Vikan


Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 30

Vikan - 19.09.1968, Blaðsíða 30
Annar kafli JOHN OG QUARRYMEN John Lennon hóf nám í Quarry Bank High School 1952. Skólinn er staðsettur í sama hverfi og John átti heima í. Hann var stofnaður árið 1922. Hann er hvorki jafn stór né vel þekktur og Liverpool Tnstitute, sem er inni í miðri borginni, en hefur samt löngum verið álit- inn góður skóli. Mimi var fegin, að John skvldi setjast í þennan skóla en ekki skólann í miðborginni. Hún áleit, að með því móti vrði auðveldara fyrir hana að hafa auga með hon- um. Vinur hans, Pete Shotton, fór einnig í sama skóla, en Ivan Vaughan innritaðist hins vegar í Liverpool Institute. Hann var sá eini af félögum Johns, sem gekk menntaveginn og varð stúdent. Tvan gerði sér ljóst, að erfitt mundi reynast að stunda námið vel, ef hann væri í sama skóla og sama belck og John. Hann hélt þó áfram að umgangast hina gömlu félaga sína, þegar hann hafði tíma tii þess. John man vel eftir fyrsta deginum í Quarrv Bank High School. „Eg leit yfir þennan stóra hóp af krökkum, sem ég þekkti ekki neitt. Guð minn góður, hugsaði ég með mér. Eg verð að berjast við þau öll og hafa betur. Mér tókst það í Dovedale. Skyldi mér líka takast það Iiér? Það blés ekki byrlega í upphafinu. Eg lenti í áflog- um við stóran og sterkan strák og varð undir. Ég meidd- ist meira að seggja og missti alveg stjórn á skapi mínu. En ekki voru ailir dagarnir jafn ógæfulegir og sá fvrsti. Ég var frekur og ágengur, af því að ég vildi verða vinsæll. Ég vildi verða foringinn. Mér fannst það miklu eftirsóknarverðára en að vera einn af þessum penpíu- legu súkkulaðidrengjum. Eg vildi, að allir gerðu það sem ég sagði þeim að gera; allir áttu að hlæja, þegar ég sagði brandara." Strax fyrsta veturinn var John staðinn að því að teikna sóðaleea klámmynd í tíma. Fyrir bragðið komst hann í óþökk allra kennaranna. Um sama leyti fann Mimi klámkvæði í fórum hans. „Hún sagðist aldrei hnýsast í dótið mitt, en ég vissi að hi'm gerði það,“ segir John. „Hún fann kvæðið í skúffunni minni. Eg sagðist hafa skrifað það upp eflir félaga mínum, en auðvitað hafði ég ort það sjálfur. Eg hafði séð svona kvæði og langaði til að yrkja eitthvað af þessu tagi sjálfur. Eg býst við, að ég hafi lagt, ofurlitla rækt við námið í fýrstu á sama hátt og ég hafði gert í Dovedale. Eg hafði verið heiðarlegur þar og alltaf staðið mig sæmilega á öllum prófum. En nú fannst mér það heimskulegt og ekki til vinnandi. Eg byrjaði að Ijúga og svíkjast um.“ John var listhneigður og stóð sig alltaf vel í teikningu og bókmenntum. Pete vinur hans var hins vegar góður í stærðfræði, en John botnaði hvorki upp né niður í henni. John öfundaði Pete af stærðfræðigáfu hans og reyndi að spilla fyrir honum á því sviði. „Hann reyndi alltaf að trufla mig með því að setja alls konar skopteikningar fyrir framan mig,“ segir Pete. „Sumar voru klámfengnar, en llestar voru svo skoplegar, að ég fór að skellihlæja og fékk skömm í hattinn hjá kennaranum. Þegar ég var tekinn upp og stóð við kenn- arapúltið, en kennarinn var að útskýra eitthvað á töfl- unni og sneri baki í bekkinn, þá þurfti John alltaf að standa á fætur og veifa framan í mig einhverri skop- teikningu. Ég stóðst aldrei mátið og fór að skellihlæja og var lmndskammaður fyrir vikið.“ Ilegðun Johns í skólanum versnaði stöðugt ár frá ári. Fyrsta veturinn var hann í bezta bekknum, en næsta vetur var hann strax færður niður í næstbezta bekkinn. T einkunnabók hans var eitt sinn skrifað eftirfarandi: „Stundar námið slælega og hegðar sér illa í tímum. Ilann spillir fyrir kennslu í öllum bekknum.“ I einkunna- bókinni var einnig reitur, þar sem foreldrarnir áttu að skrifa sínar atluigasemdir. T þennan reit skrifaði Mimi: „Hann er einn af þeim beztu.“ Mimi hélt áfram að siða John eins og hún hafði alltaf gert og vanda um við hann heirna fyrir. En hún gerði sér alls ekki ljóst, hvernig hann hagaði sér í skól- anum. „Hún sló mig aðeins einu sinni,“ segir Jolm. „Það var þegar ég tók. peninga úr veskinu hennar. Ég tók alltaf svolítið án þess að hún yrði þess vör, en í þetta skipti hlýt ég að hafa gerzt of stórtækur.“ Jolin og Georg frændi hans urðu æ samrýmdari með árunum. „Hann var seintekinn og dulur í skapi,“ segir John. „Ég get ímyndað mér, að hann hafi ekki verið jafn áfjáður í að taka mig í fóstur og Mimi. En okkur kom mjög vel saman. Hann var einfaldur, en góður- maður og traustur. Hann var fjarska hrifinn af Mimi sinni, en hún gat aftur á móti verið ónotaleg við hann. Eg vorkenndi honum einu sinni, þegar hann var send- ur út í búð að kaupa fisk handa kettinum, en féll af hjólinu sínu. Mimi hafði aðeins áhuga á því, hvort fiskur kattarins væri óskemmdur, en hugsaði ekkert um meiðsli Georgs.“ Georg lézt skyndilega í júnímánuði 1953, þegar John var þrettán ára. „Dauða hans bar mjög brátt að,“ segir Mimi. „TTann hafði verið heilsuhraustur alla ævi og mætt til vinnu sinnar hvern einasta dag. Hann veiktist af gulu á sunnudegi og var látinn daginn eftir. John og hann höfðu verið miklir mátar. Þá sjaldan við rifumst, tók Georg alltaf upp hanzkann fyrir John. Ég öfundaði þá oft,, hvað þeir nutu samvistanna hvor við annan. Ég held, að John hafi tekið fráfall Georgs mjög nærri sér. En hann Iét ekkert á því bera.“ „Ég man þegar ég kom heim daginn sem Georg frændi dó,“ segir John. „Mimi sat í eldhúsinu og grét. Hún hafði nokkra stúdenta í fæði um þetta leyti. Þeir sátu inni í stofu og reyndu að sýnast sorgbitnir á svipinn. En ég vissi, að þeir höfðu eingöngu áhyggjur af því, að Mimi væri svo sorgbitin, að hún gæti ekki eldað ofan í þá! Framhald í næsta blaði. 30 VIKAN 37-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.