún við mig. — Vitið þér nokkuð hvað vinkonur hennar heita? — Aðeins eina þeirra. Hún heitir fröken Jennie Chambers. — Hún gisti hérna stundum, og gleymdi alltaf einhverju, Framhald á bls. 39 37. tbi. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.